Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Qupperneq 60
60 23. mars 2018 Út á hvað gengur tilvistarkreppa nútímakarla og skiptir karl- mennska máli? F jölmargir íslenskir karl- menn hafa á síðustu dög- um sagt frá því hvernig þeir hafa haldið í sér tár- um af ótta við að virðast ekki nógu karlmannlegir, hvernig þeir fela áhugamál sín og ánægjuefni af ótta við að þykja ekki nógu karl- mannlegir og bæla niður hlýjar tilfinningar. Játningarnar hafa að- allega farið fram á Twitter und- ir myllumerkinu „karlmennskan“ og sitt sýnist hverjum. Hér áður fyrr vafðist hugtakið „karlmennska“ ekki eins mikið fyrir fólki og það gerir í dag. Lífs- baráttan var hörð og öll merki um veikleika illa séð bæði hjá körlum og konum. Til að komast af þurfti fólk að harka af sér og bíta á jaxl- inn. Hlutverkaskipan kynjanna var jafnframt nokkuð fyrirfram ákveðin. Drengir námu af feðrum sínum og gerðust sjómenn, bænd- ur, læknar eða skósmiðir með- an konur gengu í fótspor mæðra sinna og sinntu börnum og heim- ili enda lítið um valkosti. Við upphaf tuttugustu aldar tók þetta hins vegar smátt og smátt að breytast en eftir síðari heimsstyrj- öld, og svo aftur eftir tilkomu getn- aðarvarna, fóru hlutirnir að gerast mjög hratt, svo hratt að nú virðast margir karlar komnir í töluverða tilvistarkreppu meðan flestar kon- ur fagna þessum breytingum. Fjarverandi Feður koma drengjum í tilvistar- kreppu Árið 1990 kom út bókin Iron John: A book about men eftir John Bly og varð fljótt að metsölubók. Í henni fjallar höfundurinn um kreppu nútímakarlmanna og rek- ur hana til hinnar veiku stöðu föðurhlutverksins í samfélaginu. Á öldum áður, allt frá fornum menningarheimum til bænda- samfélagsins, hafi drengir numið af feðrum sínum en í dag séu þeir fyrst og fremst aldir upp af konum enda eldri karlmenn, bæði feð- ur og kennarar, yfirleitt víðs fjarri. Þessi fjarvera eldri karla í uppvexti drengja hafi haft eyðileggjandi áhrif á nútímamenninguna og út- koman sé meðal annars þung- lyndi, léleg sjálfstjórn og óskýr ábyrgðartilfinning gagnvart fjöl- skyldu og samfélagi. Boðskapur Bly sló rækilega í gegn. Í kjölfarið spruttu upp karlahreyfingar sem meðal annars buðu upp á bókleg og verkleg námskeið svo menn gætu tengst eigin karlmennsku. Til dæmis í gegnum einsemd og hvers konar þolraunir en slíkt er karlmönnum nauðsynlegt svo að þeir öðlist dýpt og þroska að mati höfundar. „geldir“ karlmenn sem ráFa um í leit að karlmennsku Sumir vilja meina að tilvistar- kreppu nútímakarla megi einnig rekja til kapítalíska neyslusamfé- lagsins sem byrjaði að dafna um miðja síðustu öld. Það henti karl- mönnum almennt illa að skil- greina sjálfsmynd sína út frá borð- stofuborði í IKEA-bæklingi líkt og karakterinn sem Edward Norton lék í hinni frábæru mynd Fight Club (1999). Nútíma kapítal- ismi og neysluhyggja láti hvítum gagnkynhneigðum körlum líða eins og þeir hafi lítinn samfélags- legan tilgang öfugt við til dæmis konur, hinsegin fólk og svertingja sem undanfarna áratugi hafa átt það sameiginlegt að berjast fyrir virðingu og jafnrétti. Höfundur sögunnar Fight Club, Chuck Palaniuk, sagði frá því í við- tali að hann hafi sjálfur verið að drepast úr leiðindum sem vélvirki í Portland þar til dag einn er hann lenti í slagsmálum, sem leiddu til þess að hann breytti lífi sínu. „Karlmenn eru ringlaðir gagn- vart karlmennsku sinni,“ segir hann, „eða hvað þurfa þeir að gera til að verða karlmenn? Að fara í stríð eða bera sigurorð af ógnandi dýrum? Það eru engin stríð, engin rándýr á veginum, engin víglína. Hvað stendur eftir? Peningar, íþróttir, orðstír?“ Chuck Palaniuk segir kjarna sögunnar fjalla um tilraun „geldra“ karlmanna til að verða karlmenn á nýjan leik en söguhetjan er væg- ast sagt ringluð í upphafi myndar- innar. Hann ráfar á milli tólf spora hópa þar sem hann grætur í barm- inn á öðrum ringluðum körlum og þótt hann bæði eigi fín húsgögn og flott föt upplif- ir hann gríðar- legt tilgangsleysi í tilveru sinni. Dag einn verður svo sápusalinn Tyler Durden (Brad Pitt) á vegi hans og lífið tekur níutíu gráðu snún- ing. Saman stofna þeir slagsmála- klúbb fyrir karla og í gegnum það undarlega samfélag komast þeir í tengingu við karlmennsku sína. Tyler tekur að sér hlutverk for- ingjans og predikar að karlarnir séu hvorki bíllinn sem þeir eiga, bankainnistæðan, Boss-jakkaföt- in né sérsaumaða skyrtan. margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is Ein eftirminnilegasta senan úr Fight Club sýnir söguhetjuna gráta í barminn á Bob sem Meat Loaf lék af mikilli snilld. karlmennska: geta pabbar ekki grátið?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.