Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Qupperneq 48
48 13. apríl 2018 79 ára var elsta fórnarlamb mexíkóska morðkvendisins Juönu Barraza. Juana leitaði fórnarlamba á meðal aldraðra kvenna í Mexíkó-borg á árunum 2002–2006. Ástæðan ku hafa verið óviðráðanleg fyrirlitning hennar í garð móður sinnar. Þegar upp var staðið hafði hún myrt í það minnsta ellefu konur. Fyrir vikið fékk Juana 759 ára fangelsis- dóm árið 2008.SAKAMÁL LÆKNIR GALT FYRIR GETULEYSIÐ H ans Peterson, banda­ rískur/franskur pókerspil­ ari búsettur í Chicago í Illinois, var ekki sáttur. Í of langan tíma hafði hann glímt við svonefndar unglingabólur og árið 2006 hafði hann fengið sig fullsaddan. Hann fór til húðlækn­ is, Davids Cornbleet, sem var með stofu á 12. hæð í turni við Michig­ an Avenue í Chicago. Cornbleet læknir skrifaði upp á nokkur lyf, þar á meðal Accutane, sem áttu að vinna bug á bólunum í andliti Peterson sem fór léttur í lund til síns heima og innbyrti lyf­ in eins og fyrir hann hafði verið lagt. Pantaði tíma hjá lækninum Liðu nú nokkrir mánuðir og seg­ ir svo sem ekki mikið af orrustu Peterson við bólurnar. Hins vegar ku hann hafa orðið var við veru­ lega dvínandi kynhvöt og hugn­ aðist lítt sú þróun. Var Peterson sannfærður um að Accutane væri um að kenna. Nú hefðu sennilega flestir í svipuðum sporum mælt sér mót við lækninn og það var einmitt það sem Peterson gerði, 24. október 2006. Í stað þess að kvarta og leita ráða dró Peterson hníf úr pússi sínu og rak hann ítrekað í bringu hins grunlausa læknis. Síðan lagði Peterson á flótta. Peterson hugsar sinn gang Að kvöldi þessa dags varð Aileen, eiginkonu læknisins, ekki rótt. Hvorki hafði eiginmaðurinn hringt né svarað þegar hringt var í hann. Aileen dreif sig á læknastof­ una og sá þá að þar var allt opið. Inni lá eiginmaður hennar í blóð­ polli á gólfinu. Hann hafði verið stunginn tuttugu sinnum. Á sama tíma í öðrum bæjar­ hluta velti Hans Peterson stöðu sinni. Hann gerði sér grein fyrir því að hann hafði skilið lífsýni eft­ ir úti um allt á læknastofunni, að ekki væri minnst á fingraför. Fund­ ur hans og Cornbleet var einnig án efa rækilega færður til bókar í dag­ bók læknisins. Evreka! Velktist Peterson ekki í vafa um að hann yrði fljótlega bendlaður við morðið á lækninum – og Illinois beitti dauðarefsingum. Peterson sá í hendi sér að ef honum dytti ekki snjallræði í hug hið fyrsta þá biði hans sennilega ferð aðra leiðina á dauðadeild. Evreka! skyndilega laust niður í huga hans þeirri staðreynd að hann væri með tvöfaldan ríkis­ borgararétt; fæddur í Bandaríkj­ unum en átti franska móður. n Pókerspilari missti kynhvötina og var ekki sáttur n Lét reiðina bitna á húðlækni„Fyrir ári, eða þar um bil, varð ég lækni í Chicago að bana. Hans Peter- son Tvöfaldur ríkisborgara- réttur bjargaði honum fyrir horn. Fabrikant fannst hann bera skarðan hlut frá borði Peterson beið ekki boðanna, hafði samband við flugfélag, pakk­ aði niður og dreif sig á O'Hare­ flugvöllinn. Gefur sig fram Á meðan lögreglan leitaði læknis­ morðingjans logandi ljósi í Illin­ ois hafði Peterson það náðugt í Frönsku Vestur­Indíum. Peterson vissi þó sem var að þetta myndi ekki vara að eilífu, fyrr eða síðar myndu lögin ná í skottið á honum. E inu sinni var maður, og er enn, að nafni Valery Fabrikant. Fabrikant þessi kom í heiminn árið 1940 í borginni Minsk, sem þá tilheyrði Sovétríkjunum sálugu en er nú höfuðborg Hvíta­Rússlands. Saga Minsk kemur þó ekki meira við sögu hér. Fabrikant flutti til Kanada árið 1979 og varð aðstoðarprófess­ or í verkfræðideild Concordia­ háskólans í Montreal og hóf þar kennslu árið 1980. Ósáttur við kollegana Svo virðist sem annaðhvort hafi ýmislegt ekki verið sem skyldi í Concordia eða að Fabrikant hafi lítt verið friðarins maður. Fabrik­ ant hafði ekki fengið fastráðningu við háskólann þrátt fyrir að hafa sótt um hana í fjórgang. Velktist Fabrikant ekki í vafa um hverjir bæru þar ábyrgð á og sakaði fé­ laga sína um að hafa komið í veg fyrir fastráðninguna. Hann bætti reyndar um betur og sagði kolleg­ ana að auki hafa róið að því öllum árum að hann missti vinnuna. Leitaði til dómstóla Fabrikant bar yfirstjórn háskól­ ans á brýn að umbera æði mikið frjálsræði í höfundarréttarmál­ um. Þannig stunduðu kennarar kinnroðalaust að láta skrá sig sem meðrithöfunda efnis þar sem þeir höfðu ekkert lagt til málanna. Árið 1992 fann Fabrikant sig knúinn til að leita á náðir dóm­ stóla til að fá nöfn nokkurra kollega fjarlægð af efni sem hann hafði skrifað á 9. áratugnum, þeir ættu enda ekki einn stafkrók í umræddum greinum. Uppgjör á 9. hæð Þetta ósætti Fabrikants og vinnu­ félaga hans náði hámarki 24. ágúst 1992. Á níundu hæð Henry F. Hall­byggingar Concordia­há­ skólans birtist Fabrikant og var greinilega ekki hlátur í hug. Þrátt fyrir að oft sé haft á orði að penn­ inn sé máttugri en sverðið hafði Fabrikant ákveðið að skipta því fyrra út fyrir það síðarnefnda. Reyndar var Fabrikant ekki með sverð í fórum sínum heldur skotvopn og skotfæri. Dauðir prófessorar Á hæðinni voru staddir nokkr­ ir starfsmenn verkfræðideild­ ar Concordia­háskólans og lét Fabrikant kúlunum rigna yfir þá. Í kúlnaregninu létu lífið prófess­ orarnir Matthew Douglas, Mich­ ael Hogben og Aaron Jaan Saber. Ritarinn Elizabeth Horwood og „Þrátt fyrir að oft sé haft á orði að penninn sé máttugri en sverðið hafði Fabrikant ákveðið að skipta því fyrra út fyrir það síðar- nefnda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.