Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 26
26 fólk - viðtal 23. febrúar 2018 Þ að heimsækja ekki sérstak- lega margir ferðamenn til Níkósíu, höfuðborg Kýpur. Hún er staðsett inni í miðju landi – langt frá hvítu ströndun- um sem ferðamenn sækja helst í þegar þeir mæta á Miðjarðarhafs- eyjuna. Gamli miðbærinn er innan fornra borgarmúra og í gegnum hann liggja landamæri ríkjanna tveggja sem deila eyj- unni: Lýðveldisins Kýpur – þar sem grískumælandi Kýpverj- ar eru í meirihluta – og Norður- Kýpur – ríkis sem er aðeins viður- kennt af Tyrklandi. Ef maður að ætlar að rölta um bæinn er betra að hafa vegabréfið með til að sýna landamæravörðunum. Í litlu hvítu steinhúsi með blá- um gluggum, við fáfarna götu í rólegu nýuppgerðu hverfi í gríska hlutanum – þónokkurn spöl frá helstu verslunargötum og lífæð- um borgarinnar – er veitingastað- urinn Inga's Veggie Heaven. Stað- urinn er hluti af húsaþyrpingu þar sem lista- og handverksfólk er með vinnustofur og sölurými: leirmunir, skartgripir og ýmislegt fleira er í boði. Bak við afgreiðsluborðið standa tvær ungar dökkhærðar konur, Kristjana og Elísa, en í eld- húsinu, með svuntu og hárnet, er móðir þeirra Inga Karlsdóttir, sól- brún með stutt grátt hár og stórt bros, hlýleg og hláturmild – þegar hún kemst að því að Íslendingar séu mættir á staðinn hennar hlær hún og faðmar þá innilega. Hermaðurinn á diskótekinu Við setjumst út á pall í sólina með kaffi og eplaköku og ég fæ Ingu til að segja sína sögu – hvernig kom það til að þessi Suðurnesjastelpa opnaði grænmetisstað á Kýpur. Hún byrjar á að segja mér að hún sé fædd árið 1959 og alin upp í Njarðvík hjá einstæðri móður með fjögur börn, en faðir hennar féll ungur frá. Að lokinni grunn- skólagöngu byrjaði hún að vinna fyrir sér. „Það var aldrei nein neyð á heimilinu en mamma þurfti alltaf að vinna afskaplega mikið til að eiga í okkur og á. Kannski þess vegna var maður ekkert að hugsa um að fara í nám – maður vildi bara byrja að vinna til að eignast einhvern pening,“ segir hún. Rétt um tvítugt dró ævintýra- þráin hana til Svíþjóðar. Hún vildi sjá heiminn og sá sér leik á borði og fékk vinnu í bílaverksmiðju Volvo. Það var þar, við færi- bandið, sem hún tók þá afdrifa- ríku ákvörðun að skella sér með finnskri vinkonu í 10 daga vetrar- frí til Kýpur, sem var þá þegar ódýr og vinsæll sumarleyfisstaður. Inga segist ekki hafa heillast sérstak- lega af eynni í upphafi. Hins vegar kolféll hún fyrir ungum Kýpverja sem hún kynntist á einu diskótek- inu í strandbænum Larnaka, en þar bjó hann á meðan hann sinnti herskyldu. Inga sneri aftur um sumarið og ílengdist á eynni næstu mánuði. Ungi hermaðurinn, Demetris Hadjipanayi, hjálpaði henni að fá tímabundið landvistarleyfi og hún starfaði á diskótekum þar sem hún gat fengið greitt svart. „Ég var svona „bar-woman“,“ segir Inga og hlær innilega. Tengdaforeldrarnir vildu hins vegar ekki að sonurinn kvæntist útlendingi og þegar landvistar- leyfið var útrunnið ákvað Inga að halda heim. Demetris elti Ingu hins vegar til Íslands og árið 1983 gengu þau í hnapphelduna þar í óþökk foreldra hans. „Þegar hann fór sagði pabbi hans að ef hann Inga ætlaði að vera í 10 daga á Kýpur Rekur nú elsta og þekktasta grænmetisstað Kýpur Tuttugu ára gömul fer Inga Karlsdóttir, ung stelpa úr Njarðvík, í stutt frí til Kýpur. Meira en 30 árum síðar er hún ennþá búsett á Miðjarðarhafs­ eyjunni, er gift með fjögur fullorðin börn, og rekur elsta og þekktasta grænmetisveitingastað eyjar­ innar: Inga's Veggie Heaven. Kristján Guðjónsson heimsótti veitingastaðinn, bragðaði á himneskum grænmetismatnum og forvitnaðist um sögu Ingu. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þegar hann fór sagði pabbi hans að ef hann gengi í hjóna­ band á Íslandi væri hann ekki velkominn aftur heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.