Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 12
12 23. febrúar 2018fréttir
U
m aldamótin síðustu varð
byltingarkennd hreyfing í
sjónvarpsefni. Mannlegt
eðli var orðið skotspónn-
inn og framleiðendur um allan
heim sáu sér leik á borði að nýta
þetta mögulega form, einfeldn-
in væri kannski best og það þyrfti
ekkert handrit. Minni kostnaður,
meiri gróði.
Íslensk sjónvarpsframleiðsla
blómstraði í kjölfarið. Allt í einu
var komið ódýrt en vinsælt form af
áhorfsefni og hver sjónvarpsstöð-
in á fætur annarri spratt upp og
engin vildi vera eftirbátur hinna.
Djúpa laugin, Idol, Bachelor-inn.
Eðlislæg hnýsni manneskjunnar
gerði það að verkum að allt fékk
þetta byr undir báða vængi en
hvað svo?
500 vildu sigla með
Ástarfleyinu
Árið er 2005. Ríflega 500 ungmenni
sóttu um þátttöku á Ástafleyinu og
framleiðendur ítrekuðu að loka-
hópurinn yrði valinn af sálfræði-
legri kostgæfni, hvað sem það ná-
kvæmlega þýðir. Haukur Valdimar
Pálsson var ekki í hópi þeirra ung-
menna sem voru valin í lokahóp-
inn, enda sótti hann einfaldlega
aldrei um. En hvernig æxlaðist það
að hann endaði við strendur tyrk-
nesku riveríunnar á seglskútu með
fjórtán ókunnugum einstaklingum,
25 kössum af Egils Lite og Valdimar
Flygenring sem skipstjóra?
„Ég var nemi á þessum tíma
í Kvikmyndaskólanum, sem var
þá á hálfgerðu tilraunastigi, og
við nemendurnir vorum sendir í
starfsnám hjá kvikmynda-
fyrirtækjum,“ segir Haukur.
„Ég fór ásamt bekkjarsyst-
kinum, Hauki nafna mín-
um og Maríu, á vegum
framleiðslufyrirtækisins
Storm til Tyrklands að að-
stoða við Ástarfleyið. Sem
nemar vorum við auðvitað
ekki á launum og fljótlega
tókum við Haukarnir eftir
því að stelpurnar sem voru
að taka þátt voru farnar að
daðra við okkur, jafnvel
meira en við þátttakend-
urna. Ég hafði heyrt af því
í svona þáttum að stund-
um hafi stúlkurnar allt í
einu meiri áhuga á tökumönnun-
um, kannski því þeir fá ekki færi á
að gera sig að fíflum eins og þeir
sem eru að taka þátt. En við vorum
sem sagt settir í það að vera að-
stoðartökumenn á meðan María
var á hótelinu að sjá um þá kepp-
endur sem reknir voru frá borði.“
Áfengi fyrir fjórar milljónir, þús-
und smokkar og runkdallurinn
Þannig að þið voruð bara í því að
taka upp þættina?*
„Nei, við vorum settir í að taka
upp meira svona aukaefni. Það var
mikil bjartsýni í gangi og þetta var
akkúrat að detta í hápunkt góðær-
isins. Það var gert ráð fyrir að þetta
myndi slá í gegn og það þyrfti að
hafa aukaefni fyrir DVD-diskinn
eða ef þetta yrði kannski selt til er-
lendra sjónvarpsstöðva. Það voru
miklir peningar settir í þetta og
einhvers staðar sá ég að okkur hafi
tekist að drekka áfengi fyrir heilar
fjórar milljónir, en þetta
var líka mikið keyrt á
sponsi. Einhverjir 25
kassar af Egils Lite voru
teknir með út, en þá var
hann nýkominn á mark-
að. Svo drakk maður
kannski lókal bjórinn
Efes mest þar til vél-
arnar fóru í gang og þá
var það bara beint í Lite
bjórinn. Svo vorum við
send út með einhverja
1.000 smokka.“
Þúsund smokka fyrir
14 manns í tvær vikur?
„Já, eins og ég sagði,
það var mikil bjartsýni í
gangi,“ svarar Valdimar.
„En já, svo var aukaefnið
sem við tókum bara not-
að í þáttinn. Fyrst um sinn
gistum við hinn Hauk-
ur í annarri skútu sem fylgdi fast
á hæla Fleysins. Við kölluðum
hann Runkdallinn. Við drukkum
samt stíft með þátttakendunum
og fljótlega var félagi minn kom-
inn á séns með einni af stúlkun-
um. Hún náði svo einhvern veg-
inn að fá hann í þáttinn og yfir á
sjálft Ástarfleyið. Ég húkti einn
áfram á Runkdallinum í nokkra
daga til viðbótar en það átti eftir
að breytast.“
Leikreglurnar voru nokkurn
veginn á þá leið að fólk ætti að
reyna að finna sér förunaut,
annars hefði það á hættu að vera
kosið burt og sent heim.
„Ég fékk mitt helsta kúltúr-
sjokk þegar ég vaknaði í rúmi um
borð í fleyinu en ekki í Runkdall-
inum, minnislaus uppi í rúmi með
tveimur þátttakendum og horfði í
linsu eftirlitsmyndavélar sem ég
Haukur
leysir frá
skjóðunni
um Ástarfleyið
n Þetta gerðist á bak við tjöldin n Áfengi fyrir fjórar milljónir og þúsund smokkar
Alræmdasti þáttur Íslandssögunnar:
Steingerður Sonja Þórisdóttir
ritstjorn@dv.is
Ástarfleyið mun leggja úr höfn á n
æstu dögum
og bíða eflaust margir eftir því að f
á að fylgjast
með fjórtán ástleitnum ungmennum
þreifa fyrir
sér við strendur Marmaris. Alls sóttu
fimmhund-
ruð manns um að taka þátt í Ástarfl
eyinu og því
greinilega margir sem gætu hugsað s
ér að freista
þess að finna ástina fyrir augum sjón
varpsáhorf-
enda. Stjórnendur þáttarins hafa nú
tekið viðtöl
við fjörutíu manns og fékk Fréttabl
aðið leyfi til
að birta myndir af þessum viðtalsefn
um. Fjórtán
aðilar, sjö stelpur og sjö strákar, mun
u verða vald-
ir til að eyða tólf dögum um borð í Á
starfleyinu.
Greinilegt er á umsækjendum hversu
fjölmenn-
ingarlegt samfélag Ísland er orðið. Í h
ópi umsækj-
enda mátti finna fólk frá átta mismun
andi löndum
en þeir sem eru af erlendu bergi bro
tnir tala allir
íslensku sem aðaltungumál. Hópurinn
er afar fjöl-
breyttur og í honum má finna fólk m
eð háskóla-
menntun, verkafólk, nema, bankasta
rfsmenn og
þannig mætti lengi telja.
Ástarkapteinninn Valdimar Flygen
ring mun
sjá um að allt fari vel fram og stjór
nar leikjum
og stefnumótum. Hingað til hafa Ísle
ndingar látið
nægja að drekka sig fulla á börum og
slefa í eyrað
á álitlegum kosti. Forvitnilegt verðu
r því að sjá
hvort íslensku víkingarnir breyti um
aðferð þeg-
ar þeir sigla fyrir ströndum Marmar
is eða hvort
úr verður alls herjar sukk. Munu al
lar stelpurn-
ar falla fyrir sama stráknum? Eru
kannski ein-
hverjir í hópnum of skyldir til að
mega verða
kærustupar? Verða særindi, slagsm
ál og nöldur
daglegt líf eða mun eintóm róman
tík einkenna
Ástarfleyið? Það verður forvitnilegt
að sjá þegar
skipið leggur úr höfn.
Finna þau ástina við
strendur Tyrklands?
64
6. október 2005 FIMMTUDAGUR
fiú getur fimmfaldað tíðni auglýsingann
a þinna með
samlesnum auglýsingum sem birtast á
Bylgjunni,
Talstöðinni, Létt 96,7, Fréttablaðinu
og á visir.is.
Þegar þú hringir og pantar auglýsingu
líða innan við
tvær klukkustundir þar til hún er komin
í loftið.
Daginn eftir birtist hún svo í smáauglýs
ingum í
Fréttablaðinu og á visir.is.
Margföld áhrif
með samlesnum
auglýsingum!
Einfalt, fljótlegt og
gríðarlega áhrifaríkt!
Hringdu í síma 550 5000 og
margfaldaðu tíðni auglýsinganna
þinna
Eitt símtal
550 5000