Fréttablaðið - 21.04.2018, Síða 24

Fréttablaðið - 21.04.2018, Síða 24
Um helgina, af hverju ekki að … LESA Ráðuneyti æðstu hamingju eftir hina indversku Arundhati Roy, höf- und verð- launa- og metsölu- bókar- innar Guð hins smáa. Bókin fjallar um fólk á jaðri samfélagsins í Indlandi, elt og útskúfað. VIRKJA GRÆNA FINGUR Þeir sem vilja rækta eigið grænmeti ættu að fara að skipu- leggja ræktun- ina, hvort sem hún fer fram í pottum í stofu, pokum á svölum eða matjurta- görðum. Nú er tíminn til að láta kartöflur spíra og setja niður fræ. Pawel Bartoszek. Sigríður Soffía Níelsdóttir dansari og Helgi Már Kristinsson myndlistar­maður eiga að baki far­sælt samstarf. Helgi Már hefur séð um leikmyndir á nokkrum dansuppfærslum Sig­ ríðar Soffíu. Í samstarfi þeirra fyrir sýninguna FUBAR kviknaði hug­ myndin um að fanga eðli hreyfinga dansarans og í dag er sýningin Ham­ skiptin – augnablikið vs. varanleiki opnuð í Listamönnum Galleríi. Sýningin samanstendur af teikn­ ingum og málverkum eftir Helga Má og ljósmyndum eftir Marinó Thorlacius. Sigríður Soffía á ríkan þátt í verkunum, í hugmyndavinnu en líka sem verkfæri og viðfang, í nokkrum verkanna þrykkir hún nefnilega með tám eða táskóm á striga og pappír. „Þegar þessi hugmynd kviknaði höfðum við verið að grúska í því hvernig maður skrifar niður dans. Þetta eru tákn sem ég hef aldrei getað nýtt mér þegar ég sem dans­ verk. Þau eru mikil myndlist en óskiljanleg, ég nýti mér aðrar leiðir þegar ég skrifa mín dansverk,“ segir Sigríður Soffía. „Í raun og veru ætluðum við í fyrstu að fara út í hálfgert vísinda­ verkefni. En byrjuðum á því að gera þrykk. Sigríður Soffía gerði pírúetta og við stúderuðum farið sem hún skildi eftir sig. Teikninguna á gólf­ fletinum,“ segir Helgi Már. „Þú getur ekki fangað stökk á striga. En þú getur hins vegar gefið vísbendingu um hreyfinguna sem hefur átt sér stað,“ segir Sigríður Soffía. „Ég er samtímadansari en Helgi Már ýtti mér í klassískan ball­ ett í þessu verkefni. Klassískur ball­ ett snýst enda um að fanga hreina línu,“ segir hún. „Ég var treg til í fyrstu. En við byrj­ uðum á að skoða pírúetta og fanga eðli þeirrar einangruðu hreyfingar, ég gerði það bæði á tánum og í tá­ skóm. Og það er gaman að sjá mun­ inn. Í kjölfarið fórum við að grúska í sögu ballettsins,“ segir Sigríður Soffía. „Hún er mikil og merkileg, saga Önnu Pavlovu ballettdansara. Og ekki síður dansverkið hennar um hinn deyjandi svan. Goðsögur um konur í svansham og ballettdansara sem túlka svani í dansi eiga margt sammerkt. Að dansinum loknum fella þær haminn og við tekur harmur eins og ævisögur frægra ballettdansara gefa til kynna,“ segir Helgi Már um þjáningu og metnað dansarans sem fórnar sér oft fyrir augnablikið. „Okkur fannst vísun í Önnu Pavlovu óhjákvæmileg. Helgi fann texta eftir Pavlovu um dansinn, við gátum speglað okkar hugsun í þeim texta,“ segir Sigríður Soffía. „Við spurðum okkur: Hver er svanur Siggu? Það kom fljótlega í ljós að hennar svanur er flugeldur. Tvö verka á sýningunni fjalla um þetta, annars vegar er verkið Deyjandi svanur sem er dansað og þrykkt á táskóm og Flugeldurinn sem Sigga dansar á tánum. Markmiðið var að ná hennar túlkun á striga. Verkin eru einlit því fókusinn er á hreyfinguna og eðli hennar,“ segir Helgi Már. Hvernig gekk samstarfið? „Það vaknaði í mér gamall ballett­ draugur. Fullkomnunaráráttan tók yfir og við vorum um tíma ósam­ mála um suma hluti,“ segir Sigríður Soffía. „Ef pírúettinn er ekki full­ kominn þá sést það á teikningunni. Helga fannst ef til vill teikning af pírúett falleg en ég sá bara ófull­ kominn pírúett. Sönnun þess að ég hefði ekki gert hann fullkomlega. Ég fór því stundum í vörn og það var áskorun að takast á við fullkomn­ unaráráttuna,“ segir hún. „Ég skil að þetta hafi verið áskor­ un. Það er líka líkamlega erfitt að dansa á táskóm. Myndlistin snýst oftast ekki um augnablikið heldur varanleika. Á meðan ballettsýning gengur yfir og verður að minningu.“ kristjana@frettabladid.is Fanga hreyfingar dansarans Sigríður Soffía Níelsdóttir dansari og Helgi Már Kristinsson myndlistarmaður opna í dag sýninguna Hamskiptin – augnablikið vs. varanleiki í Listamönnum Galleríi. Þau hafa gert tilraunir til að fanga eðli hreyfinga dansarans. Anna Pavlova ballettdansari. DANS OG SPRIKL „Ég ætla að hjálpa konunni minni sem býður börnum, foreldrum og vinum í dans og sprikl í Kramhúsinu,“ segir Pawel Bartoszek sem er frekar þekktur fyrir stjórnmálastarf en dansfimi sína. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík í dag og hefst klukkan 14.00. Sigríður Soffía Níelsdóttir og Helgi Már Kristinsson við nokkrar ljósmyndir sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Áhugakona um fugla Anna Pavlova (1881-1931) var mikil áhugakona um fugla. Hún átti til dæmis flamingóa og svan á tjörn við heimili sitt. Hún lét Mikhail Fokine skrifa fyrir sig verk um hreyfingar svansins, fjögurra mínútna sóló sem heitir Deyjandi svanurinn. Anna Pavlova sýndi verkið um fjögur þúsund sinnum. 2 1 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 4 -0 6 4 4 1 F 8 4 -0 5 0 8 1 F 8 4 -0 3 C C 1 F 8 4 -0 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.