Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 93

Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 93
Musicians The Akureyri Culture Society is looking to hire instrumentalists on a one-year contract, based on projects that will be taken on by the North Iceland Symphonic Orchestra and SinfoniaNord in the work year 2018-2019. This is a project-based contract for instrumentalists who will take part in concerts given by the North Iceland Symphonic Orchestra in the work year 2018-2019 as well as in SinfoniaNord‘s projects, which include recordings of symphonic film scores and symphonic services for event managers, orchestras, composers and recording managers. The extent of the contract depends on the number and nature of projects. The salary follows the collective agreement of the Icelandic Musicians Union (FÍH) with the Akureyri Culture Society (MAk). Applicants should have a university degree in music and they will also have to audition. Instrumentalists who have over the last two work years worked on a total of 30 projects with the Iceland Symphony Orchestra, or comparable orchestras, are exempt from auditions. The auditions will be held in Hof in Akureyri and Harpa in Reykjavík. Further details on their arrangement will be presented later. Applicants will be assessed on e.g. their performance in the auditions, their concert experience, and their participation in SinfoniaNord‘s projects over the last two work years. The deadline for appications is June 1, 2018. Queries and applications should be sent to SinfoniaNord@mak.is. There are no special forms for applications. All applications will be responded to within six weeks. Menningarfélag Akureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is Í HOFI Í SAMKOMUHÚSINU Í HOFI Í SAMKOMUHÚSINU Hljóðfæraleikarar Menningarfélag Akureyrar óskar eftir hljóðfæraleikurum á samning til eins árs vegna dagskrár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og SinfoniaNord starfsárið 2018-2019. Um er að ræða verkefnaráðningu við hljóðfæraleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á starfsárinu 2018 -2019 og verkefni undir merkjum SinfoniaNord, sem felast í upptökum á sinfónískri kvikmyndatónlist, sinfónískri þjónustu til viðburðarhaldara, hljómsveita, tónskálda og upptökustjóra. Umfang samnings fer eftir fjölda og eðli verkefna. Laun eru eftir kjarasamningum Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) við Menningarfélag Akureyrar (MAk). Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun í tónlist en þurfa einnig að undirgangast áheyrnarprufu. Hljóðfæraleikarar sem unnið hafa samtals 30 þjónustur á síðustu tveimur starfsárum með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða aðrar sambærilegar hljómsveitir þurfa ekki að undirgangast áheyrnarprufu. Áheyrnarprufur fara fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og í Hörpu í Reykjavík. Tilhögun þeirra verður kynnt síðar. Við mat á umsækjendum verður meðal annars horft til frammistöðu í áheyrnarprufu, tónleikareynslu almennt og þátttöku í verkefnum SN undanfarin tvö starfsár. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2018. Fyrirspurnir og umsóknir skulu sendar til SinfoniaNord@mak.is. Ekki eru sérstök umsóknarblöð. Öllum umsóknum verður svarað innan sex vikna. TónlisT HHHHH steingrímur Þórhallsson: Harpa kveður dyra, tólf blik og tónar við ljóð snorra Hjartarsonar. Kór neskirkju söng, steingrímur Þór- hallsson stjórnaði. Kristskirkja miðvikudaginn 18. apríl „Ég er komin með vorið til þín, vaknaðu og sjáðu.“ Þessa setningu var að finna í kórverki eftir Stein- grím Þórhallsson sem ber nafnið Harpa kveður dyra, tólf blik og tónar við ljóð Snorra Hjartarsonar. Það var frumflutt í Kristskirkju á miðvikudagskvöldið. Kór Neskirkju söng, en Steingrímur er stjórnandi kórsins. Ljóð Snorra (1906-1986) hafa sjaldan verið tónsett, sem er furðu- legt, því þetta eru magnaðar nátt- úrustemningar. Þau sem hér heyrð- ust voru tólf talsins og var raðað þannig að þau fóru með mann í ferðalag úr myrkri og drunga yfir í ljós og birtu. Verkið var enda flutt síðasta vetrardag. Tónlistin var falleg. Hún byggðist á þeirri klassísku aðferð að undir- strika merkingu hverrar ljóða- hendingar með tónrænu líkinga- máli. Bach var meistari í þessu, en táknfræðin í stóru trúarlegu tónsmíðunum hans er ótrúlega margslungin. Seinni tíma tónskáld hafa því miður oft fallið í gryfju til- gerðar, nánast eins og þau séu að troða meiningu viðkomandi ljóðs ofan í tónleikagesti. Sú var aldrei raunin á tónleikunum á miðviku- dagskvöldið. Styrkur Steingríms fólst m.a. í laglínunum. Þær voru einstaklega hrífandi. Vissulega voru þarna alls konar myndræn stílbrögð líka; nefna má þegar skáldið bað sól- ina um að vefja „hlýjum heiðum örmum um hug“ sér, og tónmálið varð þétt, langar hendingar vöfðu sig saman. Þetta var þó ekki banalt, melódíurnar og táknmálið mynd- uðu þvert á móti kraftmikla heild sem var ávallt eðlileg og blátt áfram. Steingrímur var óhræddur við einfaldleikann. Sum ljóðin fengu að flæða án endurtekninga, fábrotnum valstakti brá meira að segja fyrir í byrjun. Valsinn var viðeigandi fyrir upphaf ferðalagsins; það voru lítil, óheft skref sem urðu fljótlega að erfiðri göngu um myrkrið. Er það gerðist varð flókinn hljómagangur og röddun áberandi. Einfaldleikinn kom samt aftur í lokin í kraftmiklu lagi þar sem vorinu var fagnað og hrynjandin var í aðalhlutverki. Lokalagið hefði að ósekju mátt vera lengra, e.t.v. með einhvers konar aðdraganda, enda hápunktur verksins. Maður vildi meira! Tónlistarflutningurinn var glæsi- legur. Kórinn söng a capella, þ.e. án undirleiks, ef frá er talin tambúrína, handtromma með bjöllum, sem notuð var til að skreyta síðasta lagið. Kórsöngurinn var þéttur, toppraddirnar voru prýðilega mótaðar og innraddirnar yfirleitt nákvæmar; bassinn vel framsettur. Ég hef lítið heyrt eftir Steingrím hingað til; spennandi verður að fylgjast með honum í framtíðinni. Jónas Sen niðursTaða: Falleg tónsmíð, falleg ljóð, fallegur söngur. Vorinu fagnað í Kristskirkju Styrkur Steingríms fólst m.a. í laglínunum, segir í dómi. Fréttablaðið/SteFán m e n n i n g ∙ F r É T T a B l a ð i ð 49l a u g a r D a g u r 2 1 . a p r í l 2 0 1 8 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -E 3 B 4 1 F 8 3 -E 2 7 8 1 F 8 3 -E 1 3 C 1 F 8 3 -E 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.