Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 29
23. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Íslensk hönnun Alrún er lítið hönnunarfyrirtæki í eigu hjónanna Jóns Bjarna Baldurssonar og Melanie Adams, en þau sinna öllum þáttum starfseminnar í sameiningu, hafa hagnýtt sjónarhorn á hönnun og njóta þess að deila saman hugmynd- um sínum. Alrún hefur vakið athygli fyrir framsækna norræna hönnun sem birtist í úrvali skartgripa sem hannaðir eru í anda hinna fornu nor- rænu bandrúna. Jón og Melanie hanna sín eigin bandrúnatákn og þróa þannig áfram hina fornu norrænu hefð sem er yfir þúsund ára göm- ul. Bandrúnirnar þeirra endurspegla hughvetj- andi íslensk orð og eru mjög merkingar- þrungin. Þessi skartgripalína frá Alrúnu sem byggir á bandrúnum hefur notið umtalsverðrar velgengni á erlendum markaði og þau hjón eru alltaf að leita nýrra leiða til að miðla merkingu rúnanna. Einstök gæðateppi úr íslenskri ull Á þessu ári leitast Alrún við að þróa hönnun sína í heimilis- textíl. Fyrstu vörurnar í þessum flokki eru teppi úr íslenskri ull af einstökum gæðum og hafa þau verið lituð sérstaklega fyrir Alrúnu. Þessi teppi hafa verið framleidd í litlu upplagi og eru tilbúin til dreifingar. Ullarteppin prýða táknin „Ást“ og „Styrkur“ – afstrakt form sem vekja góð hughrif hjá fólki sem hefur þessi teppi fyrir augunum á heimilum sínum. Fleiri form eiga eftir að sjá dagsins ljós í frekari hönnun á þess- um teppum. Litasviðið í ullarteppunum Ást og Styrkur spannar frá hefðbundnum kremgulum og sauðargráum litum íslensku ullarinnar til málmkenndari, dekkri og kraftmeiri lita sem minna á síbreytilega litaráferð Atlantshafsins. Alrún rekur vinnustofu og verslun í Sundaborg 1 Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 13 til 16 og tilvalið er fyrir alla fagurkera að kíkja í heimsókn og kynna sér þessa djúphugsuðu og fallegu hönnun. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni alrun.is og símanúmer er 689-1312. Fornar rúnir og íslenska ullin veita innblástur í fagra hönnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.