Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Page 14
14 16. mars 2018fréttir H áskóli Íslands má búast við hárri sekt, nálægt 50 milljónum króna, vegna slælegs utanumhalds reikninga tengdum rannsóknar­ styrkjum frá Evrópusambandinu. Forsvarsmenn skólans segja að skólinn hafi lent í endurskoðun og hafi svarað aðfinnslum sem komu þar fram. Sektin er til kom­ in vegna eldri styrkveitinga og snýr að samræmingu verkefna. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum hafa verið gerðar ráð­ stafanir til að þetta endurtaki sig ekki. Telja endurskoðunina „nánasarlega“ Málið var rætt á fundi Háskóla­ ráðs þann 1. mars síðastliðinn og rætt hvernig bregðast ætti við. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá fjármálasviði skólans er ekki komin endanleg tala, en þar fékkst staðfest að Háskólinn hefði fengið endurskoðun og að­ finnslur hefðu komið þar fram. Um er að ræða styrki úr sjöundu rammaáætlun Evrópu­ sambandsins, FP7, frá árunum 2007 til 2013. Alls veitti Evrópu­ sambandið 51 rannsóknarstyrk til Háskóla Íslands og teknar voru þrjár stikkprufur til að athuga hvort skólinn héldi nægilega vel utan um launagreiðslur, reikn­ inga og fleira því tengt. Háskólinn sendi svar til Evrópu­ sambandsins þann 6. mars þar sem ýmsum aðfinnslum endur­ skoðenda var mótmælt. Halldór Jónsson, sviðstjóri vísinda­ og ný­ sköpunarsviðs, sem hefur um­ sjón með styrkjunum, viðurkenn­ ir þó að skólinn muni að öllum líkindum þurfa að greiða til baka upphæð sem nemur 400 þúsund evrum, um 48 milljónum króna. Það er visst hlutfall af þeim heildar­ styrkjum sem skólinn fékk. „Þetta er ekkert sem við ráðum ekki við en við munum þurfa að skera nið­ ur til að mæta þessu.“ Málið er þó ekki komið á það stig enn. Hvað brást í ferlinu? „Styrkveitingar frá Evrópusam­ bandinu lúta mun strangari regl­ um en aðrar styrkveitingar, til dæmis frá Norðurlöndunum og jafnvel Ameríku. Kerfið er flókið og tekur reglulegum breytingum. Við erum alls ekki eini skólinn sem hefur lent í þessu heldur skól­ ar víðs vegar í álfunni líka. Sumt af því sem kemur fram í endur­ skoðuninni finnst okkur vera mjög nánasarlegt.“ Launagreiðslur, tímaskýrslur og tækjakaup í ólagi Endurskoðunin þarf ekki að koma forsvarsmönnum Háskólans á óvart. Í skýrslu sem innri endur­ skoðun skólans lét gera í nóvem­ ber árið 2016 um erlenda rann­ sóknarstyrki kom fram að ýmislegt væri í ólestri í sambandi við þá. Helst ber að nefna samræm­ ingu styrkja eftir deildum og svið­ um og það er einmitt það sem endurskoðun Evrópusambands­ ins gagnrýnir skólann fyrir nú. Í skýrslu innri endurskoðunar segir: „Helstu niðurstöður eru að verkaskipting milli vísinda­ og ný­ sköpunarsviðs og fræðasviða varð­ andi erlenda rannsóknarstyrki er ekki skýr. Verkefni vísinda­ og ný­ sköpunarsviðs og annarra stjórn­ sýslusviða eru ekki skilgreind í regl­ um Háskóla Íslands. Ekki liggja fyrir starfslýsingar fyrir sviðsstjóra sam­ eiginlegrar stjórnsýslu. Ekki eru til reglur eða verklagsreglur um er­ lenda rannsóknarstyrki við Háskóla Íslands. Eftirlitið með erlendum rannsóknarstyrkjum er hvorki sam­ ræmt né markvisst innan skólans.“ Enn fremur: „Engin yfirsýn er yfir umsóknir eða rannsóknarsamninga sem eru í gildi við Háskóla Íslands.“ Samkvæmt skýrslunni fylgdu þessi vandamál inn í núverandi rammaáætlun Evrópusambands­ ins, H2020, sem tók gildi árið 2014 og rennur út árið 2020. Kem­ ur fram að tímaskýrslur séu ekki yfirfarnar mánaðarlega, launa­ greiðslur séu ekki alltaf í samræmi við rannsóknarsamninga, verk­ lagsreglum ekki fylgt við innkaup á tækjum, skriflegir samningar ekki gerðir við samstarfsaðila og fleira. Alls voru fimm þættir metn­ ir í mikilli áhættu og þrír í mjög mikilli áhættu sem bregðast þarf við innan þriggja mánaða. Sem dæmi um að reglum hafi ekki verið fylgt segir í skýrslu innri endurskoðunar: „Við skoðun á launakostnaði í fimm H2020 verk­ efnum árið 2015 kom í ljós að bókuð var aukagreiðsla upp á 2,9 m.kr. til akademísks starfsmanns í formi yfir­ vinnu og doktorsnemi fékk greidda 116 þús.kr. fasta þóknun ofan á mánaðarlaun sín. Í einu verkefn­ inu hefur fyrirtæki ábyrgðarmanns fengið 7,8 m.kr. greiddar en það er ekki aðili að rannsóknarsamningn­ um og er sonur hans skráður fyrir vinnunni. Auk þess var greitt fyrir flug, gistingu og ráðstefnugjöld fyrir hann sem verktaka í verkefninu.“ Gamlar syndir Halldór segir að Háskólinn hafi brugðist við og unnið að því að samrýma og betrumbæta sitt vinnuferli. Þetta ætti því ekki að koma fyrir aftur. „Þetta eru gamlar syndir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu geta háskólar misst rannsóknarstyrki í nokkur ár gerist þeir brotlegir við reglur. Hall­ dór segir enga hættu á því. „Það er mjög vanalegt að skólar lendi í endurskoðun og þurfi að greiða ein­ hverjar fjárhæðir. Stundum kemur það fyrir að skólar eiga inni og fá greiðslu frá Evrópusambandinu. Við höfum áður fengið mun hærri upphæðir en þetta til baka.“ n Háskólinn gæti fengið 50 milljóna króna sekt n Háskóli Íslands í endurskoðun Evrópusambandsins n Svört skýrsla innri endurskoðunar Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „ Í einu verkefninu hefur fyrirtæki ábyrgðarmanns fengið 7,8 m.kr. greiddar en það er ekki aðili að rannsóknarsamningnum og er sonur hans skráður fyrir vinnunni. Halldór Jónsson Sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.