Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Qupperneq 14
14 23. mars 2018fréttir
Í
slensk börn munu komast
snemma í kynni við klám. Það
er úti um allt á netinu og sam-
félagsmiðlum og það er óhjá-
kvæmilegt enda eru krakkar sem
eru nálgast kynþroskaaldurinn
forvitnir. Við höfum mætt þessum
raunveruleika með þögninni, eins
og alltaf í tengslum við óþægileg
mál, en það verður að breytast,“
segir Stefan Octavian Ghorghe,
sem er eini Íslendingurinn, að
minnsta kosti opinberlega, sem
starfar við framleiðslu á klámi.
Tilefnið er opinn fundur í Ráð-
húsi Reykjavíkur í vikunni sem
fjallaði um #metoo-byltinguna.
Þar vakti erindi Kolbrúnar Hrund-
ar Sigurgeirsdóttur mikla athygli
en í því kom fram að íslenskir
drengir eigi Norðurlandamet í
klámáhorfi. „Meðalaldur drengja
þegar þeir byrja að horfa á klám er
rúm 11 ár og þá erum við að tala
um meðalaldur,“ sagði Kolbrún
Hrund. Margir drengir væru því
talsvert undir þeim aldri. Sagði
hún að í heimsóknum sínum í
grunn- og menntaskóla þá klöpp-
uðu piltar oft þegar bent væri á
þessa staðreynd. „Þeim finnst
þetta geggjað töff,“ sagði Kolbrún
Hrund. Erindi hennar snerist ekki
síst um að stór hluti klámefnis,
allt að 89% samkvæmt nýlegum
rannsóknum, innihéldi ofbeldi
gegn konum og að afleiðingarnar
væru þær að drengir væru margir
hverjir með brenglað viðhorf til
kynlífs.
Vill miðla af reynslu sinni
„Eina lausnin að mínu mati er
sú að byrja snemma að fræða
börn og unglinga um að klám
sé ekki raunverulegt, ekki frekar
en hasarmyndir í Hollywood.
Að þetta sé leikið efni og raun-
veruleikinn sé allt annar. Ef klám
er það eina sem er í boði til þess
að svala forvitni krakka um kyn-
líf þá að sjálfsögðu brenglast
viðhorf þeirra til þess,“ segir Stef-
an og kveðst vilja leggja hönd á
plóg.
„Ég myndi gjarnan vilja fara
í skólana og miðla af minni
reynslu um hvað sé klám og sér-
staklega hvað sé ekki klám,“ seg-
ir Stefan. Bendir hann á að fram-
leiðsla á efni þar sem einhver sé
neyddur til að gera eitthvað sem
hann vilji ekki eigi ekkert skylt við
klám. „Það er ekkert annað en of-
beldi sem á að kæra til lögreglu,“
segir Stefan.
Stefan er gríðarlega vinsæll á
samfélagsmiðlinum Snapchat og
hann segir að það sé hans upp-
lifun að mikil þörf sé á fræðslu
um klám og kynlíf en ekki síður
hvernig umgangast eigi samfé-
lagsmiðla. „Ég er með um þrjátíu
þúsund fylgjendur og það rignir
yfir mig fyrirspurnum. Bæði um
klámiðnaðinn en líka um kynlífs-
ráð og annað. Það var til dæm-
is miðaldra kona frá Akranesi að
spyrja mig nýlega um hvort ein-
hver tiltekin kynlífsathöfn væri
eðlileg,“ segir Stefan kíminn.
Þá segir hann afar mikilvægt
að kenna börnum að umgangast
samfélagsmiðla. „Það er pressa
á unga krakka að senda myndir
eða myndskeið af líkama sínum.
Það verður að leggja gríðarlega
áherslu á að fræða krakka um að
dreifing slíks efnis sé ofbeldi sem
aldrei á að eiga sér stað,“ segir
Stefan af þunga.
Ástæða fyrir vinsældum kláms
Það vakti mikla athygli þegar
hann steig fram og opinberaði
leik sinn í klámmyndum enda
hefur klám alla tíð verið mik-
ið feimnismál. „Því verður að
linna. Það er ástæða fyrir því að
klám er svona gríðarlega vinsælt.
Það eru ótrúlega margir að skoða
þetta efni þó að þeir viðurkenni
það ekki. Við þurfum að ræða
þetta opinskátt og sérstaklega við
börnin okkar,“ segir Stefan.
Að hans sögn er ekki síð-
ur mikilvægt að ræða við stelp-
ur en stráka um klám og kynlíf.
„Strákarnir mæta oft til leiks með
enga fræðslu aðra en þá sem þeir
hafa séð úr klámmyndunum.
Það sama gildir um stelpurnar.
Umræðan þarf því að vera op-
inská en það þarf ekki síður að
leggja áherslu á að ungir krakkar
setji skýr mörk um hvað þeir vilji
gera í kynlífi og hvað þeim þyki
spennandi. Lausnin er alltaf sú
að tala saman,“ segir Stefan.
Stefan hóf að leika í klám-
myndum í ágúst í fyrra en síðan
hafa hlutirnir þróast hratt. Auk
klámmyndaleiksins felst vinna
hans aðallega í því að leita að
nýjum leikurum og er hann því
á ferð og flugi um heiminn. „Ég
er staddur á Íslandi núna í þrjár
vikur en síðan fer ég aftur út að
vinna. Á meðan ég er staddur
hérna heima þá vil ég gjarnan
taka þessa umræðu sem víðast,“
segir Stefan. n
Stefan vill
fræða
börn um
klám
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„Það er
ástæða
fyrir því að klám
er svona gríðar-
lega vinsælt
n Stefan vill miðla af reynslu sinni
n Klám endurspeglar ekki raunveruleikann
Klámmyndaleikari
Vill fara í skólana og fræða börn
um klám.