Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 49
 23. febrúar 2018 49 framleiðandi í Svíþjóð. Anna kenndi stuttan valáfanga við kvik- myndagerð í skólanum og þar fann Ragnar köllun sína þar sem hann leikstýrði og skrifaði handritið að sinni fyrstu stuttmynd. „Ég hafði ekkert vit á kvik- myndagerð þegar ég skráði mig í þennan áfanga hjá Önnu. Jú, ég horfði á bíómyndir eins og aðrir, en fram að þessu hafði ég ekki ímynd- að mér að kvikmyndagerð væri eitthvað sem maður gæti raun- verulega starfað við,“ rifjar hann upp og bætir við að um svipað leyti hafi myndirnar Sódóma Reykjavík og Wild at Heart haft mikil áhrif á þá ákvörðun hans að vilja starfa á þessum vettvangi. Þær voru báðar gerðar af Íslendingum, – Sódómu Reykjavík var leikstýrt af Óskari Jónassyni, sem þá hafði nýlokið kvikmyndagerðarnámi í Englandi, og Sigurjón Sighvatsson framleiddi Wild at Heart hvar hinn eftir- minnilegi ofurtöffari Nicolas Cage fór með hlutverk Sailors Ripley í snákaskinnsjakkanum fræga. „Ég fór fimm sinnum í bíó til að sjá hana enda breytti hún einhverju hjá mér og það sama gilti um Sódómu. Með þessum myndum fannst mér íslensk kvikmynda- gerð taka stefnubreytingu enda höfðuðu þær báðar til yngri kynslóða og áttu þannig erindi við mig. Ég tengdi við þær og Óskar og Sigurjón urðu að ein- hvers konar fyrirmyndum sem gáfu mér von um að kvikmyndaleikstjórn væri eitthvað sem maður gæti raunverulega lagt fyrir sig.“ Fjölbreyttar fyrirmyndir og kerfin sem henta ekki öllum Ragnar leit dagsins ljós þann 15. september árið 1969. Hann sleit barns- skónum vestur á Súða- vík og er elstur þriggja bræðra. Fjölskyldan flutti í Mosó þegar Ragnar var ellefu ára og þar kláraði hann grunnskóla. Eftir það lá leiðin í Verslunarskólann í tvö ár en Ragnar fann sig ekki í því námi og skráði sig í Fjölbrautaskólann í Ármúla þaðan sem hann lauk stúdentsprófi. Hann þakkar það góðvild kennara sinna að hann fékk að ljúka stúdentsprófinu því öflugur námsmaður hafi hann aldrei verið. „Mér leið aldrei vel í skóla og það er í raun ástæða þess að ég fór ekki í framhaldsnám við kvikmyndagerð. Ég átti alltaf mjög erfitt með að sitja og gera eitthvað sem ég hafði engan áhuga á. Bók- færsla, danska og stærðfræði … og eitthvað þess háttar. Mér fannst þetta algjör tímasóun. Ég beit það hins vegar í mig að ég þyrfti að klára stúdentsprófið og þakka það góðmennsku kennara minna að það tókst því ég náði ekki öllum prófunum. Oft átta kennarar sig vel á því hvað hentar krökkum en fá ekki endilega að gera eitthvað í því þar sem kennarar þurfa að starfa samkvæmt ríkjandi hefðum í menntakerfi sem hentar alls ekki öllum. Fæst börn sækja í það að sitja kyrr í fimmtíu mínútur og læra stærðfræði. Það eru frekar undantekningar.“ Fjölbreyttar fyrirmyndir eru visst hugðarefni leikstjórans en sjálfur ólst hann upp á hefðbundnu íslensku sjómannsheimili og átti enga ættingja sem störfuðu við listsköpun. Umhverfið í Súðavík var einnig fremur menningars- nautt og ekki mikil hvatning þar. Tíu ára gamlar bíómyndir voru sýndar í Félagsheimilinu tvisvar í viku en tónleikar, leiksýningar og þess háttar uppákomur voru öllu sjaldgæfari. „Það voru engir listamenn í minni fjölskyldu þegar ég var að alast upp og þannig átti ég engar slíkar fyrirmyndir. Afi minn Ragn- ar var reyndar mjög listhneigður en hann lést þegar ég var um átta ára. Sá fæddist upp úr þar síðustu aldamótum. Átti fjölda barna og starfaði sem útvegsbóndi en var öflugur í leikfélaginu á öllum þorrablótum þar sem hann bæði leikstýrði og lék. Svo gaf hann út tvær eða þrjár ljóðabækur en auðvitað var þetta alltaf bara hobbí hjá honum. Ef þessi maður hefði fæðst sjötíu árum síðar er ekki ólíklegt að hann hefði bara orðið leikari eða rithöfundur en gamla Ísland var ekki mjög opið fyrir slíku. Listamenn? Það var bara mjög skrítið fólk, Kjarval og einhverjir sérvitringar sem ráfuðu um með penslana sína. „Bókvitið verður ekki í askana látið.“ Það var alltaf viðhorfið. Maður átti að fá sér „alvöru“ vinnu.“ Beinir kastaranum að misbrestum í samfélaginu Í dag eru eflaust mjög margir sem fagna því að Ragnar fékk sér aldrei „alvöru“ vinnu heldur lagði leikstjórnina fyrir sig. Vaktaserían og myndirnar Börn og Foreldrar slógu rækilega í gegn á sínum tíma og það sama gildir um Fanga sem hefur slegið öll met með fjórtán til- nefningum til Edduverðlaunanna eins og áður kom fram. Með verkum sínum hefur Ragn- ar gjarna leitast við að segja sögur nútíma Íslendinga sem eru svolítið utangarðs enda þykir honum mikilvægt að fjölbreyttar raddir fái að heyrast. Þannig gefist fleira fólki jafnframt tækifæri til að endur- spegla sjálft sig í listinni og það sé helsti tilgangur hennar. Hvort fólk nær að upplifa þessa tengingu í gegnum tónlist, bókmenntir eða kvikmyndir gildi einu. Aðal til- gangurinn sé þessi tilfinningalega huggun, skilningur og jafnvel gleði sem felst í því að mynda sterka tengingu við listir og sjá sjálfa/n sig endurspeglast í þeim. „Hvað er list? Í flestum Fór Fimm sinnum á Wild at Heart Wild at Heart og Sódóma Reykjavík höfðu mikil áhrif á Ragnar sem ákvað að gerast leikstjóri eftir að hafa hrifist af þessum myndum. „Eitt árið hafði utan­ ríkisþjónustan þrettán milljarða til ráðstöfunar og þar af fóru tuttugu milljónir í að kynna menningu og listir þjóðar­ innar. Tuttugu milljónir?“ „ mér leið aldrei vel í skóla M yn d Ei n ar r ag n ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.