Fréttablaðið - 21.04.2018, Page 12

Fréttablaðið - 21.04.2018, Page 12
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 VERÐ FRÁ 2.702.000 K R. ÁN VSK 3.350.000 KR. MEÐ VSK CITROEN.IS CITROËN JUMPY MODUWORK - aukið flutningsrýmiNálægðarskynjarar að aftan Þrjár lengdir – allt að 4 metra flutningsrými FJÖLHÆFUR & STERKUR LENGDIN SKIPTIR MÁLIBAKKAÐU AF ÖRYGG I KOMDU & MÁTAÐU CITROËN JUMPY Í DAG! BJÓÐUM EINNIG REKSTRAR LEIGU AÐALFUNDUR Eflingar-stéttarfélags 2018 Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2018 verður haldinn á Grand Hótel fimmtudaginn 26. apríl 2018. Fundurinn hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni að Sætúni 1/Guðrúnartúni 1 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 18.apríl nk. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar-stéttarfélags Bandaríkin Miðstjórn Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn ríkisstjórn Rúss- lands, rússnesku leyniþjónustunni GRU, háttsettum einstaklingum úr forsetaframboði Donalds Trump og lekasíðunni WikiLeaks. Washington Post sagði frá málsókninni en Demó- kratar halda því fram að fyrrnefndir aðilar hafi í samráði haft óeðlileg afskipti af forsetakosningunum. „Meðan á kosningabaráttu stóð réðust Rússar af öllum mætti á lýð- ræði okkar og fundu sér samstarfs- aðila í forsetaframboði Donalds Trump,“ sagði Tom Perez, formaður miðstjórnar Demókrata, í yfirlýsingu í gær. Málið var höfðað í Manhattan. Snýr það einna helst að því að Rússar hafi ráðist á tölvukerfi Demókrata og síðan dreift, með aðstoð WikiLeaks, upplýsingum sem þaðan var stolið. Framboðið hafi verið með í ráðum og síðan reynt að vekja athygli á lek- anum. – þea Höfða mál gegn Rússum, framboði Trumps og WikiLeaks Spánn Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í barátt- unni fyrir aðskilnaði ollu fórnar- lömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upp- lausn ETA á næstu vikum en sam- tökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýs- ingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baska- landi er talið að 343 almennir borg- arar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglu- menn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að sam- tökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskiln- aði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, for- sætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsök- unar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsök- unarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtak- anna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endur- skrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðar- legt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkis- ráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upp- lausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður. thorgnyr@frettabladid.is Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA Aðskilnaðarsamtök Baska biðjast afsökunar. Höfðu áður lagt niður vopn. Gerðu fjölda árása og myrtu meðal annars forsætisráðherra á sínum tíma. Af- sökunarbeiðninni hafnað. Spænska ríkið fer fram á skilyrðislausa upplausn. ETA-samtökin hafa nú beðist afsökunar. Allt stefnir í varanlega upplausn á starfsemi ETA. NordicphoTos/AFp Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar 2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -E 3 B 4 1 F 8 3 -E 2 7 8 1 F 8 3 -E 1 3 C 1 F 8 3 -E 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.