Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.04.2018, Qupperneq 2
Veður Hæg norðlæg eða breytileg átt í dag. Dálítil væta norðanlands, einkum með ströndinni, en stöku skúrir um sunnanvert landið. Hiti víða 5 til 10 stig að deginum. sjá síðu 48 Sinfóníuhljómsveit Íslands hitar upp fyrir Japansför Japanski píanistinn Nobuyuki Tsjujii situr hér við flygilinn í Eldborgarsal Hörpu eftir að hafa flutt Píanókonsert númer tvö eftir Fréderic Chopin. Píanósnillingurinn hefur verið blindur frá fæðingu og lærir jafnvel erfiðustu tónverk píanóbókmenntanna eftir heyrn. Fréttablaðið/Eyþór andlát Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í sjónum við Vatna- garða í Reykjavík í fyrrinótt. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að óttast hafi verið um afdrif mannsins eftir að bátur fannst mannlaus neðan við athafnasvæði Samskipa í Kjalar- vogi eftir klukkan eitt í fyrrinótt. Leit hófst þegar að manninum en hann fannst á sjötta tímanum um morguninn. Ekki er grunur um saknæmt athæfi í tengslum við and- látið. – bg Fannst látinn í sjónum við Vatnagarða Óman Sænski tónlistarmaðurinn Tim Bergling, betur þekktur sem Avicii, lést í Múskat, höfuðborg Ómans, í gær. Hann var 28 ára. Þetta tilkynnti fjölmiðlafulltrúi Avicii. „Með sorg í hjarta tilkynnum við um andlát Tims Bergling. Hann fannst látinn í Múskat, Óman, fyrr í dag. Fjölskylda hans er harmi slegin og við biðjum alla um að veita henni næði á meðan hún syrgir á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningunni. Avicii hætti að koma fram á tón- leikum árið 2016 af heilsufarsástæð- um. Á meðal þekktustu laga hans eru Levels, Wake Me Up og Hey Brother. Hann gaf út tvær plötur á ferlinum og var tilnefndur til og hlaut fjölda verðlauna fyrir verk sín. – þea Hinn sænski Avicii látinn Þrátt fyrir ungan aldur var Avicii frumkvöðull í rafrænni danstónlist. lögreglumál Mikið magn síma- gagna, upplýsingar um bílaleigu- bíla og teikningar eru meðal sönn- unargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór  sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðast- liðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upp- lýsingar um aðdraganda og fram- kvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggis- kerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða sam- verkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dags- ljósið. adalheidur@frettabladid.is Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. Ekki er vitað hvar Sindri þór Stefánsson er niðurkominn. Fréttablaðið/gEtty Tími innbrota og leigu á bílum 4. desember Sendiferðabíl tekinn á leigu. 5. desember Innbrot í gagnaver. 7. desember Sendiferðabíl skilað. 15. desember Innbrot í gagnaver. Síðla desember Sindri hand- tekinn og yfirheyrður. 26. desember Tilraun til innbrots í gagnaver. 14. janúar Sendiferðabíll tekinn á leigu á nafni ætlaðs samverka- manns. 15. janúar Innbrot í gagnaver. 16. janúar Sendiferðabíl skilað. Sindri segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins að hann hafi verið í gæsluvarðhaldi að ósekju og án allra sönn- unargagna. lögreglumál   Sigurður Ragn- ar  Kristinsson,  sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að stórfelldum fíkniefnainn- flutningi er laus úr varðhaldi. Hér- aðsdómur hafnaði í gær kröfu lög- reglu um gæsluvarðhald en féllst á kröfu um fjögurra vikna farbann. Rannsókn Skáksambandsmáls er á lokastigi. Beðið er gagna frá Spáni sem veldur því að enn hefur ekki verið gefin út ákæra í málinu. Fjórir hafa sætt gæsluvarðhaldi á ýmsum stigum rannsóknarinnar. – aá Sigurður laus úr gæsluvarðhaldi Hólmsheiði. Fréttablaðið/gVa 2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -C 1 2 4 1 F 8 3 -B F E 8 1 F 8 3 -B E A C 1 F 8 3 -B D 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.