Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 14
14 13. apríl 2018FRÉTTIR K ristín Ómarsdóttir er í hópi fjölmargra foreldra sem gripu til þess ráðs að gerast dagforeldri vegna þess að ekki var til pláss fyrir þeirra barn. Kristín, sem er íþróttafræðingur með kennsluréttindi að mennt, var komin með vinnu eftir fæðingar­ orlof en þurfti frá að hverfa þar sem hún fékk hvorki pláss fyrir dóttur sína á ungbarnaleikskóla né hjá dagforeldri í Reykjavík. Kristín tók á móti blaðamanni á heimili sínu í Laugardal, þar standa nú yfir framkvæmdir til að gera heimilið klárt til að taka á móti börnum en Kristín bíður nú eftir að fá starfs­ leyfi frá Reykjavíkurborg. Setið um plássin „Ég ákvað bara að gerast dagmóðir sjálf fyrst ég hafði tækifæri til. Þetta er búinn að vera gamall draumur þannig að ég ákvað að slá til, þetta verður mjög spennandi,“ segir Kristín. „Ég var í atvinnuleit og í leit að plássi fyrir barnið. Ég gat valið á milli vinnustaða en ég fann hvergi pláss fyrir hana.“ Kristín er ekki enn formlega skráð með leyfi sem dag­ foreldri en hún er strax búin að fá fleiri umsóknir en hún getur talið. „Ég setti inn auglýsingu á Facebook og það rigndi yfir mig skilaboðum. Það voru komnar vel yfir 60 beiðn­ ir þegar ég hætti að telja. Ég vissi að þörfin væri mikil en mig grunaði ekki að hún væri svona mikil. Mér skilst á öðrum að þetta sé svipað hjá þeim. Það er setið um plássin.“ Kristín segir augljósan skort á úr­ ræðum fyrir foreldra ungra barna. „Margir sem hafa haft samband við mig eru að bíða eftir að komast í vinnuna sína, en komast ekki því þeir hafa engan stað fyrir barnið. Líka starfsmenn leikskóla, eins kaldhæðnislegt og það hljómar. Það sem mér finnst sorglegast er að fólk virðist vera til í hvað sem er. Fólk getur ekki valið dagforeldrið sem því líst best á, það verður bara að stökkva á eitthvað ef það býðst. Ég vil gefa fólki færi á að kynnast mér, koma í heimsókn, skoða þær að­ stæður sem ég býð upp á og ákveða hvort það treysti mér fyrir barninu sínu áður en það þiggur pláss fyrir það, en fólk hefur fáa valkosti í dag. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum og það er mjög sorglegt að fólk sé í þeirri stöðu að þurfa að stökkva á hvað sem er.“ Heimilið lagt undir Ferlið við að gerast dagforeldri kostar bæði mikinn tíma og fjárútlát. Verð­ andi dagforeldrar þurfa að sækja sex vikna námskeið, skila læknisvottorði og sakaskrá, láta slökkvilið gera úttekt á húsnæðinu, fara í viðtal hjá dag­ gæslufulltrúa, fá skóla­ og frístunda­ ráð í heimsókn fyrir frekari úttekt á búnaði, standa straum af stjórn­ sýslukostnaði við að fá starfsleyfið og kaupa útbúnað. „Mér finnst að það mætti ekki vera auðveldara að gerast dagforeldri. Þetta er samt tímafrekt og smá vesen. Síðasti mánuðurinn minn í fæðingarorlofinu hefur farið í að snúast í þessu. Maður er að leggja heimilið undir, þetta er meira en bara að fá leyfi og byrja“. Dagforeldrar heyra undir sveitarfélögin og því getur mun­ að ansi miklu á milli sveitarfé­ laga þegar kemur að niðurgreiðsl­ um eins og sjá má í tölum ASÍ frá 2017 í meðfylgjandi dálk. „Dag­ foreldrar eru að hjálpa sveitar­ félögum, það mætti alveg vera ein­ hver styrkur einhvers staðar til að mæta útgjöldunum. Til dæmis er ekki skylda að kaupa fjölburakerru en ég ætla að gera það, hún kostar um 100 þúsund krónur. Miðað við mína gjaldskrá þá munu fyrstu tveir mánuðirnir fara í að mæta stofnkostnaðinum.“ Varla dropi í hafið Eins og áður segir hefur Kristín fengið ótal beiðnir frá foreldrum. Hún segir óþægilegt að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli fólks sem er gjarnan í miklum vanda. „Ég lagði mig fram við að svara öllum beiðnunum sem ég fékk eftir að ég auglýsti, það tók þrjú kvöld. Sumir biðja einfaldlega um pláss á meðan aðrir eru grát­ biðjandi. Það er svo sorglegt að geta ekki hjálpað öllum. Stundum langar mig að geta opnað leikskóla og taka á móti öllum, en það er ekki þannig. Þetta er örlítið ósann­ gjörn staða, að þurfa að heyra margar sorglegar sögur og þurfa að velja úr.“ Kristín segir marga sem hún hafi kynnst á námskeiðinu vera í sömu stöðu og hún. „Um það bil helmingurinn af okkur á lítil börn sem fá hvergi pláss.“ Hún er með heimild fyrir fjórum börn­ um sem þýðir að hún er með pláss fyrir þrjú börn fyrir utan sitt eigið. „Það verður enginn ríkur af því að vera dagforeldri. Mánaðarlaunin mín verða ekki þau sömu og ef ég væri úti á vinnumarkaðnum. En hvað gerir maður ekki fyrir sjálfan sig og aðra,“ segir Kristín og bros­ ir. „Það er gaman að fara út fyrir þægindarammann og aðstoða þrjá foreldra í viðbót, þá er mark­ miðinu náð. Það er verst að það er varla dropi í hafið.“ n Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Kristín gerðist dagforeldri þegar hún fékk ekki pláss fyrir dóttur sína n „Það er svo sorglegt að geta ekki hjálpað öllum“ Ari Brynjólfsson ari@dv.is Kristín Ómarsdóttir og tíu mánaða gömul dóttir hennar Kristín fékk ekki pláss fyrir hana hjá dagforeldri þannig að hún ákvað að gerast dagforeldri sjálf. MYND ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.