Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 22

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 22
VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Í vesturbæ Reykjavíkur sitja þrjár konur stoltar og undrandi með nýút- komna bók, Móðir, missir, máttur, sem þær eru höfundar að. „Það er skrýtin tilfinning að fá bókina í hendurnar og óraunveru- legt. Þessi tilfinning er eins og þeg- ar beðið er eftir barni. Meðgangan var löng, eða frá árinu 2013, og á tímabili héldum við að bókin kæmi ekki út. En nú erum við með hana í höndunum átta dögum fyrr en áætl- að var,“ segir Oddný Þ. Garð- arsdóttir. Undir þetta taka meðhöf- undar hennar; Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna M. Sigur- bergsdóttir. Allar fluttu þær ungar til Vest- mannaeyja með eiginmönnum sín- um og byggðu þar upp fjölskyldu og heimili. Allar hafa þær misst syni og fundið styrk í trúnni til þess að tak- ast á við lífið að loknu, „högginu“ sem fjölskyldurnar urðu fyrir þegar synir þeirra; Árni Garðar, fjögurra ára, Erlingur Geir, sex ára, og Sig- urjón, 17 ára, létust með sviplegum hætti. Við lok bókarskrifanna vorið 2016 missti Þóranna annan son, Rík- arð Örn, sem varð bráðkvaddur nær fertugur að aldri. Vera og Þóranna búa enn í Eyjum en Oddný er ný- flutt til Reykjavíkur. Dreymdi bókarskrifin Tilurð bókarinnar er draumur sem Veru dreymdi. „Eina nóttina dreymdi mig að Guð talaði til mín og sagði að ég, Oddný og Þóranna ættum að skrifa bók um sameiginlega reynslu okkar. Ég gerði ekkert með þetta fyrr en ég var samferða Þórönnu og Odd- nýju í bíl á leið á Aglow-ráðstefnu í Reykjavík og stundi þessari hug- mynd upp úr mér,“ segir Vera. Oddný og Þóranna tóku strax vel í hugmyndina. „Ég hafði verið í sálgæslunámi og þurfti í því námi að skrifa um fortíð- ina og erfiða hluti. Ég skrifaði um barnsmissi og vissi að ég gæti notað eitthvað af því í bókinni. Ég hafði líka tekið viðtal við börnin mín um upplifun þeirra þegar Sigurjón dó,“ segir Þóranna. Oddný og Vera voru nágrannar og orðnar góðar vinkonur þegar þær hófu að skrifa bókina. Þær höfðu leiðbeint í 12 spora starfi Landakirkju þar sem Oddný var meðhjálpari og Vera hafði tekið þátt í barnastarfi kirkjunnar. Þórönnu kynntust þær í gegnum Aglow, sem er þverkristilegur félagsskapur kvenna. Þær hafa allar starfað í Ag- low í áratugi. Þóranna hefur lifað virku trúarlífi frá því að hún var ung kona. Oddný og Vera áttu sína barnatrú, sem jókst og styrktist við erfiðleikanna. Vera missti son sinn, Árna Garð- ar, 28. júlí 1988 þegar ekið var á mæðginin þar sem þau voru á leið yfir gangbraut. Í bókinni lýsir Vera fyrstu andartökunum eftir slysið. Hún segist ekki vita hvernig hún hefði komist í gegnum áfallið ef hún hefði ekki fundið hvernig Guð bar hana á örmum sér í gegnum allt. Var einhvern veginn dofin Erlingur Geir, sonur Oddnýjar, veiktist um miðjan dag og var send- ur ásamt foreldrum sínum með sjúkraflugi til Reykjavíkur, þar sem hann lést á Landspítalanum kl. hálftvö um nóttina. Foreldrar hans fengu að vera hjá honum um nóttina. Oddný lýsir því í bókinni hversu mikilvægt það var. „Mér fannst gott að geta far- ið til hans um nóttina þegar ég vildi og setið hjá honum, horft á hann og komið við hann. Ég fékk ofsaleg grátköst. Þess á milli var ég einhvern veginn dofin og ekki fær um að hugsa neina hugsun til enda.“ (bls. 44) „Ég veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum sorgina ef ég hefði ekki átt og öðlast meiri trú. Um leið og við komum heim og fórum að undirbúa jarðarförina hjá honum Ella mínum þá bað ég Guð að hjálpa mér og þegar var ein heima þá gekk ég um húsið, hrópaði upphátt á Guð og bað hann að hjálpa mér í sorginni, sem hann gerði,“ segir Oddný. Sigurjón, sonur Þórönnu, var ný- kominn með bílpróf. Hann var staddur í Reykjavík og bauðst til þess að keyra systkini sín tvö út á Keflavíkurflugvöll. Á leiðinni frá Keflavík lenti Sigurjón í árekstri og lét lífið samstundis. Þrátt fyrir fósturmissi, fæðingu andvana stúlku, sem nefnd var Hanna, andlát Sigurjóns og áfallið þegar fertugur sonur hennar, Rík- harður, varð bráðkvaddur vorið 2016 hefur Þóranna ekki misst trúna né orðið reið við Guð. „Ég hef meira orðið hissa og átt erfitt með að skilja af hverju þessir atburðir gerðust. Trúin hefur gefið mér yfirnáttúrulegan kraft og styrk sem hjálpað hefur mér í gegnum öll þessi áföll,“ segir Þóranna. Hún lýs- ir því í bókinni hversu erfitt var að halda áfram í daglega lífinu. „Ég get skilið fólk sem missir lífskraftinn og getur ekki haldið áfram. Stundum lagðist ég nið- ur og hugsaði að ég gæti ekki staðið upp aftur, en ég hafði ekkert val. Ég varð að halda áfram.“ (bls. 80) Allar eru mæðurnar sammála um að það sé gott að geta talað við og grátið með einhverjum sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu. Þær hafa allar þurft að glíma við samviskubit vegna andláta sona sinna. Vera var lengi með sam- viskubit yfir því að hafa ekki passað drenginn sinn betur þegar þau Mæður sem misst hafa syni  Þrjár mæður vonast til að bókin Móðir, missir, máttur hjálpi öðrum syrgjendum  Bæjarfélagið umvafði fjölskyldurnar  Höggið sem engin er undirbúin fyrir  Trúin styrktist við erfiðleikana Morgunblaðið/Eggert Bókarhöfundar Oddný Þ. Garðarsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir og Þóranna M. Sigurbergsdóttir, stoltar og þakklátar með bókina Móðir, missir, máttur. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is FIAT TIPO EASY nýskr. 01/2017, ekinn 53 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 2.350.000 kr. Raðnr. 256977 MAZDA 2VISION EDITION PACK nýskr. 04/2017, ekinn 39 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, álfelgur o.fl. Verð 2.190.000 kr. Raðnr. 257177 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is HONDA JAZZ ELEGANCE nýskr. 05/2014, ekinn aðeins 42 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.790.000 kr. Raðnr. 255735 FIAT 500 POP nýskr. 06/2016, ekinn 89 Þ.km, bensín, 5 gíra. Verð 1.490.000 kr. Raðnr. 257106 FORD FIESTA TITANIUM nýskr. 05/2017, ekinn 34 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, álfelgur o.fl.Verð 2.290.000 kr. Raðnr. 230574 
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.