Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 47
sakamál 4723. febrúar 2018 40ára piparjómfrú, Christina Edmund að nafni, varð heltekin af lækni sínum, Charles Beard. Christina, sem reyndar fullyrti að hún væri rétt skriðin yfir þrítugt, sendi lækninum eldheit ástarbréf og lét sig dreyma um að hann yfirgæfi eiginkonu sína. Þegar það gerðist ekki sendi hún eiginkonu Beard eitraða konfektmola. Eiginkonan lifði af en fjögurra ára gutti dó úr eitrun. Christina fékk lífstíðardóm. Þ að var ófögur sjón sem mætti mjólkurpóstin- um í Aldington í Kent á Englandi árla morguns 13. maí 1961. Þegar hann kom að heimili Alice Buxton við Frith-veg nánast hnaut hann um einhvern sem lá á veröndinni. Þegar mjólk- urpósturinn laut niður að mann- eskjunni sá hann að þar var engin önnur en Alice Buxton sjálf, eða líkið af henni, íklædd náttfötum og slopp. Hlaup en ekkert skefti Við líkið af Alice lá alblóðugt hlaup af tvíhleyptri haglabyssu og fór það ekki fram hjá lögreglunni þegar hún kom á vettvang. Skeftið var hvergi sjáanlegt. Á flísalögðu gólfi uppþvotta- herbergis inn af eldhúsinu lá líkið af Hubert, eiginmanni Alice. Hann hafði verið skotinn til bana. Undirritað ástarbréf Var nú leitað dyrum og dyngjum á heimili hjónanna í von um að þar fyndist eitthvað sem varpað gæti ljósi á atburði næturinnar. Á meðal þess sem fannst var rifrildi af bréfi sem hafði verið sent Alice, reyndar á eitthvert belgískt heimilisfang. Greinilega var um ástarbréf að ræða og það var undirritað af „Henryk“. Bréfið hafði verið skrif- að 8. maí og áframsent frá Belgíu til Kent. Ljós bíll Nágranni Buxton-hjónanna hafði séð ljósan bíl sem hafði verið lagt rétt við húsið um klukkan korter yfir níu kvöldið áður. Enn fremur uppgötvaði lög- reglan að ein vinkvenna Alice hét Grypa Niemasz. Eiginmaður Grypu átti ljósan bíl og eiginmað- urinn hét … Henryk. Sem betur fer fyrir Henryk og því miður fyrir lögregluna hafði Henryk skothelda fjarvistar- sönnun: Hann hafði verið uppi í rúmi hjá eiginkonu sinni. Þetta staðfesti Grypa aðspurð. Skeftið finnst En lögreglan vildi ekki játa sig sigraða og fór heim til Niemasz- hjónanna nokkrum dögum síðar. Í smáhýsi baka til fannst brotið skefti af haglabyssu og Henryk var handtekinn með það sama. Skeftið tilheyrði greinilega hlaupinu sem hafði fundist við líkið af Alice og á því voru fingra- för Henryks. Alblóðugar buxur af Henryk fundust einnig og þegar þar var komið sögu sá Grypa sitt óvænna og viðurkenndi að hún hefði logið til um fjarvistarsönnun eiginmanns síns. Óraunhæf áform Alice Henryk upplýsti lögregluna um að hann og Alice hefðu verið elsk- endur. Hún hefði heimtað að þau hlypust á brott saman, en Henryk hefði aldrei ætlað sér að fara frá Grypu. Hvað morðin áhrærði sagði Henryk að hann hefði hitt mann, George að nafni, á ónefndri krá. George hefði samþykkt að myrða Alice og Hubert fyrir lítil 60 sterl- ingspund. Síðasta hengingin Merkilegt nokk þá lagði kvið- dómur ekki trúnað á þá frásögn Henryks og hann var dæmdur til dauða. Föstudaginn 8. september, 1961, naut Henryks þess vafasama heiðurs að verða síðasti maður- inn sem var hengdur í London. Það var gert í Wandsworth-fang- elsinu. n Haglari Henging n Áform Henryks og alice fóru ekki saman n Síðasta hengingin í london „Á flísalögðu gólfi upp- þvottaherbergis inn af eldhúsinu lá líkið af Hubert, eiginmanni alice. &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.