Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 33
Allt fyrir bílinn 23. febrúar 2018 KYNNINGARBLAÐ
Bíl-Pro er löggilt verkstæði á sviði bílaréttinga og bíla-málunar og veitir bíleigend-
um sem lenda í árekstri ákaflega
faglega, þægilega og heildstæða
þjónustu. Þeir rétta og sprauta
allar tegundir bíla. Bíl-Pro er
með samstarfssamninga við öll
tryggingafélögin og notast við
Cabas-tjónamatskerfi sem er
tengt miðlægum gagnagrunni
allra tryggingafélaga. Þeir vinna
ávallt eftir viðgerðaleiðbeiningum
framleiðanda til þess að öku-
tækið sem lent hefur í tjóni verði
jafngott og það var fyrir árekstur.
Ferlið hefst með því að bíleig-
andi hefur samband í síma 555-
1260 eða á vefsíðunni bilpro.
is. Síðan kemur hann með bílinn
á staðinn og tjónið er metið og
gefinn tími fyrir viðgerð. Tjóna-
matið gengur hratt og örugglega
fyrir sig og ekki þarf að bóka
tíma í það. Bíl-Pro er staðsett í al-
faraleið, að Viðarhöfða 6, 110 Reykja-
vík. Bíl-Pro útvegar bíleigandanum
bílaleigubíl til afnota á meðan viðgerð
stendur yfir ef hann kýs það. Þar af
leiðandi þarftu eingöngu að koma
til Bíl-Pro og sjá þeir um allt ferlið
frá upphafi til enda. Viðgerðir felast
í bílasprautun, réttingum, plastvið-
gerðum, framrúðuskiptum og fleiru –
allt eftir eðli tjónsins. Viðgerðartími er
í flestum tilvikum 3–5 virkir dagar en
getur lengst ef tjónið er mikið.
Í Bíl-Pro eru starfsmenn fjórir
talsins í fullu starfi á verkstæðinu og
búa yfir mikilli þekkingu og áratuga
reynslu. Annar eigandinn, Eiður Már
Guðbergsson, er með meistarabréf í
bæði bifreiðasmíði og bílamálun, hinn
eigandinn, Þröstur Jarl Sveinsson, er
meistari í bifreiðasmíði. Starfsmaður
á verkstæðinu er með sveinsbréf í
bílamálun og annar starfsmaður er
nemi í bifreiðasmíði. Auk þess sækja
þeir allir endurmenntunarnámskeið
reglulega hérlendis sem erlendis,
þannig að símenntun er hluti af starf-
inu.
Fyrir utan fagþekkingu og
fyrsta flokks vinnubrögð not-
ast Bíl-Pro eingöngu við besta
mögulega búnað og efni. Við
bílasprautun er notaður fullkom-
inn sprautuklefi og umhverfis-
vænt bílalakk frá þýska gæða-
merkinu Spies-Hecker sem er með því
fremsta á markaðinum í dag. Einnig
er notast við sérstakan skanna sem
finnur rétta litinn á bílinn. Til réttinga
er notast við réttingabekk frá Celette
sem er með tölvumælingu.
Enn fremur notast fagmennirnir
hjá Bíl-Pro við bestu suðugræjurnar
á markaðinum í dag, punktsuðuvél-
ar, álsuðuvélar og koparsuðuvélar.
Fólk vill helst fá bílinn sinn betri til
baka en hann var fyrir tjónið og þeir
fjórmenningar tryggja að svo verði.
Fagmennska í fyrirrúmi og áhersla á
fljótlega og góða þjónustu.
Sem fyrr segir er Bíl-Pro til húsa
að Viðarhöfða 6. Opið er virka daga
frá kl. 8 til 17. Nánari upplýsingar má
nálgast á bilpro.is og á Facebook-
síðu fyrirtækisins.
BÍl-PRO: BÍlAMáluN OG RéTTiNGAR
Vel tekið á móti manni og
fyrsta flokks þjónusta