Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Side 22
22 23. febrúar 2018fréttir Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is Haldið sofandi eftir magaermiaðgerð - Annað alvarlega tilvikið á árinu Þ ann 4. janúar síðastliðinn lést 37 ára gömul kona á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst maga­ minnkunaraðgerð hjá einkafyrir­ tækinu Gravitas, sem er í eigu Auðuns Sigurðssonar læknis, þar sem framkvæmdar eru maga­ bands­ og magaermiaðgerðir. Konan sem lést fór í maga­ ermiaðgerð 28. febrúar 2016. Auðunn Sigurðsson sagði í for­ síðufrétt Fréttablaðsins 24. jan­ úar síðastliðinn að konan hefði fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar, sem síðan hefði gengið til baka eftir meðferð. Sagðist hann engar upplýsingar hafa um meðferð hennar fyrir ára­ mót á Landspítalanum, en konan var lögð þar inn nokkrum dögum fyrir jól. Samkvæmt heimildum DV er Auðunn ekki vel liðinn af læknum á Landspítalanum og fær ekki að koma þar inn. Magaermiaðgerð kostar 1.500.000 krónur. Aðgerðin minnkar magann um 75–80% og verður maginn eins og ermi eða banani í laginu. Annað alvarlegt tilvik á stuttum tíma Konan sem liggur núna inni á Landspítalanum er á sjötugsaldri og er henni haldið sofandi. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök at­ vik þegar eftir því var leitað. Fyrir­ spurn sem send var 8. febrúar síð­ astliðinn um hvort algengt væri að sjúklingar leiti til Landspítal­ ans vegna fylgikvilla af völdum magaminnkunaraðgerða hefur enn ekki verið svarað þrátt fyrir ítrekun. Skylda að tilkynna óvænt atvik til Landlæknis Samkvæmt lögum skal tilkynna óvænt atvik í heilbrigðisþjónust­ unni tafarlaust til Landlæknis sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjón­ ustu í landinu. Skal Landlækn­ ir rannsaka slík atvik til að finna á þeim skýringar og tryggja að þau eigi sér ekki stað aftur. Tilvik konunnar sem lést 4. janúar síðastliðinn var tilkynnt til Landlæknis bæði af Landspítalan­ um og ættingjum konunnar. Kon­ an var krufin, en samkvæmt heim­ ildum DV tekur 6–8 mánuði að fá niðurstöður úr krufningunni og lesa úr gögnum. n Í lok janúar var kona á sjötugsaldri lögð inn á Landspítalann vegna fylgikvilla eftir magaermi­ aðgerð. Þetta er annað tilvikið á stuttum tíma þar sem einstaklingur leitar til Landspítalans vegna alvarlegra fylgikvilla eftir magaminnkunaraðgerðir. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.