Fréttablaðið - 26.05.2018, Síða 52

Fréttablaðið - 26.05.2018, Síða 52
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Ferðamálaskólinn er starfrækt­ur í Menntaskólanum í Kópa­vogi. Skólinn menntar fólk til þess að starfa í hinum ýmsu kimum ferðamálgeirans og námið er því upplagt nú þegar ferðaþjónustan er í sögulegum blóma hér á landi. Skólinn er kvöldskóli og er kennt fjögur kvöld í viku, frá kl. 16.30 til 22.00. „Námið sem við bjóðum upp á er starfstengt ferðamálanám þar sem lögð er áhersla á ferðaþjón­ ustu, stjórnun, skipulag og margt annað sem er hagnýtt fyrir ferða­ málageirann,“ segir Ásdís Vatnsdal, fagstjóri Ferðamálaskólans. Ferðamálaskólinn sinnir bæði þjálfun fólks sem hyggst þjónusta Íslendinga sem eru að fara til útlanda og útlendinga sem koma hingað til lands til að ferðast. „Þetta er fjölbreyttur starfsvettvangur. Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggj­ endur eru til dæmis í samstarfi við flugfélög, hótel og flutningafyrir­ tæki erlendis og gera samninga og leita tilboða,“ segir Ásdís. „Svo kennum við á farbókunarkerfið Amadeus, sem er notað hjá flug­ félögunum.“ Góð tenging við atvinnulífið „Meðalaldur þeirra sem sækja námið er um 33 ár, en elstu nem­ endur hafa verið á sextugsaldri og þeir hafa bæði notið námsins og nýtt það til jafns við þau sem yngri eru,“ segir Ásdís. „Margir sem koma vilja bæta við sig kunnáttu og þekk­ ingu á því sviði sem þeir vinna á nú þegar, á meðan aðrir eru að skipta alveg um starfsvettvang. Við erum með góða tengingu við atvinnulífið og allir kennararnir okkar eru með kennsluréttindi, auk þess sem þeir hafa umtalsverða reynslu úr ferðaþjónustu,“ segir Ásdís. „Við vitum því hvað þarf að kenna og leggjum áherslu á að verkefnin séu raunhæf og líkist því sem raunverulega er verið að gera í ferðaþjónustu.“ Nemendur eru því vel í stakk búnir til þess að hefja störf strax eftir útskrift. „Fólk sem útskrifast frá okkur er eftirsótt til vinnu og starfar á mjög fjölbreyttum vett­ vangi. Margir fara að vinna á ferða­ skrifstofum og flugfélögum, afþrey­ ingarfyrirtækjum og hótelum,“ segir Ásdís. „Starfsmöguleikarnir eru nánast óþrjótandi, en það er líka hægt að nýta námið til frekari menntunar á þessu sviði, því nú er nám við Ferðamálaskólann metið sem fyrsta árs nám til BA­prófs við háskólann í Bournemouth. Þannig að námið hjá okkur er góður kostur fyrir ungt fólk sem er að útskrifast með stúdentspróf og langar ef til vill í frekara nám erlendis og mennta sig til starfa í spennandi og blómlegum geira.“ Starfsnám erlendis „Starfsnám við Ferðamálaskólann er þrír mánuðir. Hægt er að taka starfsnám meðfram bóklega náminu eða að því loknu. Margir ráða sig í vinnu hjá ferðaþjónustu­ fyrirtækjum með skóla og þá getur sú vinna verið metin að einhverju leyti,“ segir Ásdís. „Nemendum gefst einnig kostur á að sækja starfsnám erlendis. Á undanförnum árum hafa þau fengið þriggja vikna starfsnám í Lapplandi og þá er lögð áhersla á vetrarferðaþjónustu, sem er stór og mikilvægur þáttur í ferða þjónustu hér á landi, enda eru aðstæður að mörgu leyti svipaðar á Íslandi og í norðurhluta Finnlands.“ Að öllu leyti hagnýtt Dagrún Antoinette Pettypiece útskrifaðist úr Ferðamálaskólanum í vikunni og er þegar byrjuð að vinna hjá Fosshótel Reykjavík. „Ég fór í námið þegar ég var komin yfir þrítugt og var ekki enn þá búin að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði orðin stór,“ segir hún. „Mér fannst bara frá­ bært og spennandi að geta unnið við eitthvað sem mér finnst svona skemmtilegt, að ferðast og kynnast ólíkum menningarheimum. Mér fannst námið mjög krefj­ andi, en það kom mér skemmtilega á óvart hvað allir þættir námsins reyndust mér vel í starfi. Þetta er alveg ótrúlega hagnýtt og ég hef áður sagt að það sé hreinlega eins og námið hafi verið klæðskera­ sniðið fyrir mitt starf, en ég starfa sem þjónustustjóri hjá Fosshótel Reykjavík,“ segir Dagrún. „Í raun­ inni hef ég nýtt allt sem ég lærði, meira að segja umhverfisfræðina, sem ég bjóst ekki við að kæmi að gagni fyrir fram. Það hefur bara allt komið sér ótrúlega vel. Námið hjálpaði mér líka að kom­ ast í þetta starf, en ég var hálfnuð með námið þegar ég fékk það,“ segir Dagrún. „Ég ætlaði mér aldrei að vera í hótelgeiranum en svo bara elska ég þetta starf og sé ekki fram á að færa mig.“ Góð innsýn og gagnlegur undirbúningur Jón Ólafur Kjartansson útskrifaðist frá Ferðamálaskólanum fyrir tveimur árum og vinnur nú hjá Ice land Travel. Hann segist hafa farið í námið því að hann er mikill náttúruunnandi og vissi að hann vildi starf þar sem hann gæti notið hennar. „Ég hafði heyrt góða hluti um Ferðamálaskólann og fannst hann góður kostur til að opna þær dyr. Auk þess taldi ég þetta gagnlegt nám, núna þegar ferðaþjónustan er í miklum blóma,“ segir hann. „Það hentaði líka mjög vel að geta tekið námið í kvöldskóla samhliða vinnu. Mér fannst þetta nám vera sett upp mjög skemmtilega og verk­ efnavinnan var bæði lifandi og skemmtileg og hún undirbjó mig vel fyrir vinnumarkaðinn. Ég sé um alls konar ólíka hópa sem ferðast hingað til lands og námið hefur hjálpað mér mikið við að takast á við verkefnin í vinnunni,“ segir Jón. „Mér fannst vettvangsferðirnar, þar sem fyrirtæki kynntu starfsemi sína, standa sérstaklega upp úr. Þær voru bæði skemmtilegar og mjög gagnlegar, því þær gáfu manni mikla innsýn í ferðaþjónustu hér á landi.“ Ásdís Vatnsdal, fagstjóri Ferðamálaskólans. MYND/ERNIR Dagrún Antoinette Pettypiece segir að það sé eins og námið hafi verið klæðskerasniðið fyrir sig. Jón Ólafur Kjartansson segir að námið hafi verið bæði skemmtilegt og mjög hagnýtt. Nemendur Ferðamálaskólans í verkefnavinnu. Fólk sem útskrifast frá okkur er eftir- sótt til vinnu og starfar á mjög fjölbreyttum vett- vangi. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . M A Í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -6 D E C 1 F E A -6 C B 0 1 F E A -6 B 7 4 1 F E A -6 A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.