Fréttablaðið - 21.04.2018, Side 29

Fréttablaðið - 21.04.2018, Side 29
er magnað að kona á þessum aldri fari út í þessi ævintýri.“ Máni grípur orðið: „Ímynd ömmu í huga manns var bara eitthvað svo stór að maður hafði einhvern veginn aldrei áhyggjur af henni, þannig séð. Manni fannst hún svo mikill töffari.“ Jóhanna lét sig alla tíð hag þeirra sem minnst mega sín varða og lét hressilega að sér kveða í góðgerðar- málum. Hún stofnaði Fatímu sjóðinn 2005 en sjóðurinn beitti sér í upphafi fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðarað- stoð í Afríku og Mið-Austurlöndum. „Hún gaf sig alla í þetta. Algjörlega. Hún var fram á síðasta dag að vinna í þessum málum og við ætlum að reyna að halda starfi hennar áfram og sjóðurinn heldur áfram,“ segir Vera. „Ég held að starf pabba á Græn- landi sé innblásið af því sem amma gerði í Jemen og víðar. Þetta sprettur held ég af sömu innri þörfinni til þess að láta gott af sér leiða,“ segir Máni en hann og Joey hafa síðustu tvö árin verið í fremstu víglínu í gleði- og góð- gerðarferðum skákfélagsins Hróks- ins, sem Hrafn faðir hans stofnaði fyrir 20 árum. Sálfræðitímar hjá ömmu Kristjón, Vera og Máni voru mis- mikið hjá ömmu á Drafnarstíg í æsku en öll eiga þau sterkar minningar þaðan og mótuðust öll að einhverju leyti sem manneskjur innan veggja hússins góða. „Ég var aðallega mikið hérna á seinni árum. Við Aþena, hundurinn minn, litum nánast alltaf við hérna þegar við vorum í kvöldgöngutúr- unum okkar,“ segir Máni. „Ég var hérna mjög mikið, bæði þegar ég var lítil, og var mikið send hingað að gista, og kom svo mikið í kaffi á seinni árum,“ segir Vera. „Fyrir mig var þetta eins og ókeypis sálfræðitímar. Það voru alltaf tveir stólar hérna og borð á milli og hún settist alltaf í sama stólinn,“ bætir Máni við og Vera tekur undir. „Ég get sagt nákvæmlega það sama. Hún var mjög skilningsrík. En mjög forvitin.“ „Já, mjög forvitin,“ samsinnir Máni. „Fólk var stundum eitthvað að hrósa mér fyrir hvað ég væri dug- legur að sinna ömmu minni en ég held nú að ég hafi meira verið að gera þetta fyrir sjálfan mig heldur en ömmu. Og ég fékk örugglega meira út úr þessum heimsóknum. Mér fannst virkilega gott að koma hingað.“ „Þetta voru mjög fínir sálfræði- tímar og tíminn leið alltaf svo hratt,“ segir Kristjón. „Maður ætl- aði kannski að kíkja í hálftíma eða eitthvað en endaði kannski í tvo, þrjá tíma og fannst maður varla vera búinn að tylla sér niður þegar klukkan var orðin sex, sjö og hún rak mann út til að geta horft á fréttir eða handbolta. Það voru einu skiptin og þá frekar handboltinn. Það voru heilagar stundir hjá henni.“ Alltaf á flakki Jóhanna skipulagði vinsælar hóp- ferðir til Mið-Austurlanda. Vera seg- ist hafa farið með ömmu sinni í heil- margar ferðir og Máni fór með henni til Egyptalands, Palestínu og Írans. „Síðan kom hún í brúðkaupið okkar á Hawaii,“ segir Máni. „Joey var með eitthvað um 130 ættingja þarna en ég með um það bil fimm en amma var einn af þeim.“ Og barna- börnin skellihlæja öll enda Jóhanna sjálfsagt ekki minna en hundrað manna maki í þeirra huga. „Hún skemmti sér virkilega vel. Ég var svolítið áhyggjufullur vegna þess að þetta er langt ferðalag,“ heldur Máni áfram og Joey tekur við: „Það var ótrúlegt að hún skyldi hafa kom- ist. Alveg frá því við sögðum henni að við ætluðum að gifta okkur á Hawaii fór hún í strangt aðhald, líkamsrækt, hugaði að mataræðinu og reykti aðeins minna. Þannig að hún var nógu hraust til þess að fara í þetta langa flug.“ Talandi um reykingar. Maður hefur varla séð mynd af henni frá ferðalögunum fyrir botni Miðjarðar- hafs nema með sígarettu á lofti. „Svo er það þessi mynd þar sem hún er með snákinn. Þar er hún með sólgleraugun, einhvern snák og sígarettu. Þú toppar það ekkert og fokkar ekkert í þannig ömmu,“ segir Kristjón. Kjarnorkukonan Jóhanna Krist- jónsdóttir var dáð víða um land, fyrir bóka- og blaðaskrif sín, allt góðgerðarstarfið og síðast en ekki síst einfaldlega fyrir stórbrotinn per- sónuleika sinn. Öll þrjú eru Máni, Vera og Kristjón börn þekktra foreldra og sjálf ekki öllum ókunnug en skuggi ættmóður- innar er stór. „Ég fann oft fyrir þessu og þetta var ekki verra ef maður þurfti að komast í náðina hjá fólki eða biðja um eitthvað, þá fann maður alltaf einhverja leið til þess að koma því að að Jóhanna væri amma manns,“ segir Máni. „Og ef þú lendir í aðstæðum þar sem þú hefur ekkert til þess að tala um þá geturðu alltaf bara sagt: Jóhanna Kristjónsdóttir var amma mín.“ Og enn er hlegið dátt í eld- húsinu á Drafnarstíg. Erfið veikindi „Amma var alltaf svo mikið í útlönd- um og þá var alltaf svo gaman að bíða eftir því þegar hún kom heim vegna þess að hún kom alltaf með Toblerone og bol. Og stundum fót- boltabúning. Þannig að við áttum alltaf fót- boltabúninga frá Kúveit og Jórdaníu og eitthvað svona á meðan aðrir áttu Þýskaland og Holland. Mann langaði kannski meira þá að eiga hollenskan búning en núna myndi ég svo vilja vita hvar allir þessir búningar eru.“ Jóhanna hafði alla tíð yfirbragð hörkutólsins og virtist hvorki bregða sér við sár né bana en Kristjón segir glímu hennar við krabbameinið hafa reynt á hana. Oftast kannski meira en hún lét uppi. „Hún var náttúrlega svo mikill Jóhanna í Marokkó fyrir nokkrum árum. Þetta verður ekki toppað og þú „fokkar“ ekkert í svona ömmu. Stofan á Drafnarstíg dregur enn dám af Jóhönnu og þarna sitja barnabörnin þar sem þau sóttu áður „sálfræðitíma“ hjá ömmu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÞAR ER HÚN MEÐ SÓLGLER- AUGUN, EINHVERN SNÁK OG SÍGARETTU. ÞÚ TOPPAR ÞAÐ EKKERT OG FOKKAR EKKERT Í ÞANNIG ÖMMU. Kristjón ÞAÐ VAR ALLT- AF EINS OG AÐ KOMA Í FRAMANDI HEIM ÞEGAR MAÐUR KOM TIL ÖMMU. Vera töffari en svo kom að því, þegar hún var búin að vera veik lengi, að við áttum samtöl þar sem hún sýndi á sér veikari hlið. Þar sem hún talaði til dæmis um að hún myndi frekar deyja heldur en að fara í gegnum aðra lyfjameðferð. Það er svo vont fyrir svona konu, sem er búin að vera úti um allan heim, koma til dæmis heim fótbrotin eftir að hafa verið handtekin ein- hvers staðar á herflugvelli eða eitt- hvað og hafa staðið í því að bjarga lækni frá Írak. Að vera þessi goðsögn sem er alltaf á ferð og flugi og fara svo yfir í að geta ekki hreyft sig.“ Maður óhlýðnast ekki ömmu sinni Vera segist hafa notið stuðnings og leiðbeininga ömmu sinnar þegar hún byrjaði að vinna í útvarpinu. „Hún hlustaði mikið, sérstaklega þegar ég var að byrja á fréttastofunni. Þá leiðbeindi hún mér um framsögn og svona.“ Vera segir ömmu sína hafa verið með alls kyns sérvisku, ekki síst hvað málfar varðaði og hún gerði skýrar kröfur um að Vera fylgdi málfars- stefnu sinni frekar en þeirri opinberu sem RÚV hefur í hávegum. „Sádi-Arabar, til dæmis, þjóðin sem býr í Sádi-Arabíu. Amma hataði að talað væri um Sádi-Araba og vildi að það væri talað um Sáda. Og þetta varð ég að standa við og hún kom með alveg langan fyrirlestur um af hverju þetta ætti að vera þannig.“ „Maður fer ekki að óhlýðnast ömmu sinni,“ segir Kristjón glott- andi. Saddam og Arafat uppi á vegg Vera lagði stund á Mið-Austurlanda- fræði og þá var oft stuð hjá þeim Jóhönnu. „Það var auðvitað gaman að diskútera þetta allt við hana. Hún hafði náttúrlega sínar skoðanir. Ég ætlaði alltaf að feta í fótspor hennar og ætlaði til Sýrlands, til Damaskus, í arabískunám þar eins og hún gerði. En svo varð ekkert af því út af borg- arastyrjöldinni sem skall þar á en ég held enn í vonina um að ég eigi eftir að gera þetta.“ Myndir af Saddam Hussein og Yasser Arafat héngu í öndvegi á veggjum á Drafnarstíg. „Jájá, Saddam, Arafat og fleiri góðir,“ segir Máni. Kristjón: „Töluðu þau ekki saman í síma einhvern tímann?“ Vera: „Jú, hún talaði við Saddam í síma.“ Blaðamaður: „Og hvað fór á milli þeirra? Voru þau bara að ræða dag- inn og veginn?“ Kristjón: „Þetta var þegar hún var að bjarga Gísla lækni frá Írak.“ Jóhanna, þá blaðamaður á Morgunblaðinu, beitti sér mjög í baráttunni fyrir að koma Gísla Sig- urðssyni lækni úr landi eftir að hann varð innlyksa í Kúveit og Írak þegar Írakar réðust inn í Kúveit í ágúst 1990. Undir lok þess árs fór hún sjálf til Bagdad til þess að tala máli læknisins við ráðamenn þar. Genin láta ekki að sér hæða Kristjón hefur skrifað bækur og fyrir nokkrum árum byrjaði hann í blaðamennsku, ömmu sinni til mikillar ánægju, og ritstýrir nú DV. En er þarna um bein áhrif frá ömmu að ræða? „Nei. Ég ætlaði alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta,“ svarar Kristjón. „Svo klikkaði það og þá fór ég bara að skrifa. Genin láta ekki að sér hæða,“ segir hann háðskur. „Við ræddum auðvitað mikið um blaðamennsku enda er hún bara ein merkasta fjölmiðlakona landsins og hefur unnið með goðsögnum í þessu. Og var sjálf goðsögn í bransanum. Það var svo gaman að ræða við hana um hvernig þetta var og heyra sögur hennar af því hvernig var að vera kona í þessum mikla karla- heimi eins og hann var þá. Og þurfa að horfa upp á einhverja karla valda fram yfir hana, sem þótti bara eðli- legt þótt hún stæði þeim kannski miklu framar. Það er bara svo gaman að ræða við svona gáfað og skemmtilegt fólk svo ég hrósi henni aðeins meira.“ ↣ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29L A U G A R D A G U R 2 1 . A P R Í L 2 0 1 8 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 8 3 -D E C 4 1 F 8 3 -D D 8 8 1 F 8 3 -D C 4 C 1 F 8 3 -D B 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.