Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 62
62 fólk 23. febrúar 2018 Í Facebook-hópinn Iceland Carnivore Tribe-Kjötætur hafa safnast saman einstaklingar sem eiga það sameiginlegt sneiða fram hjá plöntuafurðum og kolvetnum og reyna eftir fremsta megni að borða eingöngu kjöt í þeim tilgangi að léttast og líða bet- ur. Þannig eru meðlimir að borða eingöngu kjöt í morgunmat. Fimm kíló farin Tónlistarmaðurinn Jógvan Han- sen var einn af þeim sem slógu til og ákvað að prófa kúrinn nú í byrj- un árs og neyta aðeins kjöts í jan- úar. Í viðtali við DV nú um miðjan janúar, þegar Jógvan var búinn að vera á kúrnum í rúmlega viku, hljómaði hann nokkuð jákvæður en efaðist þó um að þetta yrði einhver varanleg lífs- stílsbreyting. Þegar blaðamað- ur náði tali af honum til að vita hvern- ig hafi gengið vildi svo til að Jógvan einmitt að fá sér í salat. „Ótrú- lega fyndið, ég var einmitt að fá mér salat í fyrsta skipti í sex og hálfa viku. Ég hugsaði bara að ég nennti þessu ekki lengur og fékk mér Sesar-salat.“ Að eigin sögn er hann þó mikill kjötmaður og reyndist kúr- inn honum því ekki jafn erfiður og mörgum. „Fyrst maður var að fara í einhvern kúr til að byrja með þá virkaði þessi eðlileg- astur fyrir mér. Ég elska kjöt. Þetta er eins einfalt og svona kúrar gerast. Þetta var líka fínt til að núll- stilla sig, hætta að borða endalaust af brauði.“ Hann segir að þetta hafi al- mennt gengið vel. „Ég er búinn að léttast um fimm kíló. Og mér leið bara eins, ég fann ekki þannig mikinn mun á líðaninni. Annars er þetta mikið hugarfarið, fólki finnst alveg fáránlegt að maður sé bara að borða kjöt. Það var erfitt að sleppa kolvetnunum en ég myndi alveg mæla með þessu og gæti vel hugsað mér að gera þetta aft- ur. Það er svo mikið af góðu kjöti til, hérna á Íslandi er eitt besta kjöt sem hægt er að fá.“ En var ekki dýrt að borða bara kjöt? „Ég hef ekki skoðað það ná- kvæmlega en ég til dæmis keypti minna af drasli eins og sósu sem maður notar kannski bara tvær skeiðar af og svo fer hún í ruslið. Jú, kjöt er kannski örlítið dýrt en ég hugsa að ég hafi ekki eytt meiri pening því ég sóaði minna. Svo fannst krökkunum mínum alveg frábært að fá beikon í morgunmat alla daga!“ Varð orkumeiri Ævar Austfjörð, stofnandi hóps- ins, hafði áður tileinkað sér lág- kolvetna lífsstílinn með ágæt- um árangri. Hann langaði þó að prófa eitthvað nýtt og ákvað fyrst að sleppa öllum plöntuafurðum í janúar í fyrra. Það fór ágætlega í hann svo hann hellti sér í frek- ari rannsóknir og komst þannig í kynni við Shawn Baker, sem sjálf- ur var nýbyrjaður að borða ein- göngu kjöt. Baker auglýsti svo stuttu síðar eftir fólki sem væri til í að láta reyna á þetta í 90 daga og ákvað Ævar að slá til. Hann sér ekki eftir því en hann hefur misst 13 kíló síðasta hálfa árið og segist hafa mun meiri orku ásamt því að svefninn sé kominn lag. Myndirnar í hópnum hafa þó vakið athygli fyrir að vera margar frekar ókræsilegar. Ævar hlær og slær á létta strengi. „Mér þykir nú myndirnar flestar girnilegar,“ en bætir svo glettinn við: „nema kannski þegar fólk er að sulla ein- hverjum plöntum á diskana.“ Þótt þetta séu umdeildar hug- myndir, sérstaklega nú þegar sí- fellt fleiri tileinka sér vegan eða grænmetisfæði, geta flestir verið sammála um að þessar myndir séu kannski ekki besta leiðin til sannfæra fólk um ágæti kjötætu- kúrsins. n Léttist um fimm kíló á 30 dögum Sjáðu ógirnilegt matarklám íslenskra kjötæta Þetta borða þeir í morgunmat: Steingerður Sonja Þórisdóttir ritstjorn@dv.is Jógvan Söngvarinn geðþekki borðaði eingöngu kjöt í mánuð og léttist um fimm kíló. Ævar Austfjörð Gallhörð kjötæta. „Eins pirrandi og þú ert oft, þá ertu þokkalegur núna“ Skemmtikrafturinn og snapparinn Hjálmar Örn Jóhannsson sýnir á sér nýja hlið í myndinni Fullir vasar sem frumsýnd er í dag. Hann settist niður, tæmdi vasana og svaraði nokkrum undarlegum spurningum fyrir lesendur DV. Lítt þekkt ættartengsl Kynfræðingur og þingmaður Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkr- unar- og kynfræðingur, hristi aldeilis upp í hugsun og kyn- hegðun Íslendinga þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum með fyrir- lestra og fræðigreinar sínar. Kynlíf og kynhegðun sem áður hafði verið feimnismál, þótti nú lítið tiltökumál að ræða við eld- húsborð landsmanna eða uppi í rúmi. Eitthvað sem þykir sér- stakt í dag þegar umræða um kynlíf og kynhegðun er orðin mjög opinber. Einn af frændum Jónu Ingi- bjargar, er „stóri frændinn“ Mörður Árnason, sjálfstætt starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður og fyrrver- andi þingmaður Samfylkingar- innar. Mörður er sjö árum eldri en Jóna Ingibjörg og móðir Marðar og faðir Ingu Jónu eru samfeðra. Móðir Marðar, Vil- borg Harðardóttir, og fað- ir Jónu Ingibjargar, Jón Reynir Eyjólfsson, eru börn Harðar Gestssonar. Jón Reynir ber hins vegar eftirnafn kjörföður síns, Eyjólfs Gíslasonar. Skemmtilegt er að á meðan Jóna Ingibjörg leggur áherslu á góð og jákvæð samskipti kynjanna í starfi sínu, þá virð- ast skapsmunir Marðar miklir. Segir Gunnar Birgisson, fyrr- verandi bæjarstjóri í Kópa- vogi og alþingismaður, svo frá í ævisögu sinni að hann hafi lagt það til við forseta Alþingis að Mörður yrði kost- aður á námskeið í mannlegum samskipt- um. Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Hjálmar? Ég er sáttur við Hjálmar og skemmtilegt að segja frá því að ég slapp alla grunnskólagönguna við að vera kallaður Bólu-Hjálmar. Hverjum líkist þú mest? Ég er ótrúlega líkur Ledley King, fyrrverandi fyrirliða Tottenham Hotspur. Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Að velja bland í poka, hef stundum verið kallaður Dr. Blandí. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? „Small talk“, væri geggjað ef allir Íslendingar myndu læra það í skóla. Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund krónum á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Dogma, væri kominn með tækifærisgjafir fyrir vini og ættingja næstu árin. Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum? Fyrirmynd rauðhærðra og mikill Tottenham-maður sem elskaði óhollan mat. Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni? Leyfa honum að smakka Sinalco. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Afmæli með Svavari Elliða ft. Hjálmar Örn. Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á? It's my party and i cry if i want to. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? I'm better – Missy Elliot. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Skott, strákar með langt hár niður á bak. Sakna þess. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Aldrei nokkurn tíma er mjög mathræddur. Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt? Hlutabréf í Millwall Football Club. Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið? Eins pirrandi og þú ert oft, þá ertu þokkalegur núna. Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta? Naga neglurnar, man ekki af hverju það var einhvern tímann gott. Hverju laugstu síðast? Að ég væri 105,9 kíló, ég er 106,6. Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði? Rotturækt. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Ricky Gervais. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Þegar einhver sötrar eitthvað. Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag? Ruhollah Khomeini, mér fannst hann alltaf þvílíkt jólalegur kall og góðlegur en annað kom á daginn. Hver er mest kynæsandi teiknimynda- persónan? Betty Rubble, konan hans Barney í Flinstones. „What a lady!“ Í hvaða íþróttagrein finnst þér að kepp- endur ættu að leika ölvaðir? Krikket, myndi hjálpa þeim að komast í þennan hræðilega leik. Hvað verður orðið hallærislegt eftir fimm ár? Vonandi hár. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Peter í Family Guy. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Fara í joggingbuxum og spariskóm út í búð, mjög frelsandi. Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði? Ertu að verða veikur? Og hvað gerist þá? Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Ís- lands hönd og Donald Trump verða myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir? Það eru góðar líkur á að Frikki Dór vinni Euro einn daginn, Trump er orðinn verulega tæpur en Lagarfljótsormurinn er „HUGE!“ hin hLiðin Jóna Ingibjörg Mörður Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.