Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 52
52 23. mars 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginHöfuðstaðurinn 19. október 1916 Anderson skip- herra brenndur í Eyjum Föstudaginn 7. ágúst árið 1959 var teiknuð mynd af Barry Anderson, skipherra breska flotans, sett á bálköst í Vest­ mannaeyjum. Í fyrsta þorska­ stríðinu, sem hófst haustið 1958, varð Anderson fljótt einn helsti óvinur Íslendinga. Í upphafi deilunnar fóru menn af varðskipinu Þór um borð í breskan togara sem var við veiðar sex mílur frá landi. Frei­ gátan Eastborne, undir stjórn Anderson, kom þá og hand­ tók varðskipsmennina en skil­ aði þeim skömmu síðar aftur í land. Eyjamenn ortu um And­ erson er mynd hans brann: „Er þú rýmir Íslandsmið, ekki er kveðjan þvegin. Þér mun hollt að venjast við, varmann hinum megin. Eyjaskeggjar eru vanir að fást við sjóræningja frá fyrri tíð og auðheyrt er að þeir vita hvert þeir lenda.“ Fyrstu gervihnatta- diskarnir Í upphafi ársins 1986 hófst innreið gervihnattadiska á Ís­ landi og gátu landsmenn þá fengið að sjá erlendar sjón­ varpsstöðvar. Ari Þór Jóhann­ esson rafeindavirki var sá fyrsti sem setti upp slíkan disk og hóf jafnframt sölu á búnaðinum fyrir um 160 þúsund krónur. Reglugerðir stjórnvalda höml­ uðu þó starfseminni að ein­ hverju leyti, bæði hvað varðar lágmarksfjölda íbúa sem mátti tengjast hverjum disk og hvað varðaði leyfi. Til að byrja með veitti einungis kristilega sjón­ varpsstöðin New World slíkt leyfi en flestir vildu tengjast Sky Channel frá Bretlandi. Vegna reglufargansins þurfti Ari að geyma diskana í bílskúr sínum í Breiðholti fyrst um sinn. D amon Albarn, söngvari, laga­ höfundur og forsprakki hljóm­ sveitanna Blur og Gorillaz, á stórafmæli í dag, en hann fagnar fimmtugsafmæli sínu. Þann 24. ágúst 1996 var Albarn í einkaviðtali við DV þar sem hann sagðist ná sambandi við raun­ veruleikann á Íslandi sem honum tækist alls ekki í London. „Ég sakn­ aði Íslands eftir að ég var farinn til Bretlands og hlakka auðvitað mik­ ið til þess að koma aftur, annars væri ég ekki að koma,“ sagði Al­ barn, en viðtalið var tekið á heim­ ili hans í London. Svo vel líkaði Albarn við Ísland og íbúa landsins að hann keypti hlut í Kaffibarnum og einbýlishús að Bakkastöðum 109 í Reykja­ vík. Hugðist hann fullgera hús­ ið fyrir ákveðna fjárhæð, en í fjar­ veru hans hækkaði reikningurinn um tugi milljóna. Stefndi Albarn verkfræðistofunni Hönnun og taldi hana hafa brugðist eftirlits­ skyldu sinni. Sátt náðist í málinu, en er málið var til meðferðar fyr­ ir dómi lögðu forsvarsmenn verk­ fræðistofunnar fram tillögu sem Albarn og lögmaður hans, Heim­ ir Örn Herbertsson, sættust á. Efni hennar var trúnaðarmál. n Damon Albarn fagnar stórafmæli í dag Þ ann 24. ágúst 1960 bættist nýr glæsilegur síðutogari í flota Íslendinga. Báturinn hlaut nafnið Freyr RE 1 en hann var smíðaður í Þýska­ landi. Verkkaupi var Ísbjörninn hf. sem var að stærstum hluta í eigu útgerðarmannsins Ingvars Vilhjálmssonar. Ingvar, sem var fæddur árið 1899, var frumkvöðull í vélbátaútgerð frá Reykjavík og stofnaði áðurnefnt fyrirtæki árið 1944 í félagi við bræðurna Þórð og Tryggva Ólafssyni. Ingvar var framkvæmdastjóri félagsins frá upphafi. Freyr átti þrjú systurskip hér á landi, þau Maí GK 346, Sigurð ÍS 33 og Víking AK 100. Tveir síðast­ nefndu bátarnir komu til landsins um svipað leyti og Freyr. Þetta voru erfiðir tímar í togara­ útgerð á Íslandi. Síldarævintýrið var hafið og því gekk illa að manna bátana. Svo fór að togaranum Sigurði var lagt eftir aðeins tvo túra og togarinn Freyr varð ekki langlífur á íslensk­ um fiskimiðum, hann var seldur til Englands árið 1963. Kaupandinn var út­ gerðarfyrirtækið Ross Trawlers í Grimsby og fékk Freyr heitið Ross Revenge. Þar sannaði togarinn getu sína sem úrvals fiskiskip í um sextán ár. Árið 1981 var skipinu lagt og var ráð­ gert að rífa það niður í brotajárn. Eigendur Radio Caroline komu þá auga á skipið og keyptu það. Í kjöl­ farið var því breytt þannig að það hentaði undir útvarpsrekstur og síðan var skipið skráð í Panama enda var þá ólöglegt fyrir breska aðila að stunda slíkan rekstur. Útvarpsstöðin Radio Caroline var stofnuð árið 1964 af írska athafnamanninum Ronan O'Rahilly sem þá hafði skapað sér nafn í næturklúbbarekstri og út­ gáfustarfsemi, aðeins 24 ára gam­ all. Hugmyndin kom í kjölfar þess að hann hafði gefið út plötu tón­ listarmannsins Georgie Fame og reynt árangurslaust að fá plötuna spilaða hjá BBC. O'Rahilly rakst þá á þann vegg að stóru tónlistar­ framleiðendurnir réðu öllu sem þeir vildu innan BBC og því ákvað hinn ungi írski viðskiptamaður að taka málið í sínar hendur. Hann fékk fjárfesta í lið með sér og keyptu þeir gamla ferju frá Danmörku, MS Fredericia, sem síðan var breytt til þess að henta undir útvarpsreksturinn. Skipinu var síðan siglt út fyrir breska lög­ sögu og síðan hófust útsendingar um páskana 1964. Dag­ skráin var einföld – lát­ laus vinsæl tónlist og því voru breskir hlust­ endur ekki vanir. Rétt er að geta þess að hug­ mynd O'Rahilly var ekki ný af nálinni, slíkur útvarpsrekstur hafði tíðkast í nokkur ár í öðrum löndum þar sem útvarpsstöðvum var sniðinn þröngur stakkur. Radio Caroline varð þegar feiki­ vinsæl en reksturinn var svipt­ ingasamur í meira lagi og efni í langa söguúttekt. Í mars 1980 kom þáverandi útvarpsskip Radio Caroline, að landi í síðasta sinn og leitin hófst að nýju skipi. Þá víkur sögunni að síðu­ togaranum Frey, sem nú hét Ross Revenge eins og áður segir. Skip­ ið lá við akkeri í Skotlandi og leit út fyrir að dagar þess væru tald­ ir. Kaldhæðni örlaganna var sú að sigur Íslendinga í þorskastríðun­ um var ástæða þess að skipið lá nú verkefnalaust við bryggju. Það breyttist þegar fulltrúar Radio Caroline komu auga á skipið og sáu að það smellpassaði fyrir rekstur út­ varpsstöðvar á hafi úti. Það var ekki síst vegna stöðugleika skipsins. Það tók hins vegar nokkur ár að fjármagna framkvæmdirnar á skipinu en loks í ágúst 1983 gekk Freyr enn á ný í gegnum endurnýj­ un lífdaga og nú sem útvarpsskip með 91 metra hátt útvarpsmastur. Togarinn var vettvangur útvarps­ sendinga í rúm sjö ár en skipinu var lagt í nóvember 1990. Skipið liggur nú við akkeri við ána Blackwater í Essex­sýslu í suð­ austurhluta Englands. Sérstakur hópur áhugamanna hefur haldið skipinu við og vill veg þess sem mestan. Þann 31. maí 2017 var skipið skráð á lista yfir söguleg skip Bretlands enda eina útvarps­ skipið sem enn er til. Þess má geta að Radio Caroline er enn í fullu fjöri þó að starfs­ menn hennar séu í dag allir land­ krabbar. n Íslenski togarinn sem varð vett- vangur vinsællar útvarpsstöðvar Freyr RE-1 Skipið var í íslenskri eigu í rúm þrjú á r en lauk viðburða- ríkum ferli sínum sem vettvangur sjórænin gjaútvarpsstöðvar Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Ross Revenge, áður Freyr RE-1, var vettvangur sjóræningjaútvarpsstöðvarinnar Radio Caroline á sjö ára tímabili 1983–1990. „Hlutir í meðallagi“ - Árbækur Espólíns, 1643

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.