Fréttablaðið - 26.05.2018, Page 100

Fréttablaðið - 26.05.2018, Page 100
Mér þykir mjög vænt um þetta, því a ð h é r fannst mér ég aldrei velkom-inn,“ segir Kon- ráð Ragnarsson sem heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu í heimabæ sínum, Hafnarfirði. Boð um að halda sýninguna kom honum þægi- lega á óvart og einnig sá velvilji sem bæjaryfirvöld sýndu honum. Kon- ráð fékk styrk frá bænum. Sýningin verður opnuð í Bæjarbíói þann 30.  maí næstkomandi og myndir Konráðs munu prýða búðarglugga í Strandgötunni. „Ég er mjög þakk- látur, þetta er góður áfangi.“ Gerir grimmt grín Konráð hittir blaðamann á Súfist- anum við Strandgötu. Hann gengur fimlega um. Hann er nýkominn úr heimsókn í fyrirtækið Össur sem smíðar á hann nýjan gervifót. Hann er fremur hraustlegur á að líta. Hann býr í Svíþjóð þar sem hefur notið sólar í sumarbyrjun ólíkt því veður- fari sem hefur ríkt á Íslandi síðustu vikur. Hann er þekktur háðfugl og sýnir blaðamanni myndir af sér í karate- æfingum sem byrja glæstar og yfirvegaðar en enda á því að gervi- fóturinn flýgur af honum. „Það er nú ekki annað hægt en að gera bara grimmt grín að þessu öllu saman,“ segir hann. Myndefni Konráðs er margvíslegt. „Ég held að það sé mikill húmor í mínum myndum, þær eru líka dökk- ar. Inni á milli eru fallegar landslags- myndir. Ég hef notað myndavélina mikið til að tjá tilfinningar mínar frá degi til dags. Og er alveg óhræddur við það. Myndirnar geta verið mjög persónulegar,“ segir Konráð og telur að það hafi reynst honum nauðsyn- legt að nýta sköpunarkraftinn til að glíma við sársauka sem hann hefur búið við nærri alla sína ævi. „Ég leik mér með myndefnið. Mörgum myndanna breyti ég í myndvinnslu, ég er rosalega mikið fyrir liti og ýki þá gjarnan,“ segir hann frá. Eru myndirnar tæki til sjálfstján- ingar? „Já, mér finnst það. Ég var gríðar- lega heftur eftir vistina á Breiðavík og það var erfitt að koma heim,“ segir Konráð. Sendur á Breiðavík fyrir hnupl Hann er alinn upp í fátækt en á reglusömu heimili. Faðir Konráðs, Ragnar Konráðsson heitinn, var togarasjómaður og mikið í burtu. Móðir hans, Ása Hjálmarsdóttir, skildi við hann og sá eftir það ein um heimilið og vann mikið. Kon- ráð var eitt sex systkina. Tvö þeirra eru fallin frá. Árið 1968, þegar Konráð var um tíu ára gamall, var hann staðinn að hnupli. Barnaverndarvernd Hafnar- fjarðar tók þá afdrifaríku ákvörðun að senda hann á Breiðavík. Þar beið hans helvíti. Hann var beittur and- legu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Einu og hálfu ári síðar fékk hann að fara aftur heim. Og var þá niður- brotinn og skemmdur á sálinni. „Þegar ég kom aftur þá var ég bara stimplaður. Ég naut engrar virðing- ar og sjálfsvirðing mín var engin. Skólagangan ónýt. Það var ekkert unnið úr þessu. Maður átti ekki að tjá tilfinningar sínar og kunni það heldur ekki. Þetta er svo allt öðruvísi í dag, sem betur fer,“ segir Konráð. Hann þáði sálræna aðstoð sem yfirvöld buðu fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir það fann hann ekki almennilegan frið. „Þegar ég fór að taka myndir færðist yfir mig meiri friður en áður. Ég geng um skógana í Svíþjóð og tek myndir. Fer þar um á gervifætinum, ekkert mál,“ segir hann og brosir. Brotinn til baka Kvikmyndaáhuginn kviknaði í æsku. „Ég og mínir bræður áttum 8 mm súper filmuvél og vorum alltaf að búa til bíó. Brotin sem við tókum upp voru seinna notuð í heimildar- myndina Syndir feðranna. Hefði ég ekki farið á Breiðavík þá hefðu list- rænir hæfileikar mínir og sköpunar- þörf notið sín fyrr. Ég var glaðlynt barn og alltaf að skemmta öðrum. Ég var oft stokkinn upp á svið þegar færi gafst. Óhræddur og glaður. En svo var ég bara brotinn niður á Breiðavík. Ég kom rétt áður en ég varð tólf ára gamall.“ Unglingsárin einkenndust af heift þótt hann hefði ekki alveg tapað lífsgleðinni. „Ég eyddi þessum árum í skemmtanir og slagsmál. Kannski var ég að deyfa mig, ég veit það Læt engan ræna mig ævintýrunum Konráð Ragnarsson sem dvaldi um tveggja ára bil á Breiðavík heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu í heimabæn- um Hafnarfirði. Það er merkilegur áfangi því örlög Konráðs réðust af valdníðslu og afskiptum bæjaryfirvalda. Sárin gróa aldrei þótt Konráð hafi nýtt erfiða lífsreynslu til góðs. Hann býr yfir fádæma seiglu og er ævintýragjarn. Konráð Ragnarsson er þakklátur bæjaryfirvöldum fyrir að bjóða sér að halda viðamikla ljósmyndasýningu í bænum. Lengi þótti honum erfitt að koma í Hafnarfjörð. FRéttaBLaðið/EyþóR Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ÞegaR ég Kom aftuR, Þá vaR ég baRa stimpl- aðuR. ég naut engRaR viRðingaR og sjálfs- viRðing mín vaR engin. sKólagangan ónýt. Það vaR eKKeRt unnið úR Þessu. ↣ 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R48 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E A -6 D E C 1 F E A -6 C B 0 1 F E A -6 B 7 4 1 F E A -6 A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.