Fréttablaðið - 26.05.2018, Page 122

Fréttablaðið - 26.05.2018, Page 122
Þarna er maður líka kominn inn í ímyndunaraflið og Þetta rennur allt saman í eitt. kominn inn í heim skáld- skaparins vegna Þess að tæknin komst ekki lengra. en ímyndunaraflið kemst lengra. Það kemst alltaf lengra. en á endanum varð til mynd sem er eins og ég sé kominn að sjálfu upphafinu. Það er eins og maður sé kominn að rafgas- veggnum sem umlykur miklahvell. Það var upp- lifun.Myndlistarmað-urinn Hrafn-kell Sigurðsson hefur farið víða í ljósmynda-verkum sínum á undangengnum árum. Verk hans hafa farið með áhorfandann um borgir, sveit og jafnvel undir yfir- borð sjávar en í sýningu sem Hrafn- kell opnar í Hverfisgalleríi í dag undir yfirskriftinni Upplausn, er förinni heitið langtum lengra en við höfum áður séð eða langt út í geim og í gegnum tímann. Á milli vetrarbrauta Hrafnkell segir að það sé reyndar ekki einfalt mál að útskýra þetta ferðalag en það sem hann sýni að þessu sinni séu uppstækkaðir pixlar. „Þetta eru pixlar sem er búið að stækka upp aftur og aftur. Viðkomandi pixill eða myndhluti er tekinn úr ljósmynd af vetrarbraut- unum sem var tekin af Hubble-sjón- aukanum. Myndin var tekin þannig að myndavélinni var beint á lítinn svartan blett á stjörnuhimninum og síðan var sá blettur stækkaður upp. Vísindamennirnir héldu að þar væri ekkert, að þar væri bara allt svart, en í ljós komu þúsundir vetrarbrauta.“ Hrafnkell útskýrir að þegar maður horfir svona langt út í geim sé maður í raun farinn að horfa langt aftur í tímann í átt að upphafi heimsins. „Já, það sem teiknar upp upplýsingarnar sem ég vinn með er margra milljarða ára gamalt ljós. En ég er að leika mér með þá hugmynd að ég geti tekið þessa ljósmynd af vetrarbrautunum og stækkað upp svartan blett á milli vetrar- brautanna og farið þannig enn þá lengra aftur í tímann. Það er svona hugmyndafræðilegur bakgrunnur verkanna.“ Hrafnkell segir að þegar hann hafi verið kominn svona langt inn í myndina, inn í pixilinn, þá hafi sitthvað forvitnilegt farið að gerast. „Þarna er maður líka kominn inn í ímyndunaraflið og þetta rennur allt saman í eitt. Kominn inn í heim skáldskaparins vegna þess að tæknin komst ekki lengra. En ímyndunaraflið kemst lengra. Það kemst alltaf lengra.“ Áfram, áfram Aðspurður segir Hrafnkell að það hafi ekki verið neitt mál að útvega sér réttu myndina úr Hubble-sjón- aukanum. „Maður fer bara á netið og þar er myndin aðgengileg öllum sem vilja. En ég skal hins vegar alveg játa að ferlið sem svo tók við, að fara alltaf dýpra og dýpra inn í myndina, var ekki þrautalaust. Ég setti mér það markmið að fara eins langt og ég gæti og svo lengra. Þannig að þetta var alveg mis- kunnarlaust, áfram, áfram, lengra, lengra. Ég var stundum í margar vikur týndur í einhverri þoku. Vissi ekkert hvernig verkið yrði eða hvað ég vildi. Var bara að bíða eftir því að það kæmi eitthvað og þá hrærði ég í myndinni fram og til baka, prófaði endalaust þangað til eitthvað gerð- ist sem mér fannst vera eitthvað sem ég gat unnið með. Þá komu kannski form eða munstur sem ég gat síðan komið áfram og unnið í endanlegt form. Þannig að þegar ég var búinn að finna það sem ég gat unnið með tók við vinna við að koma þessu í form. Þessi reyndi alveg á,“ segir Hrafn- kell og brosir. „Ég var týndur inni í einhverjum pixlum, í miðjum nið- dimmum íslenskum vetri á meðan óveðrið gekk yfir, rýndi aftur í tím- ann og inn í eigið ímyndunarafl. Við þessar aðstæður mætir maður sjálfum sér.“ Bókstaflega til úr engu Sú hugmynd kemur upp í hugann hvort það hafi ekki reynst Hrafn- keli erfitt að segja stopp í slíkri leit en hann segir að svo hafi ekki verið. „Nei, það var merkilega skýrt þegar ég var búinn að finna það sem ég gat unnið með og eins þegar ég var búinn að klára það. Það var alveg á tæru.“ En það hlýtur að vera sterk upp- lifun eftir svona mikla leit? „Já, vissulega. Þegar maður fer með þessum ásetningi, að fara eins langt og hægt er og aldrei gefast upp. Að sitja fyrir framan tómið, fyrir framan skjáinn, og reyna að ferðast áfram í gegnum óvissuna í leit að einhverju, þá gerist eitthvað. Þetta er í rauninni mjög djúp hugleiðing. Og ég get alveg sagt að ég hafi upp- lifað óvænta hluti sem komu mér algjörlega á óvart. Þetta var reynsla.“ Þannig að þetta hefur ekki síður reynt á þitt innra líf en tæknimann- inn? „Algjörlega. Þetta var mjög áhuga- vert vegna þess að þetta varð bók- staflega til úr engu. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að gera þetta eða hvað ég ætti að gera en svo birtist það og skýrðist fyrir mér.“ Á sýningunni í Hverfisgalleríi er Hrafnkell með fimm verk. Hann segir að þegar hann hafi verið búinn með fjögur hafi hann haldið að hann gæti ekki gert meira. „Þetta reyndi það mikið á mig. En þetta kallaði á fimmtu myndina og hún þurfti helst að vera öðruvísi, ég vissi það. Hinar eru allar dimmar og ég var að vonast eftir því að ég gæti gert andhverfumynd. Mynd sem í væri meira ljós en ég vissi ekkert hvernig ég ætti að gera það. En á endanum varð til mynd sem er eins og ég sé kominn að sjálfu upphafinu. Það er eins og maður sé kominn að raf- gasveggnum sem umlykur Mikla- hvell. Það var upplifun. Þarna var ég kominn að sjálfu ljóshvelinu og þar fer ekkert í gegn nema hugsan- lega ímyndunaraflið. Því eru engin takmörk sett.“ Ferðalag í gegnum tímann og tómið út í óvissuna upplausn er yfirskrift sýningar eftir hrafnkel sigurðsson sem verður opnuð í dag. Þar skoðar hrafnkell hvað býr á milli vetrarbrauta í milljarða ára fjarlægð með aðstoð ljósmyndar frá hubble-sjónaukanum. Hrafnkell Sigurðsson segir að ímyndunaraflinu séu engin takmörk sett. FréttaBlaðið/SteFÁn Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R70 m e n n i n G ∙ F R É T T a B L a ð i ð menning 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E A -0 1 4 C 1 F E A -0 0 1 0 1 F E 9 -F E D 4 1 F E 9 -F D 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.