Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 10
10 23. febrúar 2018fréttir
„Við erum
mannapa-
hópur sem er að
reyna að eiga fín-
an bíl og líða vel í
fínum fötum.
Brennur fyrir stjórnmálum Þórlaug hefur áhyggjur af stöðunni
innan Pírata, þar sé margt reynslulítið fólk sem langi að breyta
heiminum.
Hispurslaus Þórlaug vill ekki sykurhúða það sem hún hefur að segja þar sem hún hafi áttað sig á að lífið er of stutt til að vera stillt og prúð.
vilja láta gott af mér leiða og að
vilja ekki koma nálægt þessu. Ég
hef hins vegar lofað stuðningsfólki
mínu að nafnið mitt verði í pottin-
um.“
Leiðtogakrísa hjá Pírötum
„Flestir sem voru í hópnum fyrir
kosningarnar síðast vilja halda
áfram vinnunni en það virðist vera
þannig að því meira sem fólk veit
um pólitík því minna langar það
að leiða lista.“ Hún segir þetta ekki
aðeins eiga við um Pírata. „Það er
alltaf að koma inn nýr og nýr bjarg-
vættur. Hjá Sjálfstæðismönnum
var það Halldór Halldórsson síð-
ast, góður maður sem hefur sinnt
sínu starfi vel, en núna er hann
ekki nýi gæinn. Fólkið sem hefur
unnið vinnuna fær ekki umboð því
það þarf alltaf að finna einhvern
nýjan. Við Píratar erum að brenna
okkur á þessu líkt og aðrir, að fá
inn einhver ný eða þekkt andlit
sem eiga að bjarga málunum.“
Eru Píratar í Reykjavík að leita
að bjargvætti?*
„Já, það er ákveðin leiðtoga-
krísa í gangi. Það vildi enginn vera
fyrstur til að stíga fram. Þegar ég
geri það fæ ég ákveðna skotskífu
á mig. Ég ætlaði að sýna sam-
fellu, þegar Halldór Auðar sagði
að hann ætlaði að hætta þá steig
ég upp neðar af listanum. Það var
ekki vinsælt í ákveðnum hópi inn-
an flokksins.“ Þórlaug segir Pírata
veikburða. „Við erum ungur og
veikburða flokkur, það er margt
fólk sem einfaldlega skortir starfs-
reynslu og er þarna því það langar
að breyta heiminum. Þeir sem eru
komnir sem reynsluna til að geta
það, þá langar ekki í starfið.“
Drama og togstreita
Þórlaug segir erfitt að halda utan
um nýjan stjórnmálaflokk. „Við
eigum Birgittu Jónsdóttur mikið
að þakka en það tók hana tvær at-
rennur að stofna stjórnmálaafl.
Við þurfum stöðugt að hugsa
hvort við séum að starfa eftir okk-
ar grunngildum. Við þurfum að
vita hvers vegna við eigum erindi
í borgarstjórn. Við erum ekki að
fara þangað því við erum jafnaðar-
menn, við erum að fara þangað því
við erum með ákveðna nálgun.“
Sem dæmi nefnir Þórlaug nálg-
un Pírata á jafnrétti kynjanna.
„Píratar líta ekki á þetta eins og
femínistar almennt, að það sé í
gangi stórt samsæri og valdajafn-
vægið sé ávallt konum í óhag. Við
horfum á valdahlutföllin, sums
staðar eru konur sterkar og annars
staðar veikar. Við erum núna að
stofa femínistafélag Pírata, það er
að valda heilmiklu drama og tog-
streitu. Ákveðinn hópur vill stofna
þetta félag og það er töluverð and-
staða við það meðal annarra hópa
innan flokksins. Það hefur ver-
ið mjög erfitt, mjög lengi að vera
femínisti innan Pírata.
Jafnaðarmenn eru enn að ríf-
ast um það hvort við höfum efni á
að skipta auðnum á meðan Píratar
eru að ræða tæknilega útfærslu á
því hvernig við förum að því,
það er til dæmis hugmyndin um
borgaralaunin.“ Þórlaug segir
erfitt að staðsetja Pírata á hægri-
vinstri skalanum því á sama tíma
og þeir vilja öflugt velferðarsam-
félag þá deili þeir sýn frjálshyggj-
unnar á ýmsum sviðum, þar á
meðal þegar kemur að sjálfsá-
kvörðunarrétti einstaklinga.
„Við erum mannapahópur“
Sósíalistar hyggjast bjóða fram
í borginni, Þórlaug segir Pírata
eiga litla sem enga samleið með
þeim. „Við búum alltaf á endan-
um í markaðssamfélagi þar sem
markaðurinn ræður þrátt fyrir að
við séum með verkalýðshreyfingu
sem eigi að virka. Við getum ekki
stokkað upp samfélagið þannig
að það sé einhver nefnd sem
ákveði hvers virði hlutirnir eru.
Meirihluti fólks myndi aldrei sam-
þykkja sósíalískt kerfi, það stríð-
ir gegn hugmyndum Pírata um
samræðustjórnmál, samfélagið
fer blandaða leið því enginn vann,
það var bara lýðræðið sem vann.“
Píratar eru í meirihlutasam-
starfi í Reykjavík með Samfylk-
ingunni, Vinstri grænum og Bjartri
framtíð, fyrir síðustu tvær þing-
kosningar hefur flokkurinn útilok-
að samstarf með Sjálfstæðisflokkn-
um. Eru Píratar þá ekki hreinlega
vinstri flokkur?*
„Já og nei. Við stöndum mjög
nálægt Viðreisn og Sjálfstæðis-
flokknum þegar kemur að hlutum
á borð við frelsi einstaklingsins,
við eigum frjálslyndið sammerkt
með þeim. Við eigum að mörgu
leyti samleið með vinstri flokk-
unum þegar kemur að viðhorfi
til valds. Við skipum okkur alltaf í
sveit með þeim valdalitlu. Gagn-
rýni okkar á markaðshagkerfið
snýr einmitt að þessum fasísku til-
hneigingum að taka alltaf afstöðu
með þeim sterka.“
Hvað áttu við með fasískum til-
hneigingum?*
„Það er mikið af þeim í við-
skiptalífinu. Það er þannig með
manneskjuna að við erum að nota
gáfurnar okkar til að svala mjög
frumstæðum þörfum. Við erum að
fara ótrúlega langar leiðir til þess
að ná okkur í maka. Sama á við
um mat. Við erum mannapahóp-
ur sem er að reyna að eiga fínan
bíl og líða vel í fínum fötum. Það er
hégómi og sókn í völd sem rekur
marga áfram í stjórnmálum. Ég sé
marga reyna að búa eitthvað til svo
það komist í fjölmiðla og að reyna
að hanka einhvern á einhverju.“
Auðvelt að gagnrýna
Píratar hafa verið gagnrýndir
fyrir framkomu sína, Þórlaug seg-
ir hollt fyrir flokkinn að þurfa að
taka ábyrgð líkt og í meirihluta-
samstarfinu í Reykjavík. „Það er
afar auðvelt að vera gagnrýnandi
og benda á hvernig aðrir gætu
gert betur, það er hægt að gera allt
betur. Við Píratar höfum stund-
um haldið að eitthvað búi að baki
einhverju máli þegar það er í raun
bara eitthvert klúður.“
Eru Píratar of fljótir að rísa upp
og garga „spilling“?*
„Nei, yfirleitt ekki. Það er þó
betra að spyrja og fá svarið að
allt sé eðlilegt en að spyrja aldrei
neins.“
Þórlaug segir áhrif Pírata í
borginni hafa farið langt fram úr
þeim sex prósentum sem flokk-
urinn hlaut í kosningunum, í dag
sé nauðsynlegt fyrir flokkinn að
fara lengra í áherslum sínum.
„Stjórnmálamenn í borginni hafa
verið tregir við að hverfaskipta
borginni meira, að færa þannig
lýðræðið nær fólkinu með því
að gera þjónustumiðstöðvar
hverfanna að eins konar ráð-
húsum. Samtalið fer nú mest
fram um umgjörð borg-
arinnar og flugvöll í stað
þess að tala um innihald
og borgarlífið.“
Tíminn er dýrmætur
Þrátt fyrir að Þórlaug brenni
fyrir stjórnmálum þá á hún
erfitt með að gera upp við
sig hvort hún hyggist
halda áfram eða
fara í önnur verk-
efni. „Ég hef far-
ið alla leið inn á
líknardeild. Það
að karpa um
einskis nýta
hluti er ekki
eitthvað sem
ég vil eyða tím-
anum mín-
um í. Það er
hægt að hafa
áhrif með
svo mörg-
um hætti, til
dæmis í gengum verkalýðshreyf-
inguna, hagsmunabaráttu eða Ör-
yrkjabandalagið, ég þarf ekki að
vera kjörinn fulltrúi. Það sem ég
vil gera er að halda Pírötum við
efnið, vitandi það að ég er að hafa
áhrif á samfélagið í heild.“
Það sem Þórlaug hefur núna er
frelsi. „Eftir allt sem ég hef geng-
ið í gengum þá sé ég núna hversu
mikið fólk sóar tímanum sínum.
Hafa áhyggjur af einhverju til-
gangslausu. Stressa sig yfir ein-
hverju. Ekki spá í af hverju það er
að gera eitthvað. Hangir á netinu
tímunum saman og montar sig.
Það áttar sig ekki á því hversu tím-
inn er dýrmætur.
Ég ætla að eyða mínum dýr-
mæta tíma í að hjálpa öðrum og
skapa. Ég nýt þess að búa eitthvað
til með þeim kröftum sem ég hef,
sauma, skera út, grafa í
moldinni, til þess var ég
hönnuð sem lífvera.
Ég hef orðið enn-
þá skrítnari en ég
var, hispurslausari og
dettur ekki í hug að
lifa lífinu mínu fyrir
einhvern annan.“ n