Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Síða 2
2 16. mars 2018fréttir sem eiga skilið milljón í launahækkun Af hverju ekki? Laun Eggerts Þórs Kristófersson- ar, forstjóra N1, hækkuðu um eina milljón króna á mánuði. Er hann núna með 5,9 milljónir á mánuði. N1 er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða og dróst hagnaður félagsins saman um 1,4 milljarða á sama tíma og laun forstjórans voru hækkuð um milljón. Af því tilefni tók DV saman lista yfir fimm sem eiga líka skilið milljón í launahækkun. Biskupinn Virkir í athugasemdum ærast þegar biskupinn fær launahækkun, þeim má ekki bregð- ast. Hafa skal í huga að það er ekki persónan Agnes biskup sem fengi launahækkun, heldur bara biskupinn. Guðni forseti Ef það er einhver sem á að fá milljón í launa- hækkun er það Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hann gefur peninginn hvort eð er til góðgerðamála. Styðjum góð málefni, hækkum laun Guðna. Lalli Johns Lalli hefur aldrei verið efnaður og fékk aldrei milljónirnar sem honum voru dæmdar í Breiðavíkurmálinu. Nú er hann búinn að vera edrú í fjögur ár og er á góðum stað í lífinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Bjarkey Olsen, þingflokksformaður Vinstri grænna, er með 1,5 milljónir á mánuði, þar af eru 180 þúsund krónur á mánuði frá Alþingi til að halda tvö heimili. Hún segir það ekki duga til að greiða af húsnæðisláninu. Kjararáð Kjararáð hefur sýnt ótrúlegan dugnað og myndugleika á undan- förnum misserum við að hækka laun æðstu ráðamanna. Það er tími til kominn að endurgjalda greiðann. Á þessum degi … 16. mars 1190 – Um 150 gyðingar missa lífið í Jórvíkurkastala í skipulögðum ofsókn- um gegn þeim. Stór hluti gyðinganna kaus að svipta sig lífi frekar en falla í hendur múgsins. 1621 – Samoset, amerískur frumbyggi af Mohegan-ættbálkinum, sækir heim íbúa Plymouth-nýlendu og heilsar þeim á ensku: „Velkomnir, Englendingar! Ég heiti Samoset.“ 1870 – Fyrsta útgáfa Rómeó og Júlíu Tsjajkovskíjs er frumflutt. Flutningurinn líður fyrir mótmæli gegn stjórnandan- um, Nikolaí Rubinstein, vegna máls sem varðar hann og stúdínu nokkra. 1958 – 50 milljónasti bíllinn, Thunder- bird, rennur af framleiðslubandi Ford- bifreiðaframleiðandans. Síðustu orðin segir sagan … „Já, já, ég kem. Hinkraðu bara aðeins.“ – Alexander páfi VI (1.1. 1431–18.8. 1503) A nita Erla Thorarensen og unnusti hennar, Sævar Freyr Þórsson, fengu áfall þegar þau fundu falda myndavél inni í loftræstingu í íbúð sem þau leigðu í Alicante á Spáni. Íbúðina leigðu þau í gegnum vefsíðuna booking.com. Anita Erla segir í samtali við DV að þegar hún Sævar komu í íbúð- ina þann 7. mars síðastliðinn hafi þau skoðað hana vandlega. „Við erum varkár og pössum upp á að skoða allt vandlega. Við litum upp og sáum linsu. Þá tók ég eftir myndavélinni,“ segir Anita Erla. Myndavélin var falin inni í loft- ræstingu ofarlega á einum vegg og beindist niður að sófanum á móti sjónvarpinu. Leit perralega út Þau höfðu strax samband við bók- unarvefinn booking.com sem ræddi við eiganda íbúðarinnar. Sagði eig- andinn í tölvupósti að tækið sem þau höfðu fundið væri til þess að mæla orkunotkun. Eigandinn mætti svo í íbúðina daginn eftir og harðneitaði að þetta væri myndavél. „Þegar hann kom til okkar og við töluðum við hann um þetta þá var hann mjög stressaður, eins og það væri búið að góma hann. Hann leit líka perralega út,“ segir Anita. Eig- andinn endurtók þær fullyrðingar sínar að þetta væri tæki til að mæla orkunotkun, en þau Anita og Sævar voru tilbúin og sýndu eigandanum mynd af Google af myndavélinni og orkumælinum. Ekki fór á milli mála að tækið í loftræstingunni var myndavél en eigandinn hélt áfram að þræta fyrir það. Anita og Sævar fengu aðra íbúð í gengum booking.com og njóta enn lífsins í Alicante. Anita hvet- ur aðra sem taka íbúðir á leigu að skoða sig vandlega um. „Fólk þarf að passa sig,“ segir Anita. Lítil myndavél í vinsælli íbúð Íbúðin heitir Sunny Apartment á vef Booking. Hún fær mjög góð- ar umsagnir á bókunarvefnum og er með einkunnina 8,1 af 10. Hún er miðsvæðis í Alicante, í 10 mínútna göngufæri frá ströndinni og 500 metra göngufæri frá mark- aðnum. Miðað við umsagn- ir á vef þá er íbúðin vinsæl meðal para, má þar finna umsagnir ferða- manna frá Danmörku, Írlandi og Ungverjalandi. Ekki liggur fyrir hversu lengi myndavélin var í íbúð- inni eða hvort eigandi íbúðarinnar hafi náð fyrri gestum á mynd. Myndavélin sem þau fundu er af gerðinni D-Link, en þær eru smáar. Framleiðandinn býður upp á ýmsa möguleika, þar á meðal hreyfiskynjara, gleiðlinsur til að fylgjast með stærra svæði, hljóðupptöku og myndupptöku í háskerpu sem hægt er að streyma í gegnum netið og horfa á í gegnum tölvu eða snjallsíma. n n Myndavél falin í loftræstingunni n Hvetja fólk til að fara gætilega Íbúðin Mynd innan úr íbúðinni, myndavélin var falin inni í loftræstingu ofarlega á veggnum. Mynd Booking.coM NjósNað um ísleNskt par í alicaNte Falin myndavél Myndavélar af tegundinni D-Link eru smáar í snið- um, flestar eru rúmlega 7 senti- metrar á hæð og 5 sentimetrar á breidd. Ari Brynjólfsson ari@dv.is lof & last – Ögmundur Jónasson Lof mitt gengur til Katrínar Jakobsdóttur fyrir að sækja fund um síðustu helgi um fréttaflutning af stríðinu í Sýrlandi þar sem sett var fram gagnrýni á það hvernig fjallað er um stríðið í fréttaveitum Vesturlanda og þar með okkar, og hve hagsmuna- tengdur þessi fréttaflutningur er NATO, Sádi-Arabíu og bandalags- ríkjum þeirra. Forsætisráðherra vildi heyra þessi sjónarmið, ekki til að samþykkja en gaumgæfa. Last mitt er til þeirra sem túlka komu ráðherra á fundinn sem ámælisverða og þá fyrir það eitt að mæta. Ráðherrann væri þannig að leggja blessun yfir það sem fram kom á fundinum! Þetta eru þöggunartilburðir sem ég hélt að við hefðum fengið nóg af í Íraksinnrásinni og reyndar öllum stríðum síðari tíma þar sem lygarnar komu fram löngu eftir að öll drápin og allar pyntingarnar og hörmungarnar voru yfirstaðnar. Fjölmiðlamenn, það er að segja þeir sem tóku þátt í ómaklegri gagnrýni á forsætisráðherra af þessu tilefni, minntu okkur á hve smáir þeir menn geta orðið sem þó virðist talsverður vindur vera í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.