Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Qupperneq 26
26 FÓLK - VIÐTAL 13. apríl 2018 „Íslenskt leikhús að verða einn allsherjar ruslahaugur meðal- mennsku og sjálfsdýrkunar Jón Viðar Jónsson er frægur, sumir segja alræmdur, fyrir skrif sín um íslenskar leiksýningar. Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum segir hann skoðanir sínar umbúðalaust og hefur sú hreinskilni oft og tíðum valdið úlfaþyt í leikhúsheiminum, sem hann telur ekki hátt risið á í dag. Kristinn hjá DV ræddi við Jón um æskuna, leikhúsið, trúna á Jesú Krist og baráttu Jóns við kvíða og þunglyndi. J ón Viðar er fæddur árið 1955 og Reyk­ víkingur í húð og hár. Fyrstu þrettán árin bjó hann með fjölskyldu sinni á Sjafnargötu 1 á Skólavörðuholtinu. En þó var stutt að rekja ættirnar út á land, í Skaftafellssýslur í föðurætt og Vestmanna­ eyjar í móðurætt. „Ég stærði mig einu sinni af því að það væri ekki dropi af norðlensku blóði í mín­ um æðum. Svo kom þessi Íslendingabók og þá komst ég að því að ég á víst forfeður norður í landi frá 18. öld og ég varð að una því,“ segir Jón hálfbrosandi. „En þessi norð­ lenska ætt er aftur á móti Schevingarnir svokölluðu og þeir hafa getið af sér margt fræðimanna og listafólks, að minnsta kosti segja sumir afkomendanna það.“ Foreldrar Jóns, Jón Aðalsteinn Jónsson, ritstjóri og yfirmaður Orðabókar Háskóla Íslands, og Vilborg Guðjónsdóttir  hús­ freyja,  eru nú báðir látnir. Jón Viðar er elstur í röð þriggja systkina. Var þetta menningarheimili? „Já, það var það. Pabbi og mamma fóru mikið á tónleika og í leikhús og fóru snemma að taka mig með á þær leiksýn­ ingar sem þau töldu mig hafa þroska til að sjá. Nú svo lá ég í bókum, lærði að teikna og leika á píanó. Ég fékk uppörvun til að skapa, bæði frá þeim og afa mínum, Jóni Ormssyni, sem ég átti margar samveru­ stundir með. Hann var annar af stofnend­ um Bræðranna Ormsson en starfaði öll síð­ ari árin sem sjálfstæður rafvirkjameistari.“ Hvernig barn varst þú? „Ég hef sjálfsagt verið nokkuð krefjandi og var kannski svolítill einfari en ég var skapandi barn, orti ljóð og skrifaði sögur. Allir héldu að ég yrði rithöfundur en það rann af mér á unglingsárunum. Ég vissi þó alltaf að framtíðinni lægi í því sem ég hafði unun af, listunum, en ekki í líkamlegri erf­ iðisvinnu sem ég hef aldrei verið verulega hneigður til.“ Varð fyrir opinberun níu ára Fyrsta leiksýningin sem Jón sá var upp­ færsla Þjóðleikhússins á Kardemommu­ bænum árið 1960 sem situr enn þá í fersku minni hans. Árið 1964 markaði hins vegar mikil tímamót í lífi Jóns því þá voru verk Williams Shakespeare sett á svið í tilefni af 400 ára afmæli skáldsins. Leikfélag Reykja­ víkur sýndi Rómeó og Júlíu, Þjóðleikhúsið Hamlet og Ríkisútvarpið flutti Óþelló, Of­ viðrið og nokkur fleiri verk. „Ég á erfitt með að lýsa þessum kynn­ um mínum af Shakespeare öðruvísi en einhvers konar opinberun, ég fann að þarna var eitthvað stórkostlegt á ferðinni. List sem var engu öðru lík. Allar þýðingar á leikritunum, bæði Matthíasar Jochumssonar og Helga Hálfdanar­ sonar, las ég upp til agna. Þeim sem sem sáu mig handfjatla þessar bækur, ekki síst ef þeir voru ókunnugir, þótti ég að sjálf­ sögðu afar einkennilegt barn. En Shakespeare gagntók mig og hann hefur fylgt mér alla tíð. Á seinni árum er hann farinn að skipta mig enn meira máli því hann lýsir svo mörgu sem maður hef­ ur kynnst um ævina. Fyrir mér er Shake­ speare fyrst og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.