Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Qupperneq 51
LÍFSSTÍLL - BLEIKT 5113. apríl 2018 E rla Kolbrún Óskarsdóttir lenti í læknamistökum árið 2012 þar sem laga átti endaþarmssig sem hún fékk í kjölfar fæðingar yngri dóttur sinnar. Síðan þá hefur Erla barist við mikla og óbæri- lega verki sem ekki er hægt að laga. Eftir aðgerðina varð Erla afar þunglynd og sjálfsvígshugs- anir herjuðu á hana daglega. Ný- lega var Erla lögð inn á Klepp vegna mikillar vanlíðunar og ákvað hún að leyfa fólki að fylgj- ast með meðferðinni í gegnum Snapchat. „Snapchat hjálpar mér á svo marga vegu. Ég get talað beint við símann og opnað mig með allt án þess að þurfa horfa fram- an í manneskju. Þótt ég viti að það eru nokkur þúsund manns að horfa, en það mætti segja að Snapchat sé eitt af mínum með- ferðarúrræðum,“ segir Erla í við- tali við blaðakonu. Áður legið inni á geðdeild vegna sjálfsvígshugsana Erla er gift Andrési Þór Helgasyni og saman eiga þau tvær stelpur, Alexöndru Ösp og Magdalenu Eik. „Ég er menntuð lyfjatæknir, útskrifaðist árið 2013, en ég hef aldrei geta unnið við það vegna aðgerðarinnar. Læknirinn not- aði úrelta aðferð og yfirlækn- ir á kvennadeild staðfesti að um læknamistök hefði verið að ræða. Í sex ár hef ég barist við mikla og óbærilega taugaverki sem ekki er hægt að laga.“ Erla hefur áður legið inni á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana og að hennar sögn var sú lega ágæt. „En þar fékk ég ekki hjálp- ina sem ég þurfti. Ég reyndi sjálf að fara til fagaðila eins og sál- fræðinga út í bæ en fann mig ekki og datt því út úr meðferðar- rútínunni. Ég snappaði mikið í gegnum þá reynslu og það hjálp- aði mér mjög mikið. Að fá að rausa um mína vanlíðan, og líka vellíðan, og fá viðbrögð frá fylgj- endunum mínum gaf mér svo mikið.“ Var neitað um innlögn á Reykjalund Vanlíðan Erlu hefur farið stig- vaxandi undanfarin ár og vegna þess vildi geðlæknir hennar að hún yrði lögð inn á endurhæf- ingardeild á Reykjalundi. „En þar var mér neitað á mjög leiðinlegan hátt. Ástæða neitun- arinnar var að ég væri of veik.“ Þá barst talið að því að sækja um vist fyrir Erlu á Kleppi. „Ég er í innlögn á svokallaðri fimm daga deild. Ég fer heim um helgar og nýt þess að vera hjá fjölskyldunni minni en á virkum dögum er ég í prógrammi á Kleppi. Ég fæ að- stoð við að komast í meðferðar- rútínu eins og ég kalla það. Fæ aðstoð við að byrja í hreyfingu og kennslu í að slaka á. Því var ég alveg búin að gleyma. Hér er sálfræðiaðstoð og læknaþjón- usta, prógrammið er mjög fjöl- breytt og flott.“ Innlögnin á Klepp meðal annars til þess að létta undir með eiginmanninum Erla segist njóta þess að liggja inni á Kleppi þar sem hún fær mikið utanumhald frá starfs- fólki. „Ég fékk til dæmis mjög slæmt verkjakast í gær enda keyrði ég mig aðeins út. Hjúkrunar- fræðingurinn og sjúkraliðinn sem voru á vakt voru yndislegir og vildu allt fyrir mig gera. Ég er ein í krúttlegu herbergi sem er bara æði og það fer mjög vel um mig hérna.“ Aðaltilgangur innlagn- ar Erlu var að létta undir með henni sjálfri við dag- legt amstur lífsins en einnig til þess að létta undir með eigin- manni hennar. „Hans hlutverk í mínu lífi er rosalega stórt og er örugg- lega mjög erfitt starf. Hann og stelpurnar mínar eru búin að upplifa mikið með mér undan- farin sex ár og ég var komin svo gjörsamlega á botninn að ég gat horfst í augu við lífið. Þannig að fyrir alla var innlögnin skynsam- legust.“ Snappar frá Kleppi Erla mun dvelja á Kleppi í að lágmarki fjórar vikur en að þeim tíma liðnum verður líðan henn- ar skoðuð og ákvörðun tekin um hvort hún þurfi lengri tíma. „Að vera á Kleppi í dag er allt annað en það var fyrir ein- hverjum árum. Það eru margar þjóðsögur um að það að vera á Kleppi sé svakalega slæmt, en það er bara ekki þannig. Kannski var það þannig einhvern tímann en í dag er það alls ekki slæmt.“ Erla þakkar fyrir Snapchat á hverjum degi þar sem hún getur í gegnum það forrit verið í mikl- um samskiptum við fjölskyldu sína. „Snapchat hefur hjálpað mér á svo marga vegu. Ég á svo yndis- lega fylgjendur sem peppa mig alltaf upp og senda mér yndis- leg skilaboð. Það gefur mér svo mikið að fá allan þennan stuðn- ing.“ n „Ég var komin á botninn og gat lífið ekki“ Erla Kolbrún snappar frá Kleppi: Hægt er að fylgj- ast með ferli Erlu Kolbrúnar á Snapchat undir notandanafn- inu: erlak85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.