Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 18
18 23. febrúar 2018fréttir F arsinn á Spáni, mál Sunnu Elviru Þorkelsdóttir, heldur áfram að vinda upp á sig og taka nýjar stefnur. Eigandi bílaleigu á Spáni hefur hótað að kæra Sunnu og föður hennar fyrir bílþjófnað. Steve Hicks, eigandi bílaleigunnar, staðfestir það í sam­ tali við DV. Kjaftasögur á kreiki Kjaftasögur berast á milli manna og taka breytingum og góðir sögu­ menn bæta jafnvel í áður en þeir hvísla henni til næsta manns í heita pottinum eða í matarhléinu í vinnunni. Sumir halda fram að Sunna hafi hent sér sjálf niður af annarri hæð í glæsihýsinu á Mar­ bella á meðan aðrir eru vissir um að þarna hafi verið um að ræða handrukkun sem fór úrskeið­ is. Sjálf hefur Sunna sagt að um hafi verið að ræða slys og þau hafi verið þrjú heima, hún, Sigurður Kristinsson og barnið þeirra. Hún er viss um að Sigurður hafi ekki slasað hana en kveðst ekki muna eftir hvað hafi gerst. Aðrir vilja meina að Sunna sé höfuðpaurinn í málinu og sé að fara með ósann­ indi í hverju orði. Fáir taka mark á slíkum ljótum sögum. Ljóst er að Sunna er fórnarlamb og hefur slasast alvarlega og þarf nauðsyn­ lega á læknisþjónustu að halda svo von sé að hún nái bata. Þá er ein saga sem hefur borist oftar en einu sinni inn á íslenska fjölmiðla og hún er að Annþór Kristján Karlsson hafi verið valdur að slysinu. Annþóri sárnar sú um­ ræða og skilur hvorki upp né nið­ ur í þessum kjaftasögum. Hann hafi ekki farið til útlanda í marga mánuði. Þjóðin hefur fylgst agndofa með málinu eins og áður segir. Sunna Elvira liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga eftir að hafa að hafa fallið milli hæða á heim­ ili sínu í spænsku borginni. Hefur hún biðlað til íslenskra yfirvalda um aðstoð við að komast á betra sjúkrahús sem getur veitt henni nauðsynlega meðferð við meiðsl­ um hennar. Spænsk lögreglu­ yfirvöld hafa þó virt þær óskir að vettugi og segir Sunna Elvira að henni sé í raun haldið í gíslingu þar ytra. Það sé gert til þess að setja pressu á hana um að veita upplýsingar um umfangsmikið fíkniefnamál, kennt við Skáksam­ band Íslands, sem eiginmaður Sunnu Elviru, Sigurður Kristins­ son, er flæktur inn í. Skáksmyglsmálið svokallaða hófst þegar pakki frá Spáni barst til skrifstofu Skáksambands Íslands í Faxafeni. Reyndist hann inni­ halda um sex kíló af fíkniefnum sem falin voru í verðlaunagrip fyrir skák. Sendingin barst frá fyrirtæk­ inu Marmoles y granitos interlap í Altea á Spáni. Örlagarík vika Sunna Elvira var í löngu viðtali á Stöð 2. Í þessari umfjöllun ætlum við að skoða hvað hafi gerst síðan þá en óhætt er að segja að vikan hafi verið örlagarík. Þegar Sunna var spurð hvort þau hefðu verið öll heima sagði Sunna: „Já, við vorum öll heima. Ég, maðurinn minn og dóttir mín.“ Í samtali við DV fljótlega eftir slysið sagði Sigurður að hann hefði ekki verið til staðar. Hvort hann hefði ekki verið á heimilinu, því svaraði Sigurður ekki. Þá sagði Sunna að eiginmaður hennar væri ekki ofbeldismaður. Sigurður er hins vegar með dóm á bakinu. Þá sagði Sunna að hún hefði ekki séð Sigurð í nokkra daga og skyndilega heyrt af honum á Íslandi og ekki vitað að hann væri flæktur í mál­ ið. Í Fréttablaðinu er fullyrt að Sig­ urður hafi viðurkennt smyglið fyrir Sunnu áður en hann fór til Íslands. Hann hefur einnig sagt að Sunna hafi ekki átt neina aðkomu að málinu. Sunna Elvira hefur einnig haldið fram að ævintýraþráin ein hafi leitt hana og eiginmanninn til Spánar. Raunveruleikinn er sá að Sunna Elvira flúði til Spánar ásamt eiginmanni sínum, sem skildi eftir sig slóð svika hér á landi. Þá greindi Vísir frá því að hús Sunnu og Sigurðar hefði verið sett á sölu fyrir litlar 172 milljónir. Þá sagði DV frá því að sjúkraflug­ ið kostaði 4,1 milljón en ekki 5,5 eins og fjölskyldan hefur stöðugt haldið fram. Það skal tekið fram að eftir að DV kannaði verð á sjúkra­ flugi á milli Íslands og Spánar kom í ljós að verðið var á milli 3,5 til 4 milljónir. Það var Jón Kristinn Snæhólm sem hafði milligöngu um að láta DV fá í hendur papp­ íra sem sýndu að verðið væri 1,5 milljónum lægra en áður hafði verið haldið fram og gerði hann það með glöðu geði og taldi að um misskilning hefði verið að ræða með verðið á flugfarinu. Voru saman á pósthúsinu Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigurður og Sunna Elvira hafi komið á pósthús DHL í Altea nokkrum dögum áður en pakkinn var póstlagður. Altea er nálægt Alicante, rúma 350 kílómetra frá heimili þeirra Sigurðar og Sunnu í Marbella. Sá sem er skráður fyrir pakkanum heitir David López Cobos og fór hann með pakkann í póst þann 26. desember. Pakkinn kom til Íslands í byrjun janúar og var svo afhentur Skáksambandinu 9. janúar eftir að hafa verið toll­ afgreiddur. Lögreglan vissi af fíkni­ efnunum í pakkanum og handtók fjóra vegna málsins, bæði á skrif­ stofu Skáksambandsins og í hús­ næði Hvíta riddarans í Mosfells­ bæ. Marmoles y granitos interlap sérhæfir sig í smíði hluta úr marmara og graníti og ásamt því að útvega borðplötur og slíkt þá er einnig hægt að panta hjá þeim fíngerðari hluti úr marmara líkt og skákverðlaunagrip. Pakkinn sem sendur var til Íslands var ansi þungur, samkvæmt heimildum DV var hann 80 sentimetrar á allar hliðar og vó rúmlega 30 kíló. Sendingarkostnaðurinn var í samræmi við það, 463 evrur eða rúmlega 57 þúsund krónur. Fyrir­ tækið segir að aðilinn sem hafi pantað vöruna hafi fengið pakk­ ann í sína vörslu áður en starfs­ maðurinn fór með hann til DHL. Fyrirtækið hefur ekki viljað svara fyrirspurnum DV um hver hafi pantað vöruna. Þá hefur ann­ ar maður en David López svarað síma hans og sagt að hann sé ekki við. Eigandi bílaleigu hótar að kæra Á jóladag 2017 leigðu Sigurður Kristinsson og Sunna Elvira Þor­ kelsdóttir Renault Megane­bif­ reið í einn mánuð af bílaleigu í smábænum La Fuenta. Sigurður sendi skilaboð til eiganda bíla­ leigunnar um að þau gistu við El Plantío­golfvöllinn í Alicante og hvort hægt væri að fá bílinn send­ an þangað. Hann þyrfti að fá bíl daginn eftir í síðasta lagi og spurði hvort það væri þak á kílómetra­ fjöldanum. „Hann verður að­ eins notaður í fjölskylduerindum núna. Spyr bara sem varúðarráð­ stöfun.“ Annan dag jóla fengu þau Hyundai­bifreið leigða til að sækja foreldra Sunnu á flugvöllinn og 28. desember fengu þau Renault­ bifreiðina afhenta í Torrevieja og greiddu 100 evra tryggingu. Skila átti bílnum klukkan 13.00 þann 26. janúar en þegar það gerðist ekki sendi eigandi bílaleigunnar eftir­ farandi skilaboð til Sigurðar: „Getið þið haft samband við okkur á WhatsApp sem allra fyrst því að bílnum átti að vera skilað í dag eins og samið var um … Við erum búin að leigja hann aftur út þar sem þið sögðust ekki hafa meiri not fyrir hann.“ Faðir Sunnu tvídæmdur Þá var haft samband við „Það virðist sem bílnum hafi verið stolið. Hringdu og ég útskýri. Keli.“ Fyrstu samskiptin við Sigurð kjaftasögur draga annþór inn í málið steve Hótar að kæra sunnu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.