Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Qupperneq 28
28 fólk - viðtal 16. mars 2018
É
g er bara lífsglaður maður,
einu sinni var það vegna þess
að það var föstudagur en það
er ekki þannig lengur,“ seg
ir Kolbeinn kátur þegar hann sest
niður með blaðamanni í færeyska
herberginu í Alþingishúsinu á sól
ríkum föstudegi. „Í grunninn er ég
hress, en eftir að ég villist af leið í
lífinu þá urðu morgnarnir þyngri,
en eftir að ég hætti að drekka og
tók til í mínu lífi hef ég aftur fund
ið þessa lífsgleði, að vakna og
hlakka til dagsins. Það eru allir
dagar þannig.“
Ef við byrjum á byrjuninni,
hvaðan ert þú?
„Ég tala um að ég sé frá
miðhálendinu. Ætli ég hafi ekki
verið í fimm grunnskólum, við
fluttum svo títt. Það var einhver
ævintýramennska og víðsýni í
foreldrum mínum. Ég fæddist í
Reykjavík, þegar ég var tveggja ára
fluttum við norður á Dalvík. Þar
var ég næstu sex árin, þá fluttum
við í Hafnarfjörð. Tveimur árum
síðar var pabbi ráðinn bæjar
stjóri á Siglufirði, þar bjuggum
við í eitt kjörtímabil, fjögur ár.
Húsið okkar í Hafnarfirði brann á
meðan við bjuggum fyrir norðan
þannig að við fluttum á endanum
í Kópavog. Þetta er kannski ekki
miðhálendið, ég er frá Norður
landi og höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er Tvídægra,“ segir Kol
beinn og hlær. „Ég lít á mig sem
Norðlending, en það togast á við
Suðurland því móðurættin er frá
Þjórsárdal og þar var ég á sumrin.“
Datt fyrst í það 11 ára
Aðstæður leiddu til þess að Kol
beinn byrjaði ári á undan í grunn
skóla, Kolbeinn á afmæli í des
ember og því var hann aðeins
fjögurra ára í fyrsta bekk. „Pabbi
var húsvörður og kennari í skól
anum á Dalvík, við bjuggum á
heimavistinni þar sem var verið
að kenna yngsta bekknum. Ég
hékk alltaf fyrir utan og á end
anum var mér hleypt inn. Ég var
í bekk með krökkum sem voru
sum hver nánast tveimur árum
eldri en ég, sem betur fer þroskað
ist ég mjög snemma.“ Þar af leið
andi byrjaði Kolbeinn snemma að
vinna. „Ég var 12 ára byrjaður að
vinna á sumrin í frystihúsinu og
var tekjuhærri en mamma.“ Þegar
Kolbeinn flutti suður var stóra
bróður hans boðið pláss á skipi,
bróðir hans komst ekki og bauð
Kolbein fram í staðinn. „Þá var
ég 17 ára. Ég var nokkur sumur á
sjónum.“
Var það í frystihúsinu á Siglu-
firði sem þú tókst fyrsta sopann?
„Nei, það var líklegast þegar
við krakkarnir stálum brennivíni
af Siglufjarðarleið. Stemningin
þarna fyrir norðan var á þá leið
að okkur lá mjög á að verða full
orðin. Það átti við um vinnuna og
að detta í það. Við héldum partí
eftir skólann, drukkum, dönsuð
um og tókum til áður en foreldr
ar okkar komu heim. Ég held að
ég hafi verið 11 ára þegar ég datt
fyrst í það.“
Kolbeinn var því orðinn nokk
uð veraldarvanur þegar hann flyt
ur suður, 14 ára gamall. „Það voru
einhverjir byrjaðir að drekka og
aðrir að prófa. Þá var ég búinn
að vera á fylleríum í nokkur ár og
drykkja orðin eðlilegur hluti af líf
inu.“
Endaði á geðdeild vegna drykkju
Hvenær var drykkjan orðin að
vandamáli?
„Ég veit það hreinlega ekki,
auðvitað er það vandamál að
svona ungt barn sé á fylleríi. Þegar
ég var kominn í menntó þá voru
allir á fylleríi um helgar, ekki allar
helgar. Maður drakk mikið og var
Kolbeinn Óttarsson Proppé bað um að
vera lýstur gjaldþrota eftir að hafa safnað skuldum
í áratugi. Í dag er hann búinn að vera edrú í fjögur
ár og hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn í rúmt ár.
Í haust klárar hann að borga af öllum skuldunum. Í
viðtali við DV lýsir hann því hvernig hann kom sér í
þessa stöðu, edrúmennskuna og hvernig það er að
vera kallaður landráðamaður og svikari.
Þakklátur
að geta
borgað allar
skuldirnar
Ari Brynjólfsson
ari@dv.is
„Það voru einhverjir
byrjaðir að drekka
og aðrir að prófa. Þá var
ég búinn að vera á fyllerí-
um í nokkur ár og drykkja
orðin eðlilegur hluti af líf-
inu.
Nýtt líf Kolbeinn gekk inn á Vog fyrir
fjórum árum og tók til í sínu lífi. Hann segir
að það sé ekki hægt að kalla það lífstíls-
breytingu heldur nýtt líf. MyNDir Sigtryggur Ari