Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 42
42 23. febrúar 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginVísir, 8. febrúar, 1918. Níu ára stúlka lést í fyrsta flugslysinu Árið 1919 var fyrsta flugvélin flutt til landsins, AVRO 504K, samfara stofnun Flugfélags Íslands. Fyrir 25 krónur gat fólk keypt sér útsýnisflug yfir Reykjavík, en aðeins var pláss fyrir einn farþega. Þann 27. júní árið 1920 var mikill mannfjöldi saman kominn í Vatnsmýrinni til að fylgjast með flugsýn- ingu vélarinnar. Fyrsta flug- slys Íslandssögunnar varð að veruleika þegar vélinni hlekkt- ist á við lendingu. Ekki höfðu áhorfendur fylgt leiðbein- ingum um hvar á túninu þeir máttu standa og reyndi flug- maðurinn að sveigja fram hjá mesta fjöldanum. Vélin lenti þó á tveimur systkinum og lést níu ára gömul stúlka, Svava Gísla- dóttir, samstundis. Hún varð fyrir flugvélinni miðri en bróðir hennar varð fyrir vængnum og slasaðist alvarlega. Óli á hjóli Guðni Th. Jóhannesson er al- þýðlegur forseti og hjólar mik- ið með börnin. Ólafur Ragnar Grímsson, forveri hans, átti einnig sína hjólreiðdaga. Í nóv- ember árið 1982, þegar Ólafur var alþingismaður, skellti hann sér í hjólreiðatúr með eigin- konu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur heitinni, og DV var með í för. „Við byrjum alltaf á því að hjóla hring á Nesinu, síðan förum við út í Skerjafjörð, í Vesturbæinn eða út á Granda,“ sagði Ólaf- ur. Þá sögðu þau að vindurinn væri hluti af skemmtuninni og ekkert mál væri að klæða veðrið af sér. Ólafur sagði að það væri nauðsynlegt að „hjóla kollegana og daginn úr sér“ á kvöldin. Í janúarmánuði árið 1992 fengu Neytendasamtökin inn á borð til sín óvenjulegt mál sem átti eftir að fara nokkuð hátt í fjölmiðl- um, svokallaða Strumpakláms- mál. Í dag telja margir þetta vera flökkusögu en þetta er hins vegar dagsatt. Klámefni rataði inn á myndbandsspólur með Strumpa- þáttum. Steinar Berg Ísleifsson, sem gaf út spólurnar, ræddi við DV. Eitthvað ljótt á spólunni Í Þjóðviljanum 22. janúar segir frá foreldrum sem í sakleysi sínu fór út á myndbandaleigu og leigðu spóluna Strumparnir 1 fyrir börn- in. Spólunni var rennt í tækið fyrir börnin en þegar hún var búin komu börnin fram og sögðu við foreldrana að það væri „eitthvað ljótt á spólunni líka.“ Neytenda- samtökin fengu tvö slík mál inn á borð til sín og fólu í kjölfarið lög- manni sínum að kæra Steina hf. Steinar Berg, eigandi Steina hf., segir að það hafi ekki komið til þess. „Þetta hafði enga slíka eftir- mála, en var leiðinlegt og algerlega óviðeigandi að öllu leyti.“ Hvernig gerðist þetta? „Við fengum umboð til að fram- leiða Strumpana sem við viss- um að við gátum gert í talsvert miklu magni. Við fengum tilboð í framleiðsluna á vídeókasettur og aðilinn sem framleiddi þetta fyrir okkur hafði greinilega notað spólurnar áður, upp að einhverju magni, í einhverja klámmynda- framleiðslu. Við höfðum ekki hug- mynd um þetta.“ Steinar segist ekki muna hver framleiðandinn var en það var innlendur aðili sem var að reyna að hasla sér völl á myndbands- spólumarkaðinum. „Við vorum að framleiða gríðarlega mikið af kvik- myndum og slíku og fengum til- boð í þetta verkefni frá þessum að- ila sem við höfðum aldrei skipt við áður. Hann skilaði þessu svona og við tókum framleiðsluna og sett- um hana út í leigur.“ Fólki fannst þetta fyndið Steinar segist ekki vita hvernig klám hafi verið á spólunum en samkvæmt Morgunblaðinu frá 21. janúar var um mjög gróft klám að ræða. „Ég var staddur í Cannes í Frakklandi og sá þetta aldrei. Við innkölluðum þessar spólur og sendum aftur til hans og fengum lagfæringu á þessu. Við skiptum auðvitað ekki við hann aftur og hann hætti í viðskiptum skömmu eftir þetta.“ Um var að ræða þáttaspólur með 45 mínútur af efni. Spólurnar sjálfar voru 60 mínútur og átti síð- asta korterið að vera autt. Stein- ar segir að málið hafi farið hærra í fjölmiðlum en efni stóðu til. „Þetta voru ein eða tvær týpur af spólum og einhverjar 100 eða 200 af þeim sem við vissum nákvæmlega hvert höfðu farið. Þetta var ekki lengi í umferð.“ Fenguð þið bágt fyrir þetta? „Nei. Það var aðallega spilað á þetta með einhvers konar húmor af því að þetta var svo óvenjulegt.“ En var aukning í sölu á Strumpamyndböndum? „Nei, en fólki fannst þetta fyndið, þannig séð. Sérstaklega þegar skýrðist hvernig þetta átti sér stað. Það heyrðust einhverj- ar sögur um að krakkarnir hefðu verið óvenju hljóðir. En ég held að þetta hafi ekki verið mörg til- felli.“ n Klám á Strumpaspólum „Sögur um að krakkarnir hefðu verið óvenju hljóðir“„Þetta hafði enga slíka eftirmála, en var leiðinlegt og algerlega óviðeig- andi að öllu leyti Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.