Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 2
2 23. mars 2018fréttir hlutir sem Björn Leví gæti spurt um Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 72 fyrirspurnir á yfirstandandi þingi. Flestar eru um hluti sem allir vilja vita en furðu- legasta fyrirspurnin er án efa hvert opinbert nafn Reykjavíkur er. DV ákvað að taka saman fimm hluti sem Björn Leví getur spurt um til viðbótar. Þetta óskiljanlega „Hvað gerir Smári McCarthy við 134 þúsund kallinn sem hann fær fyrir að búa á Hverfisgötu? Og er ekki ósanngjarnt að ég fái engan pening fyrir að búa í Ljósheimum?“ - Fyrirspurn til félagsmálaráðherra Stóra spurningin „Er veruleiki okkar draumsýn? Erum við þá ábyrg fyrir hlutum sem gerast í hliðstæðum veruleika?“ - Fyrirspurn til ferðamálaráðherra Það sem enginn vill vita „Hvenær verður næsta bankahrun?“ - Fyrirspurn til forsætisráðherra Skóleysið „Fá þingmenn niðurgreidda skó sem anda?“ – Fyrirspurn til umhverfisráðherra Það sem enginn vill svara „Af hverju fékk Ögmund- ur Jónasson að afþakka ráðherralaun ef það má ekki? Og af hverju hefur enginn annar reynt að afþakka sporslur? Og ef ég skrái mig heima hjá Smára get ég þá líka fengið 134 þúsund kall?“ - Fyrirspurn til fjármálaráðherra Lof & Last – Vilhjálmur Birgisson Lofið fá þessir sömu forstjórar sem hafa sýnt og sannað fyrir launafólki að nægt svigrúm er til launa- hækkana til handa almennu verkafólki og gefið okkur í verkalýðshreyfingunni vegvísi að þeirri kröfugerð sem lögð verður fram í kom- andi kjarasamningum. Lofið fá líka Verkalýðsfélag Akraness, VR, Efling og Framsýn sem hafa ákveðið að standa þétt saman í komandi kjarasamningum og láta kné fylgja kviði við að knýja fram kjarabætur til handa sínum félagsmönnum. Lastið fá forstjórar og lykilstjórn- endur N1, Eimskipa, Símans, Reita og HB Granda en ársreikningar þessara fyrirtækja hafa afhjúpað þá grímu- og taumlausu græðgi og sjálftöku sem heltekið hefur stjórnendur þessara fyrirtækja. Græðgi sem endurspeglast í launahækkunum sem nema mánaðarlega frá 300 þúsundum upp í eina milljón króna. Rétt er að geta þess að lífeyrissjóðir launafólks eiga um eða yfir 50% í öllum þessum fyrirtækjum. Á þessum degi 1801 – Páll I Rússkeisari er hogginn með sverði, síðan kyrktur og að lokum er hann fótum troðinn uns hann skilur við. Þetta átti sér stað í svefnherbergi hans hátignar í kastala heilags Mikjáls í St. Pétursborg, nú Lenígrad. 1919 – Benító Mússólíní stofnar fasista flokk sinn í Mílanó á Ítalíu. 1933 – Reichstag, löggjafarþing Þýska- lands frá 1870–1933, veitir Adolf Hitler umboð til að setja lög án aðkomu lög- gjafarþingsins (þ. Ermächtigungsgesetz), og þar með ná tangarhaldi á Þýskalandi með afleiðingum sem flestir þekkja. 1956 – Pakistan verður fyrsta íslamska lýðveldi jarðar. 2001 – Rússneska Mir-geimstöðin er talin hafa gegnt hlutverki sínu eftir 15 ár í geimnum. Leifarnar, eftir för hennar í gegn- um lofthjúp hjarðar, falla í Suður-Kyrrahaf. Síðustu orðin „Ég óska einskis annars en dauðans.“ – Enski rithöfundurinn Jane Austen ku hafa sagt þessi orð við Cassöndru, systur sína, á dánarbeði sínum, 18. júlí 1817. n Vill ekki hreykja sér af góðverkinu n Skorar á aðra að láta gott af sér leiða H ér er mikil stéttaskipting og stór gjá á milli þeirra ríku og fátæku. Sumir geta eignast allt sem hugur- inn girnist á meðan aðrir eiga vart til hnífs og skeiðar. Svo eru aðrir sem hafa ekki einu sinni efni á að kaupa sér skó.“ Gilbert hefur á samskiptamiðl- um, Snapchat og Facebook, tjáð sig um upplifun sína á landinu. Greindi Gilbert frá því að hann hefði að kvöldi til verið á leið að heimsækja fjölskyldu sem hann þekkir, sem býr í litlum bæ, þegar hann villtist af leið inn í fá- tækrahverfi sem heitir Caimalito. Það fyrsta sem hann tók eftir var að mörg börn voru skólaus og fólk bjó í hrörlegum kofum. Gilbert ákvað því að grípa til sinna ráða og keypti fimmtán skópör og ákvað að koma aftur að degi til og láta gott af sér leiða. Í samtali við DV kvaðst Gilbert ekki vera hrifinn af slíkri umfjöllun þar sem gjafir til þessara fátæku barna væru sjálf- sagt mál og ekkert til að hreykja sér af. „Ef það verður til þess að hvetja fleiri til að láta gott af sér leiða er það mér að meinalausu að greint sé frá þessu en á sama tíma vil ég koma því á framfæri að ég þarf ekkert klapp á bakið fyrir að að- stoða eða gleðja börnin. Lífið snýst um að lyfta fólki sem þarf á því að halda en ekki toga það niður.“ Ferðin í fátækrahverfið „Þetta er einn magnaðist dagur sem ég hef upplifað. Íbúar búa við kröpp kjör og ömurlegar að- stæður, en eru með hjarta úr gulli. Eftir nokkra tíma þarna tekur þú ekki lífinu sem sjálfsögðum hlut og mitt viðhorf til lífsins breyttist þennan dag. Þarna bjó fólk í kof- um á meðan okkar helstu áhyggj- ur heima snúast um hvort við komumst í Costco í mánuðin- um. Hverfið er afar hættulegt en ef þú ferð inn í það með kærleika og bros á vör er þér fagnað. Þegar ég kom þarna fyrst tók ég eftir mörgum berfættum börnum og þá kviknaði sú hugmynd að gefa þeim nýja skó.“ Gilbert kveðst hafa rætt við foreldra barnanna áður en hann færði þeim gjafir. Var því tekið af miklu þakklæti. „Þetta snerti mig afskaplega mikið og ég var klökkur allan tím- ann á meðan ég dvaldi í hverfinu. Við gáfum börnum á öllum aldri skó. Þegar við fórum þaðan vor- um við eltir af fjölda barna. Það var erfitt að geta ekki gefið öllum gjafir,“ segir Gilbert. „Okkur var þakkað fyrir með faðmlögum og kossum. Ótrúlegt fólk sem býr við aðstæður sem enginn á að þurfa að upplifa. Það var erfitt að verða vitni að fátækt- inni og aðeins þess vegna, fólks- ins og barnanna, vil ég opna mig um þessa lífsreynslu, til að hvetja ykkur öll hin ef þið hafið færi á að láta gott af ykkur leiða. Ég veit að það er líka fátækt heima og ekki eru allir í aðstöðu til að hjálpa til en við sem erum fær um slíkt, það er skylda okkar að gera heim- inn aðeins betri. Þú þarft ekki að vera milljónamæringur, ef þú hef- ur efni á einu skópari og gefur það með bros á vör getur þú breytt lífi fólks.“ n Gilbert gaf fátækum börnum skó Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Börnin í skýjunum með gjöfina Telpa fær skó. Gilbert segir að erfitt hafi verið að yfirgefa þorpið án þess að gefa öllum gjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.