Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 54
54 23. febrúar 2018 Undanfarna daga hefur veðrið verið alveg snarvitlaust í höfuðborginni og víðar og þá veltir maður þessu með bílskúrana fyrir sér. Ég hef aldrei skilið af hverju Íslendingar nota ekki bílskúrana sína undir bíla. Einmitt hér á norðurhjara veraldar þar sem vetrarlægðirnar ætla okk­ ur stundum óstöðug að æra. Þau sem eiga bílskúra kjósa heldur að fylla þá af drasli og láta svo bílana standa úti í alls konar brjáluðum veðrum. Þú kem­ ur út í kaldan og dimman daginn klukkan hálf átta um morgun og skemmtunin hefst á því að moka nokkur kíló af snjó af bílnum þínum. Fyrst notarðu kúst á þakið og svo er það að skafa hann allan hringinn. Oft eru rúðurnar hélaðar og rúðuþurrkurn­ ar fastar svo það þarf að hamast rækilega með sköfunni. Þú ert komin með rautt nef og meikið er hlaupið í kekki á kinnunum þegar þú loks sest inn í ískaldan skrjóðinn og kveikir á morgunútvarpinu sem stund­ um er allt of hresst miðað við aðstæður. Væri ekki talsvert þægilegra að geta farið beint inn í bílinn sinn sem bíður hreinn og fínn í upphituðum bílskúrnum? Tipla tvö þrep á huggulegum hælaskóm úr þvottahúsi og tylla sér undir stýri. Með kaffiglasið í annarri og veskið í hinni. Smella á fjarstýringuna, sjá bílskúrshurðina opnast og bakka út. Enginn snjór, ekkert vesen. Kannski annað á heimleiðinni, en að minnsta kosti yrði morguninn talsvert þægilegri. Nei. Bílskúrinn skal heldur nota sem afdrep fyrir aðþrengda eiginmenn sem reykja í laumi og alls konar drasl sem fjölskyldan hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Mig grunar að svona 95% allra sem eiga bílskúra á Íslandi hafi kannski einu sinni eða tvisvar keyrt bílinn sinn þar inn. Í mesta lagi. Væri ekki ráð að taka til í skúrnum, selja dótið í Kolaportinu eða á Facebook, græða smá peninga og minnka svo viðhaldskostn­ að á bílnum í leiðinni? Ég bara spyr og það á innsoginu. Ég myndi að minnsta kosti gera það – ætti ég bílskúr. PS. Ef ég væri í byggingabransanum þá myndi ég frekar smíða skemmur með nýjum rað- og einbýlishúsum og nota svo sem sölupunkt: „Fallegt einbýlishús til sölu, 50 fermetra skemma fylgir með. Fullkomin undir jólaskrautið úr Costco og gömul gúmmístígvél.“ Ætli þetta myndi slá í gegn? Maður spyr sig. Hvað er þetta eiginlega með Íslendinga og bílskúra? Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is Hin árlega bjórhátíð hófst á KEX hostel í gær, fimmtu­dag, en hátíðin stendur til klukkan ellefu á laugardagskvöld. Hátíðin er haldin í tilefni af 29 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum og hefur fjöldinn aldrei verið meiri en í ár. Þar má meðal annars nefna Austra, Beljanda, Jón Ríka, Lady Brewery, Malbygg, Mono, Öldur, Ölverk, ÖR Brewing Project og Ægisgarð en allt eru þetta ný brugghús sem hafa ekki tekið þátt áður. Á há­ tíðinni er boðið upp á bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga en meðal flytjenda eru til dæmis Margrét Erla Maack frá Reykjavík Kabarett, Emmsjé Gauti og Prins Póló. Efla og ýta undir innlenda og erlenda bjórmenningu Tilgangur hinnar Íslensku bjór­ hátíðar er að efla og ýta undir inn­ lenda og erlenda bjórmenningu, stuðla að bættari drykkjuháttum Íslendinga og efla fræðslu almenn­ ings á framleiðslu og kynningu á handverksbjór úr hágæða hráefni. Bjórhátíðin hefur það einnig að markmiði sínu að tengja bjór beint við mat og hvers konar matargerð þar sem þessi tvö hugtök eru ná­ skyld og eiga vel saman. Í fréttatilkynningu segir að há­ tíðinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðustu árin en eitt af markmiðum hennar er að koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjór­ áhugafólks og bruggara um allan heim á komandi árum. Miðasala hefur gengur vel og eru örfáir miðar til á slóðinni: www.kexland.is/beer-festival-2017 Mikil steMning fyrir bjórHátíðinni á keX bruggHúsin aldrei fleiri 18th Street Brewery, Aslin Beer Co., Austri, Barr, Beavertown Brewery, Beljandi, Black Project Spontaneous & Wild Ales, Bokkereyder, Borg Brugghús, Brewing Költur, Brewski, Brothers Brewery, BRUS, Civil Society Brewing Co, Cloudwater Brew Co., Collective Arts Brewing, Cycle Brewing, Einstök, Fonta Flora Brewery, de Garde Brewing, Garage Beer Co., Half Acre Beer Company, J. Wakefield Brewing, Járn og Gler / Malbygg, Jón Ríki, KEX Brewing, Lady Brewery, Lamplighter Brewing Co., Lord Hobo Brewing Company, Mantra Artisan Ales, Mikkeller, O/O Brewing, Mono, Half Brewing Co.People Like Us, Prairie Artisan Ales, Reykjavík Brewing Company, Smiðjan, Speciation Artisan Ales, Surly Brewing Company To Øl, Transient Artisan Ales, Vífilfell, Voodoo Brewing Co., Warpigs, Ægisgarður, Öldur, Ölvisholt, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Ölverk og ÖR Brewing Project. Vilja koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjóráhugafólks og bruggara dagskráin frá fÖstudegi Föstudagur, 23. febrúar 17.00 Önnur lota hefst og lýkur klukkan 20.00. 17.00 Raxtur í boði TVG Zimsen. 20.00 Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík, Hverfisgötu 12, 101 Reykjavík. 21.00 Emmsjé Gauti heldur tónleika á KEX Hostel ásamt hljómsveit. 23.00 Dagskrá lýkur á KEX Hostel. Laugardagur, 24. febrúar 11.00 Bjórhátíðarhlaup Mikkeller Running Club Reykjavík á KEX Hostel. 15.00 Bjórjóga í Gym & Tonic á KEX Hostel. Skráning á http://kexland.is. 16.00 Þriðja og síðasta lota hefst og lýkur klukkan 20.00. 16.00 Raxtur í boði TVG Zimsen. 20.00 Tap Takeover á Mikkeller & Friends Reykjavík, Hverfisgötu 12, 101 Reykjavík. 21.00 Prins Póló heldur tónleika á KEX Hostel. 23.00 Dagskrá lýkur á KEX Hostel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.