Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2018, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.04.2018, Qupperneq 16
Dagskrá: • Kynningar frá LSR • Benedikt Jóhannesson flytur erindi • Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur nokkur lög • Kaffiveitingar • Fyrirspurnir og umræður. Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef LSR. LSR heldur fund fyrir sjóðfélaga á lífeyri og maka þeirra 24. apríl 2018 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14:00. Heilbrigðismál „Í allri þessari umræðu í þjóðfélaginu um biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og kostnað við aðgerðir gleymist að á bak við biðlista er fólk sem bíður kvalið eftir aðgerð. Biðlistar eru ekki tölur á blaði heldur geyma þeir sjúklinga sem geta lítið annað gert en beðið,“ segir Leifur Á. Aðalsteinsson, 75 ára gamall Reyk­ víkingur sem bíður eftir liðskipta­ aðgerð á mjöðm. Leifur er einn fjölmargra sem bíða í íslensku heilbrigðiskerfi eftir lið­ skiptaaðgerð. Liðskiptaaðgerðir eru framkvæmdar af hinu opinbera á Landspítalanum, á Akranesi og á Akureyri. Einnig hefur Klíníkin í Ármúla gert nokkra tugi aðgerða af þessu tagi, bæði liðskiptaaðgerðir á mjöðm og hné. Klíníkin er hins vegar ekki með samning við Sjúkra­ tryggingar Íslands um aðgerðirnar og því tekur hið opinbera ekki þátt í kostnaðinum við þær. Fær viðtal í haust Hægt er að grynnka á biðlistum með Biðlistar eru ekki bara tölur á blaði því að gera samning við Klíníkina um að taka að sér fleiri aðgerðir og þannig stytta biðtíma sjúklinga. Leifur segir þann tíma sem hann hefur beðið hafa reynst honum þungbær. „Ég var búinn að vera kvalinn nokkuð lengi áður en heimilislæknirinn minn sótti um liðskiptaaðgerð fyrir mig þann 4. janúar. Ég fékk svarbréf þann 23.  mars frá Landspítalanum með þeim orðum að tilvísun mín frá heim­ ilislækni væri í vinnslu og ég myndi fá bréf eftir fimm til sex mánuði frá þeim degi um viðtal við bæklunar­ lækni,“ segir Leifur. Hann segist hafa verið nokkuð ósáttur við þessar upplýsingar og tjáð spítalanum að hann gæti ómögulega beðið svo lengi eftir aðgerð. „Ég fékk hálf kaldhæðnislegt svar frá spítal­ anum þess efnis að heimilislæknirinn yrði bara að „halda mér gangandi á meðan“ með verkjalyfjum.“ Einangrunin erfiðust Leifur segir þessa bið taka verulega á sig bæði líkamlega en ekki síður and­ lega. „Það eru ekki bara líkamlegar þjáningar og verkir sem þessu fylgir heldur margt annað sem maður þarf að takast á við einnig,“ segir Leifur. „Þegar þú ert svona þjáður þá minnkar allur vilji og geta til mann­ legra samskipta. Við sem erum í þessum sporum einangrumst heima hjá okkur og minnkum samskipti óafvitað við vini og fjölskyldu. Það er þessi einangrun sem verður svo erfið.“ 709 sjúklingar voru á biðlista í febrúar eftir liðskiptaaðgerð á hné og á sama tíma voru 385 sjúklingar í bið eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm. Í fyrra voru 800 aðgerðir á mjöðm gerðar hér á landi en rétt tæplega 800 hnjáliðaskipti. Bara hugsað um kostnað „Það gleymist líka í þessari umræðu um biðlista eftir liðskiptaaðgerðum að sjúklingar í bið lifa við þannig verki að maður hættir að gera það sem maður gerði áður. Ég fer ekki í sund og ekki í göngutúr sem hefur þær afleiðingar að líkaminn rýrnar og vöðvar minnka, mótstöðuafl ónæm­ iskerfisins minnkar. Þetta virðist víst skipta ráðamenn engu máli. Þar er bara hugsað um kostnað og biðlista. Auðvitað viljum við ekki einangr­ ast en það gerist hægt og rólega. Maður hefur minni vilja til að hitta vini, það hverfur einhvern veginn,“ segir Leifur. „Til að mynda tók ég það ráð að fara í Hörpu vegna Barna­ menningarhátíðar til að dást að litla barnabarninu mínu dansa á sviðinu. Það var æðisleg stund. En það þýddi það að ég svaf ekkert nóttina eftir vegna verkja. Maður vegur og metur hvað maður gerir hverju sinni því ég veit að verkirnir munu koma,“ bætir hann við. Hafi íslenskir sjúklingar beðið í þrjá mánuði eftir aðgerð hér á landi gefst þeim tækifæri til að fara til Sví­ þjóðar í aðgerð og greiða Sjúkra­ tryggingar þær aðgerðir að fullu. En af einhverjum ástæðum er ekki vilji til þess að gera samning við Klín­ íkina um að grynnka á biðlistunum og spara fé hins opinbera en Klíníkin gerir aðgerðirnar fyrir um þriðjung þeirrar upphæðar sem það kostar að flytja sjúklingana til Svíþjóðar. Vantar pennastrik ráðherra Að mati Leifs er mikilvægt að sjúkl­ ingar séu settir í forgang í íslensku heilbrigðiskerfi. „Það eru margir sem eru í sömu sporum og ég, sem bíða eftir aðgerð kvaldir heima hjá sér. Það þarf að setja þessa sjúklinga í forgang. Ráð­ herra hefur sagt það óásættanlegt að fólk sé sent til Svíþjóðar í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi. Ráð­ herra verður hins vegar að svara því hvernig hún ætlar að breyta því,“ segir Leifur og hefur ákveðnar hugmyndir um hvað sé hægt að gera. „Þetta er í raun ofureinfalt. Það er rétt sem kom fram hjá framkvæmda­ stjóra Klíníkurinnar um að pólitískan vilja skorti til að taka á þessum vanda. Að mínu mati þarf ekki nema eitt pennastrik ráðherra og þá er hægt að ráðast á þennan biðlista og kippa þessu í liðinn, ef svo má að orði kom­ ast.“ Leifur á von á því að fá viðtal við bæklunarlækni Landspítalans síð­ sumars. Á meðan mun hann þurfa að bíða eftir aðgerðinni. „Ég er ekki einn í þessu. Mörg hundruð manns bíða á sama tíma. Þetta er lifandi fólk og stjórnmála­ menn ættu að sjá sóma sinn í að huga að því að biðlisti er ekki tala á blaði, heldur sjúklingar í sárri neyð eftir aðgerð.“ sveinn@frettabladid.is Leifur Á. Aðalsteinsson bíður eftir liðskiptaað- gerð á mjöðm. Það tók spítalann tvo og hálfan mánuð að svara hvort tilvísun hans væri mót- tekin. Hann fær viðtal við bæklunarlækni eftir fjóra til fimm mánuði. Leifur Á. Aðalsteinsson er einn fjölmargra sem bíða eftir liðskiptaaðgerð. Hann segir erfitt að einangrast í veikindum. FréttABLAðið/Eyþór 2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a U g a r D a g U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -B C 3 4 1 F 8 3 -B A F 8 1 F 8 3 -B 9 B C 1 F 8 3 -B 8 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.