Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Qupperneq 42
Íslensk hönnun 23. mars 2018KYNNINGARBLAÐ Eins og við vitum eru skartgripir til í öllum verðflokkum. Sumir sækjast eftir ódýru en snotru glingri en aðrir eru að leita að ein- hverju sérstöku og persónulegu, sem eðli málsins samkvæmt kostar sitt. Þeir sem leita til gullsmiðsins Jó- hannesar Ottóssonar – Jóa – eru í síðarnefnda hópnum. Þar fá þeir sérsmíðaða skartgripi sem eru mjög persónulegir, eitthvað sem þú færð ekki annars staðar. „Ég hef mikið fengist við að sér- smíða dýra skartgripi, til dæmis demantshringi, og hvað varðar giftingarhringapör hef ég farið nýjar leiðir, það eru til dæmis hringir með fingraförum paranna. Raunar er það ekki mín hugmynd og fleiri eru að gera það en ég hef líka farið enn nýástárlegri leið: Parið segir eitthvað hvort við annað og ég gref hljóð- bylgjurnar af tali þeirra utan á hring- ana. Maður þarf stundum að leggja höfuðið í bleyti til að gera ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Jói. Örstutt saga segir mikið um hvað þessi hönnun er einstaklingsmiðuð og hvað þetta eru mikilvægir gripir fyrir þá sem eignast þá: „Það hefur gerst margoft að erlend pör sem hafa verið á Íslandi sem túristar hafa samband við mig eftir að þau eru komin heim og panta trúlofunarhringa. Síðasta sumar afgreiddi ég til dæmis Breta en hann hafði verið hér árið áður með unnustu sinni og ætlaði að biðja hennar. Við vorum að velta þessu á milli okkar í tvo mánuði og hann keypti á endan- um stóran demant. Þetta var svo dýr hringur að ég flaug út með hann.“ Karlmannaskart endurvakið „Ég hef verið að keyra mikið á karl- mannaskarti. Áður fyrr áttu allir karl- menn útskriftarhringi, þeir voru ýmist með vélstjóramerkinu eða bláum eða rauðum steini. Margir minnast þess að hafa séð afa sinn með svona. Þetta datt út en er að koma mjög sterkt inn núna. Ég er bæði að gera hringi með plötum og steinum. Síðan er ég með mína línu sem byggð er á íslensku vættunum,“ segir Jói en það hefur verið markmið hans að endur- vekja skartgripanotkun karlmanna allt frá því að hann byrjaði í faginu. „Þegar karlar hafa gengið með skart á seinni tímum þá hafa það gjarnan verið hauskúpuhringir eða eitthvað slíkt en ég er að endurvekja gömlu hefðina í karlmannaskartgrip- um. Ég hanna bæði hringi í grófari kantinum og fíngerða hringi með plöt- um og fangamarkið grafið í plötuna.“ Hver og einn maður fær skartgrip sem hæfir hans skapgerð og smekk enda er sérsmíði ær og kýr Jóa. „Fólk er að fá eitthvað fyrir sjálft sig, sem passar því og engum öðrum.“ Endursköpun jólaóróans Jói var orðinn dálítið leiður á hefð- bundnum jólaóróum sem hafa verið óbreyttir lengi svo hann endurskap- aði íslenska jólaóróann fyrir nokkrum árum: „Fyrir síðustu jól kom ég í fjórða sinn með íslenskan jólaóróa á mark- aðinn. Ég hef verið að nota íslensk dýr í óróann, ég nota sömu umgjörðina en skipti um dýr árlega. Fyrsta árið var hreindýr, svo kom rjúpa, þar næst refurinn og í fyrra var það snæuglan. Spennandi verður síðan að sjá hvaða dýr verður í jólaóróanum 2018.“ Þeir sem hafa áhuga á að skoða nánar hönnun Jóa og ef til vill eignast einstæðan og sérsmíðaðan skartgrip úr hans smiðju ættu að kíkja á heimasíðuna nox.is, Facebook-síðuna Nox og Nox á Instagram. Það er líka hægt að komast í samband við Jóa með því að senda skilaboð í gegnum vefsíðuna eða Facebook-síðuna eða hringja í síma 822-8208. Sérsmíðaðir skartgripir sem þú færð ekki annars staðar NOx:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.