Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 64
23. febrúar 2018
8. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Í bláum
skugga, af
broshýrum
reyr?
Auðvelt að versla á byko.is
Au
glý
sin
gin
er
b
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r o
g/
eð
a m
yn
da
br
en
gl.
T
ilb
oð
gi
ld
a 2
2.
-2
6.
fe
br
úa
r o
g á
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t.
*H
ám
ar
k 3
lit
ap
ru
fu
r á
h
ve
rn
vi
ðs
kip
ta
vin
-
ein
gö
ng
u
Kó
pa
l li
ta
pr
uf
ur
/tí
sk
ul
iti
r.
FRÁBÆR Málum saman!
HELGAR-
ILBOÐ 22.-26. febrúar
Kópal Glitra
10% gljástig. Silkifín áferð sem
laðar fram smáatriðin í samspili
ljóss og skugga.
4.395
86620040
Almennt verð: 6.295
30%
afsláttur
4
lítrar
30%
afsláttur
Kópal loftamálning
er sérlega gerð til að mála loft
innanhúss og hentar einkar vel þar
sem birtan gerir miklar kröfur um
jafna áferð.
9.795
86638283
Almennt verð: 13.995
10
lítrar
Fia rúlla
og bakki, 25cm.
695
84100160
Almennt verð: 995
Kópal Akrýlhúð
Gerlavarin, þolir vel rakaálag og
hefur mjög góða viðloðun. Einkum
ætluð þar sem mikið raka- og
þvottaálag er til staðar
5.995
86233040
Almennt verð: 8.795
32%
afsláttur
4
lítrar
Öll gljástig
30%
afsláttur
25
cm
Fáðu fría Kópal litaprufu - prófaðu litinn heima áður en þú tekur ákvörðun*
MARKAÐS-
DAGAR Gerðu frábær kaup!Komdu og gramsaðu!
Það er
staðreynd að …
… Ísland tekur á
móti helmingi fleiri
ferðamönnum en
ferðamannapara-
dísin Arúba í
Karíbahafinu.
… ef þú ert með veikan
eða slasaðan einstakling í bílnum
þínum þá máttu nota hvíta veifu í
neyðarakstri.
… nokkrir veitingastaðir hér á landi
bjóða upp á snigla í forrétt. Enginn
býður upp á orma.
… enginn veit hversu
margir kettir eru á
Íslandi. Eða kanínur.
Hundar eru rúmlega 17
þúsund.
… að fólk á aldrinum 50
til 80 ára er líklegra en
fólk undir fimmtugu til
að horfa á RÚV. Það
horfir líka mun meira á
línulegt sjónvarp.
… að ef þú ert í Miðflokknum er mjög
líklegt að þú eigir kort í Costco.
Svanur Herberts sá fljúgandi furðuhluti
T
ónlistarmaðurinn Svanur
Herbertsson á ekki langt
að sækja hæfileikana
enda sonur hins ástsæla
söngvara Herberts Guðmunds-
sonar. Hann gefur á næstu dögum
út sína fyrstu sólóplötu sem heitir
UFO. Hann segir í samtali við DV
nafnið sé engin tilviljun heldur
vísun í örlagaríkt kvöld þegar hann
sá merki á himnum og týndi tíma.
„Ég fór út fyrir bæjarmörkin
þar sem lítið er um ljósmengun til
að ná ljósmyndum af norðurljós-
um og stjörnum. Og maður þarf
venjulega ekki að horfa lengi upp
í himininn fyrr en maður sér eitt-
hvað rosalegt. En þetta kvöld varð
að einhverju magnaðasta „upp-
lifelsi“ sem ég hef lent í á ævinni.
Ótrúlega falleg norðurljós döns-
uðu um himininn og áður ég vissi
af því blöstu við mér fyrst einn og
svo tveir og svo þrír og að lokum
sjö ótrúlega falleg hvít hringlaga
ljós skínandi ótrúlega bjart í gegn-
um norðurljósin,“ segir Svanur.
Hinu undarlega atviki lauk ekki
þarna. Hann segir að ljósin hafi
myndað norræna rún sem tákn-
ar sigur. „Þetta virtist ég vita því
ég fékk eins konar hugboð um
hvað þetta táknaði. Ég upplifði al-
veg yfir þyrmandi ást þegar ég sá
þetta. Það er ótrúlega erfitt að lýsa
tilfinningunni en það eina sem ég
get sagt er að það var gríðarlega
mikil „nærvera“. Eftir atvikið rank-
aði ég við mér og þrír klukkutímar
höfðu liðið þannig að ég upplifði
það sem kallast „missing time“
eða týndan tíma sem er víst eitt af
einkennum þess að komast í kynni
við FFH,“ segir Svanur.
Svanur segir að atvikið hafi haft
gríðarleg áhrif á hann og hann hafi
meðal annars fengið sér tattú af
fljúgandi furðuhlut. „Ég hef alltaf
haft gríðarlega mikinn áhuga á
fljúgandi furðuhlutum, fyrir og eft-
ir þetta örlagaríka kvöld sem breytti
lífi mínu fyrir fullt og allt, og þessi
merki sem ég sá í himninum hafa
haft gríðarlega mikil áhrif á bæði
þema plötunnar minnar, augljós-
lega nafnið á plötunni, textana og
plötuumslagið,“ segir Svanur.
Til gamans má geta þess að
Svanur er ekki fyrsti íslenski tón-
listarmaðurinn sem hefur lýst
reynslu af fljúgandi furðuhlutum.
Pálmi Gunnarsson og Magnús Ei-
ríksson hafa áður sagt frá því þegar
þeir voru brottnumdir af geim-
verum á Snæfellsnesi. Þeir höfðu
reykt hass og sofnuðu í heitri sum-
arsól. Vöknuðu þeir sjö tímum síð-
ar í nákvæmlega sömu stellingum.
Þá sagði Magnús: „Undir öllum
venjulegum kringumstæðum
hefðum við átt að vera skaðbrunn-
ir […] en ég var nákvæmlega jafn-
fölur og þegar ég lagðist til svefns.
Við Pálmi vöknuðum alveg á sama
augnablikinu.“ n
hjalmar@dv.is
Hvað segir pabbi?
Guðjón Davíð Karlsson,
betur þekktur sem
Gói, hefur í nógu að
snúast þessi miss-
erin. Hann þótti
sýna stjörnuleik
í Risaeðlunum.
Þá leikur Gói eitt
aðalhlutverkanna í
kvikmyndinni Lof
mér að falla, en
næst verður hægt
að sjá hann í sýn-
ingunni Slá í gegn. En
hvað segir pabbi um
þennan upptekna mann,
en faðir Góa er séra Karl
Sigurbjörnsson biskup.
„Gói hefur alltaf verið einstakur
gleðigjafi og góður drengur. Glaðsinna
og ljúfur húmoristi, hreinn og beinn,
heiðarlegur og samviskusamur. Ótrú-
lega vinnusamur og vandvirkur í öllu
sem hann tekur sér fyrir hendur. Frjór og
skapandi listamaður. Hann hefur miklu
að miðla og á afar gott með að vinna
með fólki. Hann er frábær kokkur og
örlátur gestgjafi. Það hefur verið mikil
gleði að fylgjast með því hvað hann
sinnir vel fjölskyldunni sinni í öllum
sínum miklu önnum. Ég er og hef alltaf
verið mikið stoltur af honum.“