Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Page 68
68 16. mars 2018 Afmælisbörn vikunnar - 16 til 23 mArs - 65 ára VAlgerður mAtthíAsdóttir Fædd: 19. mars 1953 Starf: Sjónvarpskona 41 árs mArtA mAríA JónAsdóttir Fædd: 23. mars 1977 Starf: Forseti Smartlands 40 ára ilmur KristJánsdóttir Fædd: 19. mars 1978 Starf: Leikkona 43 ára sindri Páll KJArtAnsson Fæddur: 19. mars 1975 Starf: Kvikmyndagerðarmaður Friðarboðskapur fórnarlambs Charlie Hebdo-árásarinnar t he Grizzled er lítið franskt samvinnuspil hannað af Fabien Riffaud og Juan Rodriguez. Spilið vakti athygli fyrir myndskreytingarnar sem voru gerðar af myndasögu- listamanninum Tignous. Tignous starfaði frá árinu 1980 hjá Charlie Hebdo og var einn af þeim tólf sem voru myrtir af íslömskum hryðjuverkamönnum þann 7. janúar árið 2015, sama ár og The Grizzled kom út. Á frönsku heitir spilið Les Poilus sem myndi þýðast á íslensku sem hinir loðnu. Það var það sem franskir hermenn í skotgrafa- hernaði fyrri heimsstyrjaldarinn- ar voru kallaðir. Myndir Tignous af hermönnunum, sem hafa allir eig- in nöfn, eru einstaklega fallegar og gefa hverjum og einum þeirra mik- inn persónuleika. Þetta eru ekki miklir vígamenn, gráir fyrir járn- um, heldur venjulegir fjölskyldu- menn, klaufalegir og kumpánlegir. TrauST og vináTTa Fyrri heimsstyrjöldin var einn af hildarleikjum mannkyns þar sem milljónum hermanna var att saman í stórorrustum sem skiluðu litlu. Lífið þar hefur verið hreint helvíti á jörð. The Grizzled hef- ur greinilegan friðarboðskap og skilaboðin eru að til að lifa af slíka helför verði vináttan og traustið að vera til staðar milli manna. Það er einmitt það sem þeir sem þora að spila The Grizzled verða að gera, treysta hver öðr- um og fórna eigin hagsmunum fyrir félaga sína. Samvinnuspil hafa verið einhver þau vinsæl- ustu undanfarin ár. Spil eins og Pandemic, Forbidden Island og Hanabi hafa selst í bílförmum. Í flestum samvinnuspilum komast leikmenn upp með að spila sinn leik og hafa aðeins annað augað á hagsmunum heildarinnar. Það er ekki möguleiki í The Grizzled því þá er öllum hópnum refsað snöggt og grimmilega. Eitt feil- spor getur eyðilagt allan leikinn fyrir öllum. Leikmenn velja sér persónu sem hefur einhvern hæfileika og spilum er dreift á hópinn. Þá skipt- ast þeir á að spila út spilum sem öll eru slæm nema eitt. Það er jóla- spilið, sem er tilvísun í jólafriðinn árið 1914 þegar hermenn, hverjir sínum megin víglínunnar, lögðu niður vopn til að syngja, gefa hver öðrum gjafir og spila fótbolta. Líkt og jólafriðurinn er þetta eina spil skammgóður vermir. Leikmenn þurfa sífellt að taka erfiðar og hamlandi ákvarðanir. viðbóTin gerbreyTir Hverri umFerð Ári eftir útgáfu The Grizzled kom út viðbótin At Your Orders! Hún bætir ýmsum möguleikum inn í spilið, svo sem eins og tveggja manna reglum. Einnig eru þar upprétt pappaspjöld fyrir hvern hermann úr grunnspil- inu sem greinarhöfundur hefur ekki enn séð neinn tilgang með annan en að fylla aðeins betur út í kass- ann. Bitastæðast við At Your Orders! er hins vegar leiðangursspjöldin og þau gera hana þess virði að eign- ast. Í grunnspilinu er hver umferð keimlík hver annarri en leiðangurs- spjöldin hrista upp í hverri umferð og skiptast þar á skin og skúrir. The Grizzled er erfitt, mjög, mjög erfitt spil. En í þessu tilviki er það kostur þar sem þetta er mjög stutt spil og tilvalið að grípa í sem upphitun eða eftirrétt. Mætti helst líkja þessu við flókna þraut sem leikmennirnir vinna í sam- einingu og þegar hún klúðrast í fyrsta skipti eru flestir reiðubúnir í næstu tilraun undir eins. Spil eins og þetta verður að vera áskorun og The Grizzled stendur fyllilega undir því. The grizzled Útgefið: 2015 Leikmenn: 3–5 Lengd: 30 mínútur Tegund: Kortaspil, samvinnuspil Kristinn Haukur guðnason kristinn@dv.is Önnur serían af Jessicu Jones var loksins frumsýnd eftir tveggja og hálfs árs hlé þann 8. mars síðastliðinn, á alþjóð- legum baráttudegi kvenna. Líkt og þegar fyrsta serían var frumsýnd hámhorfði ég á alla þættina á tveim- ur dögum og var svo skil- in eftir fullnægð, – en mjög hungruð í meira. Jessica Jones var ást við fyrstu sýn, mögulega vegna þess að ég hef elskað Krysten Ritter, sem fer með titilhlutverkið, í fjölda ára og mér hefur aldrei þótt hún fá þá athygli og það lof sem hún á skilið. En ástin orsakaðist auð- vitað mest af því að fyrsta serían var hreint meistaraverk. Þættirnir voru dimmir og drungalegir, með húmor í takt við það og svo með hæfilegu „dassi“ af slagsmálum og spennu. En nóg um fyrstu seríuna, hún er ekki það sem ég ætla að fjalla um. Fyrir þau sem hafa aldrei heyrt um eða horft á Jessicu Jones þá fjalla þættirnir um einkaspæjarann Jessicu Jones og fólkið í hennar lífi. Þættirnir eru byggðir á Marvel- teiknimyndabókum og gerast því í sama heimi og The Avengers. Þótt nokkrum sinnum sé minnst á græna risann og vini hans, þá er Jessica Jones að flestu leyti mjög frábrugðin Marvel-kvikmyndun- um með þeirri undantekningu að Jessica býr líka yfir ofurhetjueigin- leikum, – hún er ofursterk. Önnur serían af Jessicu Jones byrjar á svipaðan hátt og sú fyrsta en er þó nokk- uð hægari og greini- legt að Jessica er enn að ná sér eftir áföllin sem gengu yfir hana í fyrstu seríu. Jessica, Malcolm og Trish einbeita sér nú að því að finna þá sem bera ábyrgð á því að veita Jessicu krafta hennar. Öll spjótin beinast að IGF en fljót- lega fer málið að flækjast og þau einblína á að finna skrímsli sem IGF virðist hafa skapað og fremur nú hvert morðið á fætur öðru. Þessi nýja sería af Jessicu Jones var ekki eins fljót og sú fyrri til að hrífa mig og endirinn á henni er ekki alveg eins fullnægjandi þar sem maður hefur vissa samkennd með „vonda kallinum“. Samkennd sem maður var að mestu laus við í fyrstu seríunni þegar vondi kall- inn var hinn óviðkunnan- legi Kilgrave, sem Dav- id Tennant náði samt einhvern veginn að gera sjarmerandi á vissan hátt. Serían er þrátt fyrir það vel þess virði að horfa á, hún er spennandi og vel upp byggð og við fáum að kynn- ast aðalkarakterunum enn betur en í fyrri seríunni. Hún býr líka til mikla eftir- væntingu fyrir þriðju serí- unni sem við þurfum von- andi ekki að bíða eftir í tvö og hálft ár! Jessica Jones er vafalaust besta Marvel-serían á Netflix og ég myndi mæla með henni við alla sem kunna að meta spennu- og glæpaþætti með smávegis drama. ný þáttArÖð með hinni nAutsterKu Jessicu Jones Tinna eik rakelardóttir fjallar um marvel-hetjuna Jessicu Jones

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.