Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 64
64 13. apríl 2018FRÉTTIR - EYJAN H vað er sameiginlegt með landamæraeftirliti í fimm flugstöðvum í Nígeríu og nýbyggingu sómalíska innflytjendaeftirlitsins í Mogad- ishu? Við fyrstu sýn er ekki að sjá að eitthvað sé sameiginlegt en þegar djúpt er kafað ofan í mál- ið kemur í ljós að hvort tveggja er fjármagnað með peningum danskra skattgreiðenda. Dönsk stjórnvöld settu margar milljónir danskra króna í bæði verkefn- in á síðasta ári og nýttu peninga, sem voru eyrnamerktir þróunar- aðstoð, í verkefnin. Þetta er liður í nýrri aðferðafræði sem gengur út á að fá eitthvað í staðinn fyrir eitthvað. Í staðinn fyrir að setja peninga í þessi verkefni fá Dan- ir að senda flóttamenn aftur til Nígeríu og Sómalíu. Þetta kemur fram í skjölum sem Jótlandspóst- urinn fékk nýlega aðgang að. Nicolai Ruge tók í ágúst í fyrra við embætti fyrsta sendiherra Dana sem hefur það eitt að mark- miði að vinna að heimsendingu flóttamanna frá Danmörku. Með embættinu fylgja 50 milljónir danskra króna sem á að nota til að setja í ákveðin verkefni í stað- inn fyrir samninga við önnur ríki um að þau taki aftur við flótta- mönnum sem hafa fengið höfn- un á hælisumsókn í Danmörku. Utanríkisráðuneytið segir að þessi aðferðafræði hafi haft í för með sér að tekist hafi að fjölga heimsendingum til sex ríkja í Asíu, Afríku og Mið-Austurlönd- um en hvaða lönd er um að ræða fæst ekki uppgefið. Það er þó vit- að að peningunum var veitt í átta verkefni, meðal annars í Nígeríu, Sómalíu, Marokkó og Afganistan. Á þessu ári eru 75 milljónir danskra króna til ráðstöfunar í málaflokknum. Jótlandspósturinn hefur eftir Ullu Tørnæs, ráðherra þróunar- mála, að árangurinn af verkefn- inu hafi verið góður á fyrstu sex mánuðum þess og að hún sé ánægð með að samningar hafi náðst við sex ríki. Hún sagði að samningar hafi náðst við Nígeríu, Eþíópíu og Afganistan. Stefnumál ríkisstjórnarinnar Verkefnið er eitt af stefnumál- um ríkisstjórnarinnar sem setti sér það markmið að hraða heimsendingum hælisleitenda og brotamanna sem hefur verið vísað úr landi. Það getur reynst þrautin þyngri að vísa fólki úr landi ef sá sem á að vísa brott vill ekki fara og Danmörk er ekki með samning við heimaríki viðkom- andi um að taka við fólki sem er flutt nauðugt til síns heima. Danskir fjölmiðlar hafa í vet- ur fjallað um flóttamenn og hæl- isleitendur sem sitja í raun fastir í Danmörku af því að þeir vilja ekki fara heim og enginn samn- ingur er við heimaríki þeirra um móttöku þeirra sem ekki vilja fara sjálfviljugir. Á undanförnum árum hefur færst í aukana að ekki sé hægt að senda fólk heim vegna þessarar stöðu. Það er því áfram í Danmörku í óþökk Dana en þeir geta ekki annað en umborið dvöl fólksins því enginn vill taka við því. Flestir þeir sem eru í þessum hópi eru frá Íran og Írak. Fólkinu er komið fyrir í sér- stökum heimsendingarmið- stöðvum og getur þurft að dúsa þar árum saman. Margir taka til þess bragðs að láta sig hverfa og nú er staðan sú að dönsk yfirvöld hafa ekki hugmynd um hvar hluti þess hóps, sem hefur verið synj- að um hæli og dvalarleyfi, heldur sig. Fólkið er hugsanlega í felum í Danmörku eða hefur yfirgefið landið og leitað á önnur mið. Mest fer til Sómalíu Sómalía er það ríki sem fær einna mest af þeim pening- um sem Danir verja í þessa nýju stefnu sína en svo vill til að Dan- ir stefna á að senda mörg hund- ruð Sómala heim á næstu árum. 10 milljónum danskra króna var veitt til byggingar nýrra höfuð- stöðva innflytjendaeftirlitsins í Mogadishu og 400.000 krónum hefur verið lofað í sameiginlegt verkefni um móttöku og skrán- ingu þeirra sem snúa sjálfviljugir heim. Danska útlendingaeftirlitið er nú að fara yfir mál um 1.200 sómalískra hælisleitenda og fjöl- skyldna þeirra og hvort aftur- kalla eigi dvalarleyfi þeirra í Dan- mörku í ljósi betri aðstæðna í Sómalíu. Frá ársbyrjun 2017 hafa dvalarleyfi 427 sómalískra flótta- manna og 347 fjölskyldumeð- lima þeirra verið afturkölluð eða framlengingu hafnað. Stór hluti þessara mála bíður nú afgreiðslu áfrýjunarnefndar. Í mars 2017 sagði dagblaðið Politiken að dönsk stjórnvöld hefðu gert munnlegan samning við þáverandi ríkisstjórn Sómalíu um að árlega megi senda 12 hælis leitendur nauðuga viljuga heim. Þetta þýðir að mörg hund- ruð Sómalar eiga á hættu að verða fluttir í heimsendingar- miðstöðvar þar sem þeir munu jafnvel bíða árum saman eftir að verða sendir heim. Það virðist því sem sú aðferða- fræði Dana að láta eitthvað af hendi í staðinn fyrir að fá að senda flóttamenn heim aftur sé að virka og liðka fyrir heimsendingum flóttamanna. n Kristján Kristjánsson Dularfullar fjárfestingar Dana í Sómalíu – Hvað fá þeir í staðinn? ORÐIÐ Á GÖTUNNI Orðið á götunni er að ekki hafi öllum af þeim 14 fram- boðum sem ætla sér að bjóða fram í Reykjavík í næstu borgarstjórnar- kosningum, verið boðið á málþing sem Íbúasam- tök Miðborgar Reykjavíkur standa fyrir á laugardaginn í Spennustöðinni, hvar spurn- ingum íbúa verður svarað. Alls tíu flokkar hafa boðað komu fulltrúa síns flokks á málþingið, en hvergi bólar á fulltrúum Sósíalistaflokks- ins, Kvennaframboðsins, Ís- lensku þjóðfylkingarinnar og Frelsisflokksins. Fundar- stjóra málþingsins, Helga Seljan, fréttamanni á RÚV, er þó vorkunn, enda vart hægt að hafa undan við að fylgjast með tilurð nýrra framboða, sem spretta upp eins og gorkúlur þessi dægrin. Orðið á götunni er að hinu nýja femíníska kvenna- framboði verði hins vegar ekki boðið, þar sem engin hefur viljað bera ábyrgð á því, en Sóley Tómasdóttir sór það af sér í færslu á Face- book og mátti ráða af orðum hennar að nafnleysi fram- boðsins væri með ráðum gert, hin breiða kvenna- fylking myndi stíga fram og kynna sig þegar það hentaði þeim. Ulla Tørnæs ráðherra þróunarmála. Roda Ahmed er frá Sómalíu en býr nú í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.