Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 48
48 23. mars 2018
18 ára var yngsta fórnarlamb ástralska raðmorðingjans Roberts J. Wagner. Um var að ræða Thomas Trevilyan og var hann á meðal þeirra tíu sem Robert, í félagi við fleiri ódáma, myrti á árunum 1992–
1999 í Snowtown í Suður-Ástralíu. Upp komst um morðin þegar líkamsleifar
átta fórnarlambanna fundust í tunnum fullum af sýru í mannauðu, fyrrverandi
bankahúsnæði í bænum Snowtown. Ekkert fórnarlambanna var frá bænum.Sakamál
n Janelle flutti til Norfolkeyju n Ekki vel liðin af öllum n Var myrt á páskadag 2002
K
yrrahafseyjarnar hafa í hug-
um fólks löngum tengst
friðsæld og fallegu sólsetri.
Svo sannarlega var sú raun-
in hjá um 1.800 íbúum Norfol-
keyju sem liggur 1.600 kílómetra
frá ströndum Ástralíu.
Árið 2002 töldu flestir íbúanna
að þeir væru óhultir gagnvart því
ofbeldi sem tíðkaðist víða um
lönd. Afkomendur uppreisnar-
manna af HMS Bounty höfðu sest
þar að en eyjan hafði fyrr meir
verið fanganýlenda breska heims-
veldisins.
Hvað sem því öllu líður þá varð
breyting þar á páskasunnudag, 31.
mars 2002.
Stungin og skorin
Janelle Patton, 29 ára fram-
kvæmdastjóri veitingahúss, hvarf
daginn þann þegar hún skrapp
í göngutúr sér til ánægju. Síðar
þennan sama dag fannst líkið af
henni, vafið inn í svart plast á Cock-
pit Waterfall-friðlandinu á önd-
verðum enda eyjarinnar miðað við
þann sem hún hafði síðast sést.
Heilmiklir varnaráverkar á
höndum gáfu til kynna að Jan-
elle hafði veitt árásarmanni sínum
harða mótspyrnu.
Hún hafði verið stungin og
skorin 64 sinnum, önnur mjöðmin
var brotin sem og annar ökklinn.
Einnig var höfuðkúpan brákuð.
Ekki vel liðin af öllum
Ástralskir rannsóknarlögreglu-
menn komu frá Canberra í Ástralíu
og tóku að sér rannsókn málsins.
Þeir voru ekkert að drolla og byrj-
uðu á að taka fingraför allra eyjar-
skeggja á aldrinum 15 til sjötugs.
Rannsóknarlögreglan komst
einnig á snoðir um að Janelle, sem
hafði komið til eyjarinnar tveimur
árum fyrr, var ekki allra hugljúfi og
nöfn nokkurra íbúa Norfolkeyju
skutu upp kollinum og þóttu þess
virði að verða könnuð nánar.
Sýndist lögreglu sem í þeim
hópi grunaðra kynni morðinginn
að leynast, en fátt fréttnæmt gerð-
ist þó í málinu næstu tvö árin.
Sá fyrsti í yfir 100 ár
Einhverjum árum síðar fékk lög-
reglan áhuga á Glenn McNeill,
28 ára kokki. Hann hafði haldið
til á Norfolkeyju en farið á sínar
heimaslóðir, í Nelson í Auckland, í
maí 2002. Árið 2004 skipaði Glenn
efsta sætið á lista lögreglunnar yfir
grunaða. Honum var gert að snúa
aftur til Norfolk sem hann og gerði.
Það var síðan þann 1. febrúar,
2007, að Glenn var ákærður fyrir
morð, fyrstur manna á Norfolk-
eyju allar götur frá árinu 1893.
Heilmiklum vandkvæðum var
bundið að skipa hlutlausan kvið-
dóm, enda ekki margir á lausu sem
ekki höfðu þekkt annaðhvort þann
ákærða eða fórnarlambið. Einnig
hafði fjöldi manns þá þegar mynd-
að sér ákveðna skoðun í málinu.
Næg sönnunargögn
Þegar loks hafði tekist að finna 12
manns í kviðdóminn var þeim sagt
að Glenn hefði þá þegar viður-
kennt að hafa fyrir slysni keyrt á
Janelle. Síðar dró hann þá frásögn
til baka.
Sagðist Glenn hafa farið í kerfi
og skellt Janelle í farangursrými
bifreiðarinnar. Síðar, þegar hún
komst til meðvitundar, banaði
hann henni með hníf.
Fingraför Glenns fundust á
svarta plastinu sem vafið hafði ver-
ið utan um líkið og fleiri sönnunar-
gögn í bifreið Glenns og þeirri íbúð
sem hann hafði búið í fyrrum.
Árangurslaus áfrýjun
Kviðdómur komst að niðurstöðu
9. mars, 2007. Glenn McNeill var
fundinn sekur og fékk þegar upp
Víg Veitingakonunnar
Janelle Patton
Lík hennar fannst á friðlandi á
Norfolkeyju.
U
m þessar mundir standa yfir í Old
Bailey í London réttarhöld yfir frönsku
sambýlisfólki búsettu þar í borg. For-
saga málsins er sú að brunnar líkams-
leifar franskrar barnfóstru, Sophie Lionnet,
21 árs, fundust í garði við hús í South fields
í suðurhluta borgarinnar 20. september í
fyrra. Líkskoðun leiddi í ljós að Sophie hafði
sætt barsmíðum fyrir dauða sinn.
Haft var eftir sækjanda í málinu, Richard
Horwell, að Sophie hefði verið „föst í gildru
heimilismartraðar.“
Brákað bringubein og fleira
Vinnuveitendur Sophie voru Sabrina
Kouider, 34 ára, og Ouissem Medouni, 40
ára. Þau hafa viðurkennt að hafa reynt að
losa sig við líkið af Sophie, en þræta fyrir að
hafa orðið henni að fjörtjóni.
Horwell upplýsti kviðdómara um að lík
Sophie bæri ummerki „verulegs ofbeldis“
þar á meðal mætti nefna „brákað bringu-
bein, fjögur brákuð rif og brákaðan kjálka.“
Enn fremur gerði Horwell heyrinkunn-
ugt að tilvera Sophie á heimili vinnuveit-
enda sinna hefði einkennst af „undarleg-
heitum og kúgun.“
Stjórnað með svartagaldri
Að sögn Horwells var Sabrina Kouider með
Mark Walton á heilanum, en þau ku hafa
verið kærustupar um skeið og eignuðust
son saman. Umræddur Mark var einn af
stofnendum strákabandsins Boyzone, sem
naut vinsælda um skeið.
Sabrina sakaði Sophie, sem hóf störf
hjá henni og Quissem rétt orðin tvítug, um
að vera „í liði“ með Mark og sagði hún að
Mark Walton stjórnaði henni með „svarta-
galdri.“
„Sophie var ekki aðeins ung, hún var
einnig, teljum við, bernsk og einstaklega
berskjölduð og fyrir vikið auðvelt skotmark
svívirðinga og misnotkunar,“ sagði Horwell.
Grunuð um græsku
Í ljósi þess sem sagt hefur verið það sem af
er réttarhöldum þá grunaði Sabrina barn-
Réttarhöld hafin í London yfir frönsku sambýlisfólki
Sophie Lionnet Átti ekki sjö dagana sæla hjá
vinnuveitendum sínum.
Barnfóstra myrt og brennd