Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 44
44 sport 23. febrúar 2018 L ífið er miklu skárra núna en það hefur verið síðustu tvö ár, þetta hefur verið erfitt á köflum en ég hef reynt að vera jákvæður og vonandi held- ur þetta svona áfram,“ sagði Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen í Þýskalandi og landsliði Bandaríkjanna, þegar DV spjallaði við hann í vikunni. Þessi öflugi sóknarmaður hef- ur upplifað erfiða tíma síðustu tvö ár eftir að hann gekk í raðir Werder Bremen. Erfið meiðsli hafa hrjáð Aron og þegar hann hefur ver- ið heill heilsu þá hefur hann lítið sem ekkert fengið að spila. Flori- an Kohfeldt var ráðinn þjálfari Bremen í lok október á síðasta ári og þá virtist ætla að birta til hjá Ar- oni, liðið lék æfingaleik um leið og hann tók við og þar spilaði Aron. Óheppnin elti hins vegar Aron áfram og meiddist hann á hné í þeim leik, hann var því frá í rúmar sex vikur áður en hann sneri aftur. Kohfeldt hafði áfram trú á Aroni þegar hann sneri aftur og þegar þýska deildin hófst á nýjan leik í janúar fór Aron að fá tækifæri. Hann hefur síðan tryggt sæti sitt í byrjunarliðinu, skoraði og leggur upp fyrir samherja sína. „Það er gaman að vera að byrj- aður að spila á nýjan leik, það get- ur reynst erfitt að sitja í sófanum allar helgar þegar liðsfélagarn- ir eru að keppa. Ég hélt að það væri erfiðast af þessu öllu, að vera meiddur, en komst að því þegar ég var heill heilsu að það er miklu verri tilfinning að vera frískur og æfa alla vikuna en fá svo aldrei að spila. Ég fékk loksins tækifæri um daginn og það hefur gengið með ágætum að nýta það, vonandi heldur það áfram.“ Erfitt fyrir kærustuna þegar hann spilaði ekki Það getur tekið á andlega fyrir keppnisfólk í íþróttum að fá ekki að spila og Aron fann fyrir því, hann segir að það hafi einnig ver- ið erfitt fyrir kærustu sína. „Ég er keppnismaður og að fá ekki að spila neitt í svona langan tíma get- ur verið mjög erfitt, ég get ímynd- að mér að það hafi líka verið afar erfitt fyrir kærustuna mína. Ég er ekki sá léttasti í skapinu þegar ég fæ ekki að spila. Það er léttara yfir manni þegar maður veit að minnsta kosti að maður verður í hópnum þegar helgin kemur og enn léttara yfir manni þegar mað- ur fær að spila í hverri viku.“ Líkaminn þarf að venjast aftur Í tæp tvö ár spilaði Aron nánast ekki neina leiki og líkami hans hef- ur verið að venjast því að spila leiki í hverri viku. „Ég spilaði ekkert al- mennilega í næstum því tvö ár þannig að það er ljóst að það tekur einhvern tíma að vinna upp fullt leikform. Ég hef verið að fá högg og slíkt í leikjum en ég kalla það ekki meiðsli, þegar líkaminn er ekki vanur svona átökum þá tek- ur það tíma að venjast því að spila á þessari ákefð sem er í þýsku úr- valsdeildinni. Eftir fyrstu þrjá leik- ina þá voru dagarnir eftir langir, ég var kannski í sex tíma í endur- heimt eftir leikina. Ég finn að þetta verður sífellt betra.“ Vildi sanna sig hjá félaginu Í síðustu félagaskiptagluggum hef- ur Aron fengið mörg tilboð um að yfirgefa Werder Bremen en hon- um fannst hann eiga ókláruð verk hjá félaginu og vildi því aldrei fara. „Ég gaf aldrei upp vonina hjá fé- laginu, ég var alltaf að vonast eftir „Erfitt fyrir kærustuna“ n Strákurinn frá Alabama fær loks að spila n Íhugar að fara til Rússlands Aron snýr Aftur Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Ég mun styðja íslenska liðið, það er ekki nokkur spurning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.