Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 26
26 fólk - viðtal 23. mars 2018 H vað á ég að byrja? Ég er 32 ára, hefðbundinn, gagn- kynhneigður, tveggja barna heimilisfaðir. Ég ólst upp í Grafarvogi og er uppalinn Fjölnis- maður í fótbolta. Ég er menntaður kennari og starfa sem deildarstjóri unglingasviðs í frístundamiðstöð,“ segir Þorsteinn og brosir. Hann spilaði lengi knattspyrnu og náði alla leið í unglingalands- liðið. „Ég náði sjö leikjum með unglingalandsliðinu. Ég á tvö tímabil á bekknum hjá Breiðabliki þar sem mitt hlutverk var að hita upp Hjörvar Hafliðason en spilaði svo meira en 100 leiki í meistara- flokki með ÍR. Ég hætti svo í fót- boltanum árið 2011 þegar sonur minn fæðist.“ Strax jaðarsettur Áhugi Þorsteins á karlmennsku og femínisma kviknaði fyrir til- viljun fyrir fjórum árum. „Ég var að vinna í félagsmiðstöð, það var dragkvöld á föstudagskvöldi og enginn tók þátt. Ég var manaður af krökkunum að naglalakka mig og klæða mig í drag. Mér fannst þetta mjög niðurlægjandi, bara eins og sögurnar í dag bera með sér, en ég lét til leiðast. Ég var svo með naglalakkið yfir helgina. Það var þá sem líf mitt breytist.“ Með því að ganga með nagla- lakk segir Þorsteinn að hann hafi áttað sig á því hversu mikil for- réttindi hann hafi búið við sem gagnkynhneigður, ójaðarsettur hvítur strákur. „Ég hafði aldrei lent á þessum vegg. Ég lenti á risastórum glervegg. Samfélagið býst við því að ég, hefðbundinn, gagnkynhneigður fótboltastrák- ur, gangi ekki um með naglalakk. Ég fékk hins vegar augngotur, athugasemdir og grín. Ég var enn- þá ég, ég var bara með naglalakk. Ég var strax jaðarsettur.“ Þorsteinn ákvað því að gera til- raun og halda áfram að vera með naglalakkið. „Ég var í þjáningu innra með mér, ég var að fara á fundi um allan bæ með fólki sem ég hafði aldrei hitt. Ég sagði ekki neitt, ég var bara með naglalakk. Fólki fannst þetta ótrúlega skrít- ið og erfitt, og mér sjálfum. Upp frá þessu fór ég að pæla í þessum kynjaða veruleika sem við búum í og fór að spá í femínisma.“ Hann fékk til liðs við sig 40 ung- lingsdrengi sem allir naglalökk- uðu sig og upplifðu það sama og hann. „Þegar þú ert unglingur þá gerir þú mikið af því að reyna að passa í hópinn, en með sam- stöðunni þá byggist upp stemn- ing. Strákarnir voru mjög stoltir af þessu því þeir áttuðu sig á að þeir voru að gera eitthvað gott. Þeir skildu betur hvernig það er að vera lagður í einelti, hversu erfitt það er að vera jaðarsettur. Mig dreymir um að heyra í þeim aftur, því þetta hafði svo mikil áhrif á líf mitt, en ég hef ekki talað við þá í fjögur ár.“ Ari Brynjólfsson ari@dv.is „Ég var ennþá ég, ég var bara með naglalakk. Þorsteinn V. Einarsson starfar við félags- miðstöðvar hjá Reykjavíkurborg og er varaþing- maður Vinstri grænna. Hann hefur vakið mikla athygli undanfarna daga eftir að hann kom af stað herferðinni #Karlmennskan á samfélagsmiðlum þar sem karlmenn lýsa reynslu sinni. Þorsteinn settist niður með blaðamanni DV yfir kaffibolla í frístunda- miðstöðinni Tjörninni þar sem hann starfar. Lífið breyttist þegar Hann nagLaLakkaði sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.