Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 16
16 23. febrúar 2018fréttir n Fyrrverandi fíklar deila reynslusögum sínum n „Ég var komin í andlegt þrot“ U m sumarið missti ég stelpurnar frá mér. Stelpurnar voru teknar með lögregluvaldi. Í kjöl- farið reyndi ég að fremja sjálfs- morð.“ Þetta segir Guðrún Ósk Þóru- dóttir, ung móðir sem hefur loks haft betur eftir erfiða baráttu við áfengi og fíkniefni. Í upphafi þessa árs var ljóst að loka þyrfti göngudeild SÁÁ á Akureyri sök- um niðurskurðar. Göngudeildin á Akureyri hefur verið starfrækt frá árinu 1993 og hefur hún veitt ráð- gjöf og greiningu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á Norðurlandi. Mikil óánægja er ríkjandi meðal fólks vegna fyrirhugaðrar lokun- ar og stofnaður hefur verið undir- skriftalisti sem gengur nú manna á milli í þeirri von að hætt verði við. Mikil aukning hefur orðið á að- sókn í meðferðarheimili síðast- liðin ár og eru biðlistarnir langir. DV ræddi við fjóra fyrrverandi áfengis- og vímuefnasjúklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa nýtt sér þjónustu með- ferðarheimila hér á landi til þess að verða edrú. Blaðamaður ræddi við hvert og eitt þeirra um fyrri tíð og fékk góða innsýn í það hvernig líf fíkils í neyslu er. Byrjaði í neyslu þrettán ára gömul Guðrún Ósk Þórudóttir er fædd árið 1991 og ólst upp í Keflavík. Hún á í dag tvær ungar dætur og er um þessar mundir í endurhæf- ingu. „Ég byrjaði í neyslu þrettán ára gömul. Ég var í raun undir áhrifum allt þar til ég varð ólétt að eldri stelpunni minni, daginn áður en ég varð átján ára gömul,“ segir Guðrún, sem hefur upplifað hryllilega hluti á stuttri lífsleið. „Það var búið að reyna að senda mig á Stuðla en ég grenjaði mig þaðan út eftir nokkra daga. Barnavernd ákvað þá að senda mig í framhaldsskólann á Laug- um, sem hjálpaði ekkert. Þar var meira djamm, meira frelsi og engir forráðamenn.“ Guðrún olli fjölskyldu sinni miklum áhyggjum en hún lét sig reglulega hverfa. Þegar Guðrún var fjórtán ára gömul hóf hún svo að drekka áfengi og fór strax illa með vín. Áfengið átti svo eftir að leiða hana á aðrar og harðari slóðir. E-pillan meira spennandi en áfengi „Mér fannst e-pillan alltaf miklu meira spennandi en áfengi, mér fannst fulla fólkið alltaf bara vera ógeðslega asnalegt,“ segir Guðrún. „Eftir að ég byrjaði að drekka fór ég að missa æskuvinkonurnar og í staðinn kom eldra fólk sem var í harðari neyslu.“ Eftir fimm ára neyslu sem hafði ágerst hratt með tímanum upp- götvaði Guðrún að hún bar barn undir belti. Þegar barnið kom í heiminn árið 2010 tók annar öldu- dalur við en Guðrún var greind með mikið fæðingarþunglyndi. „Ég hætti í öllum fíkniefn- um á meðan ég var ólétt og ætl- aði mér alls ekki að halda áfram eftir fæðinguna. Það gekk ekki eft- ir. Mamma sá um stelpuna mína og ég var úti að drekka og sýndi henni engan áhuga. Ári síðar kynntist ég seinni barnsföður mínum og vorum við á tímabili eingöngu að drekka saman en ekki að neyta fíkniefna. Mamma var alltaf að passa og ég gerði allt til þess að deyfa mig. Ég átti ömurlega æsku, kem úr alkó- hólísku umhverfi og fékk það í arf.“ Aftur ólétt Guðrún hafði verið í sambandi í fjóra mánuði þegar hún varð á ný ólétt. Gekk meðgangan betur í þetta skiptið. „Meðgangan gekk rosalega vel og líka eftir að barnið kom í heim- inn. Hins vegar var barnsfaðir minn alltaf í neyslu svo við hætt- um saman. Mér fannst ég tengjast eldri stelpunni minni miklu bet- ur og ég gat haft þá yngri á brjósti. Ég lét alla neyslu eiga sig í um þrjá mánuði.“ Þetta var árið 2012. Guðrún var á leið til útlanda stuttu síðar og var Benidorm áfangastaðurinn. Þar tók Guðrún örlagaríka ákvörðun. Hún taldi að óhætt væri að drekka áfengi. En því hélt hún leyndu. „Ég taldi mér trú um að ég gæti vel drukkið, en ég gæti ekki neytt fíkniefna.“ Dæturnar teknar með lögregluvaldi Árið 2013 var Guðrún djúpt sökk- in í neyslu á ný. Hún hóf samband með barnsföður sínum og neyttu þau fíkniefna saman. Það átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar. „Um sumarið missti ég stelpurnar frá mér,“ segir Guðrún. „Stelpurnar voru teknar með lög- regluvaldi. Í kjölfarið reyndi ég að fremja sjálfsmorð.“ Guðrún var hætt komin og var á gjörgæslu í á annan sólarhring. Segir Guðrún að henni hafi verið vísað út og þurft á frekari aðstoð að halda en ekki fengið. „Það endaði auðvitað á því að ég fór að drekka á ný og harðar enn áður. Í rúmlega eitt og hálft ár drakk ég rosalega illa. Ég fékk íbúð frá félagsþjónustunni og ég gjörsamlega rústaði henni. Þarna fékk ég stelpurnar aftur til mín og var með þær hjá mér í um eitt og hálft ár. Ég missti þær svo aftur árið 2015.“ Að horfa á eftir börnunum var botninn. Við tók tímabil sem hún lýsir sem óhugnanlegu. Guðrún varð götustelpa og börnin sá hún ekki í sjö mánuði. „Ég gafst upp, ég var komin í andlegt þrot,“ segir Guðrún sem óskaði eftir að komast í áfengis- meðferð á Vogi. „Ég var enn í sam- bandi með barnsföður mínum og við ákváðum að fara í meðferð saman. Við náðum að vera edrú í um það bil sex mánuði.“ Guðrún bætir við að þau hafi ekki farið eftir því sem læknarnir á Vogi höfðu ráðlagt þeim og óheiðarleikinn var allsráðandi. „Við fórum til Spánar með fjöl- skyldunni og stelpurnar með okk- ur. Þetta átti að vera frábær fjöl- skylduferð fyrir börnin okkar en við duttum í það.“ Aftur tók við feluleikur og þar sem þau voru í eigin húsnæði komst neyslan ekki upp. Barna- vernd var reglulega í sambandi en þau sögðu starfsfólkinu þar ítrek- að ósatt. Ætlaði að sprauta sig með of stórum skammti Parið var í neyslu þar til í janúar 2017. Þá brotnaði Guðrún saman og opnaði sig um feluleikinn og neysluna sem hafði staðið alltof lengi yfir. „Ég fór að grenja og öskra á barnaverndarfulltrúann minn. Ég sagði að ég gæti ekki meira. Ég var að öskra á hjálp. Ég gekk út af þess- um fundi, börnin voru tekin og sett til tengdaforeldranna. Við tók rosalegt djamm í einn og hálfan mánuð. Ég man ekkert eftir þess- um tíma. Á endanum langaði mig til þess að enda þetta. Ég ætlaði að læra að sprauta mig og sprauta mig með of stórum skammti, því mér leið svo illa.“ Það var svo dag einn sem amma Guðrúnar kom í heimsókn. Hún táraðist þegar hún sá hvernig komið var fyrir ömmubarninu. Þá áttaði Guðrún sig á því hvað hún var að gera sjálfri sér og börnun- um. „Amma kom þarna með tárin í augunum. Það var erfitt að sjá ömmu sína særða. Ég gat ekki horft upp á það að sjá ömmu mína gráta Börnin tekin með lögregluvaldi „Ég bjó á götunni og ég heyrði ekki í stelpunum mínum í sjö mánuði. Guðrún Ósk „Ég byrjaði í neyslu þrettán ára gömul" MynD EinAr rAGnAr Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.