Fréttablaðið - 26.05.2018, Side 102

Fréttablaðið - 26.05.2018, Side 102
ekki. En ég hélt að minnsta kosti þá að ég væri að skemmta mér. Ég var í rosalegum helgarfylliríum. Eitt endaði nú uppi á þaki á pósthúsinu. Þangað þurfti að sækja mig og félaga mína. Við slógumst uppi á þaki við lögregluna og það þurfti að hand- járna okkur og kalla til slökkviliðið til aðstoðar,“ segir hann og brosir út í annað og horfir út um gluggann að húsinu sjálfu. „Mér fannst ég aldrei eiga neina virðingu í Hafnarfirði. Hér var mikil stéttaskipting. Fólk sem átti eitthvað var eitthvað, hinir þurftu að slást fyrir tilveru sinni. Ég fór bara í þann pakka. En svo kynntist ég konu um þrí- tugt og róaðist aðeins. Við giftum okkur, fluttum til Svíþjóðar og eignuðumst börn. Annað líf tók við,“ segir Konráð en þar hafði hann auð- vitað engan stimpil á sér, segir hann. Aldrei hræddur Konráð segist stundum hugsa um það hvernig líf hans hefði orðið ef hann hefði ekki verið sendur á Breiðavík. „Ég er ekki bitur en ég segi sjálfum mér satt. Ég hugsa oft um það hvernig líf mitt hefði orðið ef ég hefði fengið að njóta mín. Þessi ár koma ekki aftur, ég er hins vegar mjög meðvitaður um að lífið er núna. Ég læt engan ræna mig draumum mínum og hef aldrei verið hræddur við að hoppa í djúpu laugina.“ Konráð er rafvirkjameistari að mennt. Síðustu ár hefur hann hins vegar leikið aukahlutverk í kvik- myndum. Hann hefur tekið þátt í nærri 60 verkefnum. Hann lék til dæmis á móti Hollywood-leikar- anum Russell Crowe í tónlistar- myndbandi við lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Í myndbandinu lék hann lögregluböðul. Hann var einn- ig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller The Secret Life of Walter Mitty, lék í Game of Thrones og fleiri verkefnum. Slysaskotið „Ég hef fengið hvert hlutverkið á fætur öðru. Ég vann tvisvar fyrir Russ ell Crowe og líkaði samstarfið vel. Ég tók þátt í 60 verkefnum á árunum 2011 til 2014, þar til fótur- inn var tekinn af 22. september það sama ár.“ Konráð varð fyrir slysaskoti á rjúpnaveiðum árið 1979. „Ég varð fyrir voðaskoti. Fékk haglabyssu- skot í fótinn. Djöfull var þetta sárt. Það vantaði svo mikið á löppina, ég skaut tvær af þremur æðum í tætlur. Við þetta upphófust aðgerðir sem áttu eftir að fylgja mér alla ævi. Í fyrstu var sett þunn húð á löppina, tekið skinn af lærinu á mér og lokað. Blóðrennslið var aldrei gott. Síðan byrjaði ég að fá sár. Það þurfti ekki annað en að ég væri í ullarsokkum, húðin bara rifnaði. Þá var tekið til þess ráðs að taka kjötstykki úr hinni löppinni og færa það yfir á þessa. Fæturnir voru festir saman í þrjár vikur til að freista þess að fóturinn tæki við. Síðan var skorið á milli. Það þótti nokkuð merkilegt að þetta skyldi takast. Sáramyndunin stöðvaðist um tíma. Síðan líða 10 til 15 ár sem eru nokkuð góð. Þá byrja ég allt í einu að fá sár aftur. Vandinn versnaði enn frekar eftir að ég fékk alvarlega sýkingu. Ég var með mjög ljót, blæðandi sár á fætinum í um tíu ár og lifði á sterkum verkjalyfjum sem gerðu mér kleift að vinna og taka að mér verkefni. Ég lét aldrei vita af þessu. Þá hefði ég ekki fengið að vera með í þessu ævintýri. Ég batt bara um sárin og þagði,“ segir Konráð og segir að stundum hafi leikstjórar tekið eftir þessu og þá hafi hann reddað sér fyrir horn með því að segjast hafa tognað deginum áður. Lífið er slagur „Líf mitt hefur einkennst af sárs- auka. Ég hef verið í sársauka síðan ég man eftir mér. En ég hugsa að ég hafi komist í gegnum þetta allt saman á mínu eigin viljaþreki. Líf mitt hefði getað farið verr. Síðustu þrjú ár hef ég barist við ótrúlega hluti, krabba- mein, vefjagigt, ég missti fótinn og allar tennurnar, vegna sýkingar sem ég fékk. Ég er sko með títantennur. Lífið er bara slagur. Þess virði að vinna. Ég var á morfíni, til að geta unnið og lifað, leikið og skemmt mér. Þegar verkirnir fóru að versna, þá byrjaði þetta á magnyl og endaði á morfíni. Þetta var orðið það slæmt síðustu 10 árin að ég held ég hafi verið kominn á 600 grömm af morf- íni á dag,“ segir Konráð sem tók þá ákvörðun að hætta á öllum verkja- lyfjum eftir að fóturinn var tekinn af honum. „Ekki nóg með það að ég var að læra að ganga upp á nýtt og borða upp á nýtt, heldur var ég í hreinasta helvíti í fráhvörfum í heilt ár. Mar- traðirnar voru skelfilegar, sviti og ólýsanlegir verkir. Það var stundum eins og það væri verið að stinga mig eða gefa mér raflost. Þetta gerði ég einn í herberginu mínu heima og var verst á kvöldin. Ég ætla ekki að lýsa því, það er ekki hægt. Þeir í Sví- þjóð skildu þetta ekki. Það hafði enginn gert þetta áður. Þetta á ekki að vera hægt. Þetta er lífshættulegt. Ég hafði allar töflurnar við hliðina á mér, allan tímann. Það kom aldrei neitt augnablik að mig langaði til að taka töflurnar. Mitt lífsferli hefur verið erfitt og með tíð og tíma öðlast ég þennan gríðarlega vilja og seiglu. Kannski missa sumir krafta sína á meðan aðrir eflast. Það eru margar kenn- ingar um þetta. Núna er ég stað- ráðinn í því að halda áfram að koma mér í vesen og ævintýri og Strand- gatan hér er næst.“ Þeim sem vilja aðstoða Konráð og veita honum brautargengi er bent á söfnun sem hann stendur fyrir á Karolina Fund og tengist sýningunni sem er fram undan. Ekki nóg mEð það að ég var að læra að ganga upp á nýtt og borða upp á nýtt, hEldur var ég í hrEinasta hElvíti í fráhvörfum í hEilt ár. martraðirnar voru skElfilEgar, sviti og ólýsanlEgir vErkir. Fótarmein Konráðs olli honum miklum kvölum. Fóturinn var tekinn af árið 2014. Frétt um uppá- tæki Konráðs og félaga í Hafnarfirði. Þegar þeir voru hand- teknir á þaki pósthússins. Konráð í gervi fyrir hlutverk í kvikmynd. Mynd af sýningu Konráðs sem verður opnuð 30. maí. ↣ 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R50 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E A -5 A 2 C 1 F E A -5 8 F 0 1 F E A -5 7 B 4 1 F E A -5 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.