Fréttablaðið - 26.05.2018, Page 10
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
mánudaginn 28. maí, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Listmunauppboð nr. 110
laugardag kl. 11–16,
sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17
Forsýning á verkunum
laugardag til mánudags
Þorvaldur Skúlason
K ö n n
u n 9 . a p r í l
✿ Fylgi flokkanna og úthlutun sæta í borgarstjórn
n Björt framtíð
n Framsóknarflokkurinn
n Viðreisn
n Sjálfstæðisflokkurinn
n Flokkur fólksins
n Miðflokkurinn
n Píratar
n Samfylkingin
n VG
Skipting sæta
1
1
9
2 1
2
7
K o S
n i n g a r 2 0 1 4
1,37% 1,41% 1,37% 1,83% 3,43% 2,92% 1,37% 1,66% 2,04%
2
2
4
5
1
1
Borgarfulltrúum
verður fjölgað úr
15 í 23 í komandi
kosningum.
KoSningar „Sem betur fer er langt í
næstu kosningar og vonandi verður
fólk glaðara þegar það fer næst í
kosningar,“ segir Friðjón Friðjóns
son almannatengill um kosninga
baráttuna sem nú er að renna sitt
skeið. „Það er rosalega mikið af reiðu
fólki í þessari kosningabaráttu,“ segir
Friðjón.
Viðmælendur Fréttablaðsins,
sem ásamt Friðjóni eru almanna
tenglarnir Andrés Jónsson og Elías
Jón Guðjónsson, eru sammála um að
kosningabaráttan hafi almennt verið
tilþrifalítil og einkennst af kosninga
þreytu enda eru þetta fjórðu kosning
arnar sem fram fara frá árinu 2016.
Friðjón segir að hér í Reykjavík
hafi frambjóðandi Miðflokksins
rekið áhugaverðustu kosninga
baráttuna. „Mér hefur fundist Vig
dís Hauksdóttir skemmtileg,“ segir
Friðjón og vísar þar í myndbönd sem
Vigdís hefur gert og birt á samfélags
miðlunum. „Hún hefur brotið upp
formið og svo höfum líka séð fram
bjóðendur í öðrum sveitarfélögum
þora að fara út fyrir formið,“ segir
Friðjón. Þar vísar hann meðal ann
ars til auglýsinga Ármanns Kr. Ólafs
sonar í Kópavogi. „Vigdís hefur sýnt
fólki að það má vera skemmtilegur í
kosningabaráttu,“ segir Friðjón. Það
hafi verið helsti gallinn í kosninga
baráttunni og kosningabaráttu yfir
leitt að menn taki sig of alvarlega.
„Menn verða að vera léttir.“
Kosningabarátta Miðflokksins
virðist ætla að skila Vigdísi sæti í
borgarstjórn Reykjavíkur næsta
kjörtímabilið. Eins og Fréttablaðið
greindi frá í gær sýnir ný skoð
anakönnun, sem Fréttablaðið og
frettabladid.is gerðu í vikunni, að
Viðreisn, Miðflokkurinn og Fram
sóknarflokkurinn fengju einn mann
kjörinn hver. Píratar og VG fengju
tvo menn hvor flokkur, Sjálfstæðis
flokkurinn fengi svo sjö menn og
Samfylkingin níu menn.
Í skoðanakönnuninni var spurt
um fylgi allra sextán flokkanna sem
bjóða fram lista í Reykjavík. Af þeim
sem afstöðu tóku sögðust rúm 32
prósent ætla að kjósa Samfylking
una, rúmlega 26 prósent myndu
kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rúm 10
prósent myndu kjósa Pírata, 7,5
prósent myndu kjósa VG, rúm sex
prósent myndu kjósa Viðreisn,
rúm fimm prósent myndu kjósa
Miðflokkinn, 3,6 prósent Fram
sóknarflokkinn, 3,1 prósent Flokk
fólksins og 2,3 prósent myndu kjósa
Sósíalistaflokkinn. Næst Sósíalista
flokknum að stærð er Kvennahreyf
ingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent
nefna Höfuðborgarlistann og 0,3
prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá
nefndi 0,1 prósent Alþýðufylking
una. Hvorki Íslenska þjóðfylkingin,
Borgin okkar – Reykjavík né Karla
listinn komust á blað.
Þegar horft er til hlutfallslegrar
skiptingar atkvæða sést að Sam
fylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn
eru nánast á pari við það sem flokk
arnir fengu í borgarstjórnarkosning
unum 2014. Píratar hins vegar tvö
falda nánast fylgi sitt en VG er svo
aftur á móti með svipað fylgi og fyrir
Turnarnir tveir halda fylginu frá 2014
Miðflokkurinn hefur rekið áhugaverðustu kosningabaráttuna, að mati almannatengils. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn halda
fylgi sínu frá síðustu kosningum. Mestar líkur á að meirihlutaflokkarnir starfi áfram saman á næsta kjörtímabili, nái þeir til þess fylgi.
fjórum árum. Meirihlutaflokkarnir
þrír sem bjóða fram að nýju, það
er Samfylkingin, Píratar og VG, eru
því í nokkuð góðri stöðu eftir kjör
tímabilið. Björt framtíð er hins vegar
horfin af sjónarsviðinu, að minnsta
kosti um stundarsakir.
Elías Jón Guðjónsson segir að
umræðan í aðdraganda kosninganna
hafi verið flöt. „Málefnin hafa ekki
komist í umræðuna, en hún hefur
kannski að mörgu leyti snúist um
það hvor verður borgarstjóri, Dagur
eða Eyþór. „Fólk er ekki móttæki
legt fyrir pólitískri umræðu akkúrat
núna,“ segir hann. Þá kunni fjöldi
framboða að hafa valdið því að fram
bjóðendur eigi erfitt með að koma
stefnumálum sínum á framfæri.
Elías Jón, sem þekkir vel til í VG,
segir að ef niðurstaða kosninganna
í dag verði í samræmi við skoðana
könnun Fréttablaðsins þá starfi
meirihlutinn áfram saman, að und
anskilinni Bjartri framtíð. „Þá þarf
ekkert að flækja málin, þá bara held
ur sami meirihluti áfram með sömu
áherslur. Ég sé ekki neina ástæðu til
að bæta einhverjum öðrum inn í.
Ekki nema að sá hinn sami vilji vinna
að sömu málefnum.“
Andrés Jónsson almannatengill
segir að kosningabaráttan sé að
verða styttri og knappari. „Sá tími
sem kosningabaráttan er í algleym
ingi var þrjár vikur í þarsíðustu
kosningum, tvær vikur í síðustu
kosningum og 10 dagar í þessum
kosningum.“ Hann segir að mesta
spennan á morgun muni snúast um
það hvort minni framboð, sem geta
vænst þess að fá einn mann inn, geti
haft áhrif á stöðu meirihlutans.
jonhakon@frettabladid.is
Aðferðafræðin
Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.987 manns með
lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 1.500 samkvæmt lagskiptu úrtaki
23. og 24. maí. Svarhlutfallið var 75,5 prósent. Þátttakendur voru valdir
með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlut-
fallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði
til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk
er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra
að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls
tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru
10 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 18,4 prósent
sögðust óákveðin og 9,6 prósent vildu ekki svara spurningunni.
1,
37
%
3,
1%
10
,7
%
2,
5% 3,
6%
7,
3%
5,
3% 5,
9% 7
,5
%
10
,3
%
25
,7
%
22
,4
%
26
,3
%
3,
1%
2,
3%
8,
3%
6,
2%
8,
3%
10
,9
%
7,
5%
31
,9
%
30
,5
%
32
,1
%
Vi
km
ör
k
Sá tími sem kosn-
ingabaráttan er í
algleymingi var þrjár vikur í
þarsíðustu kosningum, tvær
vikur í síðustu kosningum
og 10 dagar í
þessum
Andrés Jónsson,
almannatengill
og eigandi Góðra
samskipta
Vigdís hefur sýnt
fólki að það má vera
skemmtilegur í kosninga-
baráttu.
Friðjón Friðjónsson, almannatengill
og einn eigenda
Kom
KoSningar Könnun sem Gal
lup gerði dagana 22. til 25. maí
og birt var í fréttum RÚV í gær
sýnir aðra mynd af fylgi flokk
anna. Samkvæmt þeirri könnun
er Sjálfstæðis flokkurinn stærsti
flokkurinn í Reykjavík með 28,3
prósenta fylgi. Samfylkingin er
næst stærst með 26 prósent, svo
koma Píratar með 11 prósent, Við
reisn 8,7 prósent, Vinstri græn 6,2
prósent, Miðflokkurinn 5,8 prósent
og Flokkur fólksins 3,8 prósent.
Samkvæmt þessari könnun verða
fyrrgreindir sjö flokkar með full
trúa í borgarstjórn.
Sósíalistaflokkurinn er næstur
með mann inn, flokkurinn mælist
með 3,4 prósenta fylgi en 2,9 pró
sent sögðust ætla að kjósa Fram
sóknarflokkinn. Aðrir flokkar
mældust með 3,8 prósenta fylgi
samanlagt. Af þeim sem tóku
þátt sagðist enginn ætla að kjósa
Frelsisflokkinn og einn Íslensku
þjóðfylkinguna. Þrír nefndu Höfuð
borgarlistann, fjórir ætluðu að
greiða Borginni okkar – Reykjavík
atkvæði sitt, sex Karlalistanum, ell
efu Alþýðufylkingunni og sautján
Kvennahreyfingunni.
Heildarúrtaksstærð í könnun
Gallup var 2.215 og var þátttöku
hlutfall 57,7 prósent eða 1.104. Af
þeim sögðust 6,6 prósent ekki ætla
að kjósa eða skila auðu og 7 pró
sent tóku ekki afstöðu. – jhh
Könnun Gallup sýnir
ólíkar niðurstöður
28%
prósent er fylgi Sjálfstæðis-
flokksins í könnun Gallup.
Kosningar 2014
Könnun 7. maí 2018
Könnun 23. og 24. maí
2 6 . m a í 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
2
6
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:3
9
F
B
1
4
4
s
_
P
1
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
E
A
-3
7
9
C
1
F
E
A
-3
6
6
0
1
F
E
A
-3
5
2
4
1
F
E
A
-3
3
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
1
4
4
s
_
2
5
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K