Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 57
menning 5723. febrúar 2018
Metsölulisti Eymundsson
Vikuna 14. - 20. febrúar
Vinsælast í bíó
Helgina 16. - 18. febrúar
1 Þorsti - Jo Nesbø
2 Þitt annað líf -Raphaëlle Giordano
3 Uppruni - Dan Brown
4 Óþægileg ást - Elena Ferrante
5 Mojfríður einkaspæjari - Marta
Eiríksdóttir
6 Elín, ýmislegt (kilja) - Kristín
Eiríksdóttir
7 Núvitund - Mark Williams
8 Stóra bókin um Hvolpasveitina -
Mary Tillworth
9 Óvelkomni maðurinn - Jónína
Leósdóttir
10 Myrkrið bíður - Angela Marsons
1 Kendrick Lamar - Black Panther -
The Album
2 Floni - Floni
3 JóiPé & Króli - GerviGlingur
4 Herra Hnetusmjör - KÓPBOI
5 Ýmsir - Söngvakeppnin 2018
6 Migos - Culture II
7 Ed Sheeran - ÷
8 Sam Smith - The Thrill Of It All
9 Post Malone - Stoney
10 Ýmsir - The Greatest Showman
1 Black Panther
2 Lói - Þú flýgur aldrei einn
3 Fifty Shades Freed
4 Paddington 2
5 Shape of Water, The
6 Three Billboards
Outside Ebbing, Missouri
7 Darkest Hour
8 Bling
9 The Post
10 Jumanji
Vinsælustu plöturnar
Vikuna 14. til 20. febrúar
„Hættan sem blasir við [...]
er að gyðingdómur og Islam
verði gerð að glæpsam-
legum trúarbrögðum og að
einstaklingar sem aðhyllast
þau verði bannaðir hér á landi
eða óvelkomnir“
– Agnes M. Sigurðar-
dóttir, biskup Íslands
„Þetta getur leitt til þess
að fólk framkvæmi slíkar
aðgerðir sjálft í óviðeigandi
umhverfi, hugsanlega til
skaða fyrir barnið.“
– Mansoor Ahmad Malik, ímam
Múslimafélags Íslands
„Óneitanlega hljótum við að
velta fyrir okkur hvort þetta sé
hluti af trúfrelsi. Hvort það að
breyta líkama barnanna þinna
geti fallið fallið undir trúar-
skoðun eða trúfrelsi.“
– Margrét Steinarsdóttir,
framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu Íslands
„Umskurn er ekki
bönnuð í neinu
landi í heiminum
í dag. Þetta
setur hættulegt
fordæmi sem gæti
haft áhrif á önnur lönd.“
– Melchior-bræðurnir, leiðtogar
gyðinga á Norðurlöndum
Siðurinn hefur þó að mestu leyti
haldist, og það er kannski ekki
síst vegna annarra hliðaráhrifa
hans. Umskurðurinn hefur meðal
annars gegnt því hlutverki að sam
eina Gyðinga og aðgreina frá öðr
um samfélögum á sýnilegan hátt,
verið líkamlegt tákn um að þeir
séu annars eðlis en aðrir menn –
hin Guðs útvalda þjóð. Það er ekki
síst sú sannfæring sem hefur gert
þeim kleift að halda í einkenni sín
og menningu í árhundruð án sam
eiginlegs heimalands.
Blaðamaður DV ræddi við
Gunnlaug A. Jónsson, prófess
or í guðfræði við Háskóla Íslands,
sem segir það til marks um mikil
vægi athafnarinnar í trú Gyðinga
að hana má jafnvel framkvæma á
hvíldardaginn og helgasta degi í
gyðinglegri trú Yom Kippur: „þessi
athöfn er algjört grundvallaratriði
í gyðingdómi.“
Kristnir hætta að umskera
Gunnlaugur segir siðurinn hafi
hins vegar verið umdeildur strax
í frumkristni og fljótt horfið. „Það
kemur fram í Nýja testamentinu að
Jóhannes skírari, Jesús frá Nasar
et og Páll postuli hafi allir verið
umskornir. En Páll, sem segja má
að hafi verið höfuðguðfræðingur
frumkristninnar gerði upp við um
skurnina eins og svo margt annað í
gyðingdómi. Hann sagði umskurn
engu skipta heldur væri aðalat
riðið í samfélaginu við Jesú Krist
„trú sem verkar í kærleika.“ Þannig
að umskurn varð strax í upphafi
kristninnar útlæg gerð á þeim vett
vangi þó að tekist væri á um hana
í upphafi.“
Umskurður drengja hefur hins
vegar haldist sem hluti af trúar
siðum nokkurra kristinna hópa
svo sem Kopta í Egyptalandi og
eþíópísku rétttrúnaðarkirkjunni.
Þá spunnust á miðöldum upp ýms
ar sögur um hina afskornu forhúð
Jesú Krists og kváðust þónokkr
ar kirkjur í Evrópu hafa forhúðina
í fórum sínum og átti hún að vera
uppspretta mikilla kraftaverka.
Umskurður Krists hefur þá verið
viðfangsefni fjölmargra málverka,
ekki síst á endurreisnartímanum.
Umskurður var strax frá upp
hafi hluti af íslam eftir að hún
þróaðist út frá kristni. Aðgerðin ku
hafa verið framkvæmd af hirðingj
um á Arabíuskaganum löngu áður
að Múhameð breiddi kenningar
sínar um svæðið – og rímar það
við kenningar um gagnsemi um
skurðar fyrir hreinlæti á heitum
eyðimerkursvæðum.
Blaðamaður DV ræddi við
Kristján Þór Sigurðsson, doktors
nema í mannfræði, sem nú rann
sakar samfélag múslima í Ís
landi. Hann segir að ólíkt því sem
Gyðingar álíta sé umskurðurinn
ekki algjört skilyrði fyrir því að telj
ast múslimi: „Það er ekki eining
um þetta meðal múslímskra
fræðimanna en strangt til tek
ið er umskurn drengja ekki trúar
leg skylda hjá múslimum, það er
til dæmis ekkert um þessa að
gerð í Kóraninum,“ segir Kristján
Þór. „Umskurn drengja er þó al
geng meðal múslima, en þó frekar
sem menningarleg hefð, og fyrst
og fremst sem staðfesting á því að
þeir tilheyri ákveðnu samfélagi.“
Spornað gegn sjálfsfróun
Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismála
stofnunarinnar frá árinu 2007
segir að um þriðjungur karl
manna í heiminum sé umskor
inn. Umskurðurinn er þó ekki
næstum því alltaf framkvæmd
ur vegna trúarsetninga. Á 18. og
19. öld fóru læknar í Bretlandi og
síðar Bandaríkjunum að mæla
með umskurði af heilsufarslegum
ástæðum. Kristnir menn höfðu
lengið talið sjálfsfróun syndsam
lega og með upplýsingunni fóru
læknar að færa vísindaleg rök fyr
ir því að sjálfsfróun hefði slæmar
heilsufarslegar afleiðingar, gæti
ekki bara leitt til geðkvilla heldur
ýmissa annarra sjúkdóma. Um
skurður átti að koma í veg fyrir
slíka hegðun, en einnig stuðla að
hreinlæti og minnka hættuna á
ýmsum kynsjúkdómum og jafn
vel krabbameini.
Á fyrri hluta 20. aldarinnar var
umskurður orðinn algengur víða
um heim, ekki síst í Bandaríkjun
um þar sem nánast allir drengir
voru umskornir um miðja öldina,
en einnig löndum eins og Suður
Kóreu og Filippseyjum. Þó að um
skurður hafi verið á undanhaldi
undanfarna áratugi er enn í dag
meira en helmingur bandarískra
drengja umskorinn – eða um 55
prósent samkvæmt tölum frá
aldamótum. Foreldrar láta þá oft
ar en ekki framkvæma aðgerðina
til að koma í veg fyrir að drengur
inn upplifi sig óvenjulegan.
Læknar ennþá ósammála
Enn í dag deila læknar um hvort
umskurður drengja hafi jákvæðar
heilsufarslegar afleiðingar sem
réttlæti aðgerðina. Stuðnings
menn segja umskurð vera óveru
lega aðgerð sem auðveldi hrein
læti, geri smit kynsjúkdóma (og til
að mynda HIV) erfiðara og minnki
líkur á ýmsum öðrum kvillum.
Aðrir telja slíka kosti óverulega
miðað við aðgerðina sjálfa sem
þeir segja mjög sársaukafulla fyrir
nýfæddan dreng og bjóði smit
hættu heim, sérstaklega þegar
aðgerðin er framkvæmd í heima
húsi. Það að auki geti aðgerðin
leitt til ýmissa óþæginda síðar á
lífsleiðinni, enda gegni forhúðin
því hlutverki að vernda kóng lims
ins og þar séu taugaendar sem
hafi áhrif á næmi kynfærisins.
Það sem skiptir þó kannski
hvað mestu í máli þeirra sem eru
andsnúnir umskurðinum eru sið
ferðilegu rökin, það sem þeir álíta
vera brot á sjálfsákvörðunarrétti
einstaklinga yfir eigin líkama – en
í dag er það í huga margra algild
mannréttindi. Þar sem ekki er um
að ræða nauðsynlega – og jafn
vel þvert á móti óæskilega – að
gerð er það álitið brot á réttind
um barnsins að framkvæma hana
án upplýsts samþykkis. Á þessum
forsendum hafa umboðsmenn
barna á Norðurlöndum hvatt til
þess að aðgerðin sé bönnuð.
Á móti hefur svo verið að bent
að slíkar ákvarðanir séu teknar
nær daglega fyrir börn án þess að
þau séu spurð álits, háls og nef
kirtlar barna séu fjarlægðir og þau
bólusett – allt í þeim tilgangi að
tryggja heilsu og velferð barnanna.
Mannréttindi eða fjölmenning
Umskurður er einhver elsta og
algengasta skurðaðgerð sem fram
kvæmd er í heiminum í dag. Vegna
sögulegra ástæðna og lítilla samfé
laga múslima og Gyðinga í landinu
er Ísland líklega eitt af þeim lönd
um þar sem umskurður er hvað
sjaldnast framkvæmdur. Engu að
síður gæti það orðið fyrsta landið
til að banna slíkar aðgerðir með
frumvarpinu sem lagt hefur verið
fram á Alþingi – en samkvæmt því
verða viðurlög við því allt að sex
ára fangelsi.
Frumvarpið hefur vakið upp
sterk viðbrögð bæði heima og er
lendis, þar sem læknar, barna
verndaryfirvöld, trúarleiðtogar
og fjölmargir aðrir hafa tjáð skoð
anir sínar. Rökin með frumvarp
inu eru eins og áður segir bæði
heilsufarsleg, varða barnavernd
og sjálfsákvörðunarrétt einstak
linga yfir eigin líkama.
Gagnrýnendur hafa líka gripið
til læknisfræðilegra raka, en
meginrökin eru þó oftar að lög
in brjóti gegn réttindum tiltek
inna trúarhópa til að iðka trú sína
og hefðir. Þeir segja að lögin muni
fyrst og fremst bitna á minnihluta
hópum í íslensku samfélagi, hóp
arnir muni upplifa sig óvelkomna
og jafnvel útlæga úr íslensku sam
félagi – lagafrumvarpið sé því for
dómafullt og útilokandi.
Þessi deila er á margan kennslu
bókardæmi um þau menningar
átök sem eiga sér æ oftar stað í
vestrænu fjölmenningarsamfélagi
nútímans, milli gilda hinnar ráð
andi vestrænu menningarheildar
annars vegar og annarra smærri
menningarhópa hins vegar.
Áhersla á það sem frá miðri 20.
öld hafa verið skilgreind sem al
gild mannréttindi hvers einstak
lings stangast í mörgum tilfellum á
við fornar hefðir annarra hópa og
menningarsamfélaga.
Þarna virðist hnífurinn standa
í kúnni. Ef frumvarpið verður
samþykkt óbreytt munu lögin
standa vörð um rétt einstaklings
til sjálfs ákvörðunar yfir eigin lík
ama en það verður hins vegar á
kostnað minnihlutahópa, trúar
þeirra, hefða og samsömun
ar með íslensku samfélagi. Í við
leitni sinni til að vernda öll börn
fyrir ónauðsynlegum líkamlegum
sársauka útilokar velferðarríkið
heila menningarhópa frá þátttöku
í samfélaginu. n
Umskurðarathöfnin sem kölluð er „Brit milah“ á hebresku er ein
mikilvægasta athöfnin í trúarlífi Gyðinga. Eins og í hinni kristnu
skírn er nafngjöf hluti af athöfninni sem á hins vegar að fara fram
átta dögum eftir fæðingu sveinbarns ef þess er kostur – ef heilsa
barnsins leyfir ekki skal fresta athöfninni þar til átta dögum eftir
að barnið er orðið hraust.
Athöfnin er ýmist framkvæmd á heimilum fólks, í samkunduhús
um Gyðinga, eða á sjúkrahúsum. Ef hún fer fram á sjúkrahúsi er það
hjúkrunarfræðingur sem framkvæmir sjálfan umskurðinn en annars
er það sérstakur umskurðarmeistari, kallaður „mohel“, sem hefur
fengið bæði trúarlega menntun og leiðsögn í síkum skurðaðgerðum.
Hefðirnar eru ólíkar í mismunandi samfélögum Gyðinga og má
til dæmis nefna að hjá ákveðnum hópum bókstafstrúaðra Gyðinga
er hefð fyrir því að mohel stöðvi blæðinguna með því að sjúga sár
ið, en þetta er þó mjög óalgengt í dag.
Það er mikilvægt að þegar athöfnin fer fram sé tómur stóll sem
er ætlaður spámanninum Elíasi, en hann er verndari slíkra að
gerða samkvæmt gyðingdómi.
Umskurður
og nafngjöf
Samningurinn við Guð undirritaður í Brit milah
„Umskurn drengja
er algeng meðal
múslima, en þó frekar
sem menningarleg hefð,
og fyrst og fremst sem
staðfesting á því að
þeir tilheyri ákveðnu
samfélagi.
Jesús umskorinn
Jesús Kristur var
umskorinn eins og
aðrir Gyðingar. Á
miðöldum spunnust
upp margar
goðsagnir um hina
kynngimögnuðu
forhúð frelsarans.