Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 64
64 16. mars 2018
S
umu fólki virðast þau
örlög búin að taka út
áföll og áskoranir heillar
mannsævi á nokkrum
árum. Rannveig Grétarsdóttir er
ein þeirra en aðeins 32 ára stóð
hún uppi sem ekkja, einstæð
móðir tveggja dætra og eigandi og
framkvæmdastjóri fyrirtækis sem
í dag er meðal þeirra öflugustu á
landinu.
Þótt Rannveig hafi alist upp í
Hafnarfirði titlar hún sig ekki sem
Gaflara enda fædd í Reykjavík,
nánar tiltekið í byrjun desember
árið 1967. Hún sleit barnsskónum í
Norðurbænum hjá foreldrum sín
um, þeim Björgu Kristjánsdóttur
og Grétari Sveinssyni, og tveimur
systkinum, þeim Sveini Ómari og
Þórunni. Rannveig var miðjubarn
en Sveinn er sex árum yngri og
Þórunn tveimur árum eldri. Syst
kinin þrjú voru ekki há í loftinu
þegar þau byrjuðu að vinna í fjöl
skyldufyrirtækinu en faðir þeirra
rak Steypustál, verktakafyrirtæki
sem sá aðallega um hitaveitu og
símalagnir fyrir ríki og borg.
„Mínar minningar frá ung
lingsárum eru meðal annars frá
því að borða hádegismatinn með
körlunum á Smiðjukaffi og fara
svo að moka skurði og mæla út,
hreinsa hitaveitubrunna og leggja
leiðslur,“ segir Rannveig og hlær
en aðeins sextán ára var hún líka
komin í skrifstofuvinnu hjá föður
sínum og tók þá að sér að reikna
út launin.
Lét ekki bjóða sér
kynbundna mismunun
Eins og við er að búast var Rann
veig eina stelpan sem vann þessi
verkamannastörf hjá fyrirtækinu.
Hún segist lítið hafa fundið fyrir
fordómum frá strákunum en þá
sjaldan að einhver leiðindi komu
upp lét hún ekki bjóða sér þau.
„Ef ég fann að þeir voru eitthvað
dónalegir við mig, einungis af því
ég var stelpa, þá lagði ég inn form
lega kvörtun, alveg öskureið. Ég lét
engan komast upp með að sýna
mér einhverja vanvirðingu bara
af því ég var stelpa enda vann ég
sömu störf og strákarnir,“ segir
Rannveig.
Í uppeldi hennar var mikil
áhersla lögð á að vinnusemi væri
dyggð og helst átti fólk að vinna
mikið. Grétar, faðir Rannveigar,
var sjálfur einbirni en móðir hans
var það foreldri sem dró björg í bú.
„Okkur þótti alltaf eðlilegt að
ganga í hvaða störf sem var og
„aldrei valkoStur
að brotna Saman“
Sumu fólki virðast þau örlög búin að taka út áföll og
áskoranir heillar mannsævi á nokkrum árum. rannveig
Grétarsdóttir er ein þeirra en aðeins 32 ára stóð hún
uppi sem ekkja, einstæð móðir tveggja dætra og eigandi
og framkvæmdastjóri eldingar, fyrirtækis sem í dag er
meðal þeirra öflugustu á landinu.
margrét H. Gústavsdóttir
margret@dv.is