Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 4

Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Sölutímabil 6. – 20. desember S TYRK TAR F É LAG LAMAÐRA OG FAT LAÐRA Askasleikir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við sáum það í kringum EM í fyrra að þá fóru ýmsir af stað að selja svona ferðir sem þekktu ekki til. Við erum í raun bara að vekja athygli þeirra sem fá frábærar hug- myndir í kollinn, eins og sagt er. Eins og þær að fara með hóp af mönnum og konum til Rússlands,“ segir Elías Bj. Gíslason, settur ferðamálastjóri. Vakin er athygli á því á vef Ferðamálastofu að sala pakkaferða, svokallaðra alferða, sé leyfisskyld. Beinir Ferðamálastofa því til fólks að kaupa pakkaferðir af handhöfum ferðaskrifstofuleyfa. Aðeins þeir megi selja slíkar ferðir til almenn- ings. Er fólk hvatt til að kynna sér lista yfir leyfishafa á vef Ferða- málastofu áður en ferðir eru keypt- ar. Elías segir í samtali við Morg- unblaðið að þessi aðvörun sé sett fram núna, þegar margir huga að ferðum á HM í Rússlandi næsta sumar. Ekki hafi enn komið upp slík tilvik í tengslum við HM en þau koma þó reglulega upp: „Ýmiss konar framboð af pakka- ferðum, t.d. fótbolta- og lífsstíls- ferðum, má finna á samskiptamiðl- unum þar sem í boði er flug, gisting og miðar á leiki eða heilsutengda þjónustu. Við skoðun Ferðamála- stofu hefur komið í ljós að margir þeirra sem bjóða slíkar ferðir til sölu eru án leyfis og því er um ólög- lega starfsemi að ræða,“ segir á vef Ferðamálastofu. Ferðaskrifstofum ber skylda til að hafa sérstaka tryggingu komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar, segir á vef Ferðamálastofu. Kaupendur pakkaferða eiga þá rétt á endurgreiðslu þeirrar fjár- hæðar sem greidd hefur verið vegna pakkaferðar ef hún er ófarin, til heimflutnings úr ferð, sé hún hafin, eða gera viðskiptavinum kleift að ljúka ferð í samræmi við upphaflega áætlun. Varað við ólöglegum pakka- ferðum á HM í Rússlandi  Ferðamálastofa hvetur fólk til að versla við fagaðila Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, segir að nú þegar hann sé kominn í nýtt ráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið, muni hann að sjálfsögðu setjast yfir mál eins og málefni Landeyjahafnar og nýrrar ferju. Sigurður Ingi var á opnum fundi hjá Framsóknarflokknum í Vestmannaeyjum í febrúar, 2016, þegar hann var sjávarútvegsráðherra. Hann var þá m.a. spurður um álit sitt á Landeyjahöfn og þeirri ferju sem búið væri að hanna, auk þess sem hann var spurður út í hin háu fargjöld sem farþegar þurfi að greiða þegar siglt er til Þorlákshafnar. Sigurður Ingi svaraði því þannig, samkvæmt því sem fréttavefurinn eyjar.net greindi frá 12. febrúar 2016, að Landeyjahöfn væri engan veginn ásætt- anleg höfn, eins og hún væri nú og hann velti því upp hvort ein leið væri að fá þriðja aðila til að taka út verkið. Jafnframt varðandi fargjöldin að kanna bæri hvort rétt væri að taka þau til skoðunar í byggðaáætlun. Samgönguráðherra var í gær spurður hvort hann væri enn sama sinnis og hann var sem sjávarút- vegsráðherra í febrúar 2016: „Ég hef ekki skipt um skoðun í þessum efnum. Ég skrifaði efnislega sam- bærilega grein um þetta mál í Eyjafréttir nú fyrir kosningar,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef maður kemst í þá stöðu að láta skoða það sem maður telur vera skynsamlegast að skoða, þá held- ur maður auðvitað áfram við þá sannfæringu, sem maður áður hafði, og þessi mál verða á næstunni skoðuð af kostgæfni hér í ráðuneytinu,“ sagði Sig- urður Ingi. Samgönguráðherra segir ekki tímabært að ræða hvernig nákvæmlega verði tekið á málum Landeyjahafnar, en það sé að sjálfsögðu umhugs- unarefni, hvort ekki sé skynsamlegt að fá einhvern þriðja óháðan aðila til þess að gera úttekt á verkefn- inu, svo menn geti áttað sig á því hvort það sem er verið að gera og hefur verið gert, sé skynsamlegt. „Það sama gildir um þennan kostnað sem fylgir því þegar ekki er hægt að sigla á Landeyjahöfn vegna veðurs eða aðstæðna og ferjan verður að fara til Þorlákshafnar. Það er bara réttlætismál að fjöl- skyldan sem einhverra hluta vegna, t.d. vegna lækninga, þarf nauðsynlega að komast upp á land, að hún viti fyrirfram, hvaða gjald hún þarf að greiða. Við höfum fyrr verið með slíkar hugmyndir í byggðaáætlun og það ætlum við líka að skoða,“ sagði Sigurður Ingi jafnframt. Úttekt verði gerð á höfninni  Samgönguráðherra vill láta skoða málefni Landeyjahafnar  Skoða megi far- gjöld frá Eyjum í land, þegar nauðsynlegt reynist að sigla til Þorlákshafnar Vel var tekið á móti forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og Elizu Reid eiginkonu hans á fyrri degi opinberrar heimsóknar þeirra í Dalabyggð í gær. Heimsóknin hófst síðdegis með innliti á hjúkrunarheimilið Fellsenda í Miðdölum og í heimavinnsluna á bænum Erpsstöðum en á eftir var farið í mjólkurstöð MS í Búðardal þar sem mygluostar í ýmsum gerðum eru fram- leiddir. Endað var svo í byggðasafninu að Laugum í Sælingsdal. Í dag munu forsetinn og fylgdarlið fara um Skarðsströnd, svo sem að höfuðból- inu Skarði, um Fellsströnd og víðar og skoða ýmsa merkisstaði í héraðinu. „Hér er sagan við hvert fótmál á hverju bóli, sem veitir sóknarfæri í ferða- þjónustu. Svo er hér dugmikið fólk tilbúið að leita nýrra leiða í landbúnaði. Það má alveg líta björtum augum fram á veg hér í Dalabyggð,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. Þessi mynd var tekin hjá MS í gær þegar forseta- hjónin kynntu sér ostaframleiðsluna þar, bita sem væntanlega verður víða á jólaborðinu. sbs@mbl.is Ljósm/Steinunn Matthíasdóttir Kynntu sér mygluostaframleiðsluna í Búðardal Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í opinberri heimsókn í Dalabyggð Mikill viðbúnaður var í gær þegar Brunavarnir Árnessýslu fengu til- kynningu um eld í fjósi í Gunn- bjarnarholti á Skeiðum en margt nautgripa og kálfa er í fjósinu. Fljótlega var þó tilkynnt að búið væri að slökkva eld og var því dreg- ið úr viðbúnaði. Verið er að stækka fjósið. Segir á Facebooksíðu Bruna- varna Árnessýslu, að upptök elds- ins megi rekja til þess að verið var að vinna með keðjusög á þakklæðn- ingu og við það komst neisti undir klæðninguna. Þakka megi skjótum viðbrögðum iðnaðarmannanna á staðnum að ekki fór verr. Eldur í fjósi „Nei, en það er hins vegar ýmislegt í skoðun. Við erum ekki í bráðum vanda sem stendur, okkur hefur tek- ist að sinna þessu vel til þessa,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsinga- fulltrúi Útlendingastofnunar (ÚTL), við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess að stofnunin hefur ekki fund- ið annað húsnæði til að hýsa þá hælisleitendur sem gista áttu í fyrir- huguðu gistiskýli við Bíldshöfða 18 í Reykjavík. Stóð þar til að hýsa 70 manns, en nýlegt lögbann sýslu- manns kom í veg fyrir þau áform. Um síðastliðin mánaðamót voru alls um 270 hælisleitendur í þjónustu hjá sveitarfélögunum Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði og um 250 hjá Útlendingastofnun. Stærstu búsetuúrræði Útlendingastofnunar eru í Arnarholti á Kjalarnesi, í Bæjarhrauni 16 og 4 í Reykjavík, Norðurhellu í Hafnarfirði og hót- elinu Airport Inn í Keflavík auk tveggja minni húsa í Reykjavík. Spurð hvort erfitt sé að finna hentugt húsnæði fyrir áðurnefndan hóp svarar Þórhildur Ósk: „Það er ekki hlaupið að því enda ekki mikið framboð á húsnæði sem hentar und- ir þessa starfsemi,“ segir hún og bendir á að huga þurfi að mörgu, s.s. almenningssamgöngum. khj@mbl.is Morgunblaðið/Hari Lögbann Til stóð að hýsa hælisleit- endur við Bíldshöfða í Reykjavík. ÚTL ekki í bráðum vanda  Yfir 500 í hinum og þessum húsum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.