Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 49
SAKAMÁL 4913. apríl 2018 2. febrúar, 1988, fékk Laura nokkur Black tímabundið nálgunarbann á vinnufélaga sinn, Richard Wade Farley. Honum hafði reynst fyrir-munað að skilja að hún vildi ekkert með hann hafa í öðru samhengi. Nálgunarbannið reyndist skammgóður vermir, því 16. febrúar gekk Farley berserksgang í vinnunni, varð sjö manns að bana og særði fjóra, þar á meðal Lauru Black. Farley fékk dauðadóm. LÆKNIR GALT FYRIR GETULEYSIÐ n Pókerspilari missti kynhvötina og var ekki sáttur n Lét reiðina bitna á húðlækni Þann 6. ágúst 2007 rölti Hans Peterson á næstu lögreglustöð og tilkynnti, rósemdin uppmáluð: „Fyrir ári, eða þar um bil, varð ég lækni í Chicago að bana og hér er ég mættur til að gefa mig fram. Ég er með franskan ríkisborgararétt og þetta er franskt yfirráðasvæði.“ Framsal óheimilt Hans Peterson var umsvifalaust handtekinn og síðan fluttur til Guadeloupe. Hans vissi, sem og allir aðrir, að hann yrði aldrei tek- inn af lífi – hann yrði ekki einu sinni framseldur til Bandaríkj- anna. Samkvæmt frönskum og evrópskum lögum er óheimilt að framselja grunaða einstaklinga til nokkurs þess lands þar sem mögulegt yrði að viðkomandi yrði dæmdur til dauða. Fjölskyldu Cornbleet varð nóg boðið þegar þetta lá ljóst fyrir. Skrifaði hún meira að segja þáver- andi forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, bréf. Í bréfinu sagði með- al annars: „Hann [Peterson] hefur fengið heimild til að velja sér dóm- stól.“ Fjölskyldan fékk stuðningsyfir- lýsingu frá þáverandi forsetafram- bjóðanda Bandaríkjanna, Barack Obama. Lífstíðardóm í stað dauðadóms Pókerspilarinn Hans Peterson veðjaði á réttan hest því hann verður aldrei framseldur til Bandaríkjanna á vit dauðarefs- ingar. Í staðinn fyrir dvöl á dauða- deild í Bandaríkjunum mun hann taka út refsingu sína, lífstíðardóm sem féll í nóvemberlok árið 2011, í frönsku fangelsi. n Pókerspilarinn Þegar upp var staðið hafði hann veðjað á réttan hest. Húðlæknirinn með syni sínum Cornbleet hugðist hjálpa Peterson, en það fór á annan veg. Phoivos Ziogas, deildarforseti verkfræðideildarinnar, særðust. Horwood varð frekara lífs auðið en Ziogas tórði í dái í um mánuð áður en innvortis áverkar drógu hann til dauða. Fundinn sekur Fabrikant sá sjálfur um vörn sína þegar réttarhöld hófust. Eft- ir nokkrar vikur sá dómari sig til- neyddan til að fresta réttarhöldun- um og láta kanna hvort Fabrikant væri yfirhöfuð sakhæfur. Óvenju- og sérviskuleg hegðun hans gaf ástæðu til að ætla að Fabrikant gengi ekki andlega heill til skógar. Niðurstaðan varð sú að hann væri sakhæfur en eftir fimm mánuði lét dómari gott heita og stöðvaði varnartilburði Fabrik- ants. Kviðdómur komst í kjölfar- ið að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur. Lífstíðardómur Valery Fabrikant afplánar nú lífs- tíðardóm í Archambault-fangels- inu í Quebec og ku vera virkur í hinum ýmsu fréttagrúppum þar sem hann segir sína útgáfu af at- burðarásinni fyrrum. Hefur hann meðal annars sagst vera saklaust fórnarlamb samsæris. Áttu við rök að styðjast Reyndar leiddi mál Fabrik- ants til þess að rannsakaðar voru þær siðferðislegu lín- ur sem farið var eftir víða í fræðaheiminum í Kanada. Rannsókn innan deildar Fabri- kants í Concordia-háskólan- um leiddi í ljós að margar full- yrðingar hans áttu við rök að styðjast. Segir sagan að þeir þrír fræðimenn sem voru þunga- miðjan í ásökunum Fabrikants hafi síðan verið neyddir til að setjast í helgan stein fyrir aldur fram. n Valery Fabri- kant Greip til byssunnar þegar allt annað þraut. Spenntur prófessor Á tímabili var efast um geðheilsu Fabrikants.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.