Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 30

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 „Ég er gríðarlega ánægður með þetta verkefni og gaman að fá að vera ráðherrann sem nær að ljúka því. Koma há- hraðatengingum til 99,9% heimila á árinu 2020,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, um fjarskiptaverkefnið Ísland ljóstengt. Sigurður Ingi rifjar upp að hann hafi sett þessa hug- mynd fram í blaðagrein veturinn 2012 til 2013. Það hafi síðan verið skrifað inn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar sem þá tók til starfa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er stefnt á að ljúka ljósleiðaraverkefninu á árinu 2020. „Við erum samkvæmt nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum fremst meðal þjóða þegar kemur að upplýs- ingatækni og fjarskiptum og við ætlum að leggja mikið á okkur til að halda þeirri stöðu. Þetta er eitt af þeim verk- efnum sem gera stöðu okkar jafn góða og raun ber vitni,“ segir samgönguráðherra. Hann segist munu fara yfir verkefnið, skoða hvar það er statt og meta hvort ástæða sé til að gera eitthvað öðruvísi. Þessa dagana er verið að ganga frá samningum við sveitarfélög um verkefni næsta árs. Sigurður Ingi segir að það verði síðan metið við gerð fjármálaáætlunar til næstu ára hvort hægt sé að fjármagna flýtingu verk- efnisins og hvort mögulegt sé að framkvæma verkefnið á styttri tíma en nú er ráðgert. Ráðherrann bendir á að búið sé að tengja flest hús á höfuðborgarsvæðinu með þremur ljósleiðurum og leggja mikinn kostnað í það. Hann segir mikilvægt að nýta inn- viðina sem best og segir að til þess þurfi meira samstarf ólíkra fjarskiptafyrirtækja. Annars sé hætta á að verið sé að kasta peningum út um gluggann. helgi@mbl.is Gaman að fá að ljúka verkefninu Morgunblaðið/Eggert Ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fær tækifæri til að fylgja hugmynd sinni eftir og ljúka verkefninu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mikil eftirvænting eftir því að hægt verði að stinga í samband við ljósleiðara, ekki síst í samfélagi eins og hér þar sem fjarskipti eru víða léleg. Ýmsir hafa orð á því að góð fjarskipti séu ekki síður mik- ilvæg en góðar vegasamgöngur,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, spurð- ur um kröfur íbúa um ljósleiðara- væðingu sveitanna. Borgarbyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem litla styrki hafa fengið úr fjarskiptasjóði vegna þess hversu stórt sveitarfélag- ið er og með dreifðri byggð. Verkefnið Ísland ljóstengt gengur út á það að stuðla að ljósleiðaravæð- ingu svæða þar sem fjarskiptafélögin sjá sér ekki hag í að koma til skjal- anna. Það nær því ekki til höfuðborg- arsvæðisins nema að mjög litlu leyti. Ef skoðað er kort með upplýsingum um stöðu verkefnisins sést að við lok næsta árs verður ljósleiðaravæðingu lokið eða hún langt komin víða um land. Er þá miðað við að þeim verk- efnum sem fá á næsta ári og fengið hafa áður styrki úr fjarskiptasjóði verði að fullu lokið. Alls ekki er víst að þeim verði öllum lokið. Fram kom í Morgunblaðinu fyrir skömmu að á næsta ári yrði lokið við að tengja um 3000 staði af þeim 4000 sem falla undir verkefnið. Hærri styrkir á næstu árum Stærstu svæðin sem sitja eftir eru Borgarbyggð, Fljótsdalshérað, Langanes og Bláskógabyggð. Einnig svæði á Vestfjörðum. Þessi svæði hafa væntanlega orðið undir í samkeppninni vegna þess að hver tenging er tiltölulega dýr en reglur Fjarskiptasjóðs ganga út á að þau sveitarfélög fái styrkina fyrst sem minnstu þurfa til að kosta. En röðin mun koma að hinum, þótt síðar verði. Gunnlaugur vonast til að á næstu árum verði hægt að fá styrki sem nálgast raunkostnað. Verði þá unnt að stíga stærri skref. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar er boðað að ljósleiðaravæð- ingu landsins verði lokið á árinu 2020 og því bætt við að það auki lífsgæði og fjölgi tækifærum landsmanna til að skapa atvinnu. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir að verkefnið Ísland ljóstengt hafi örugglega orðið til þess að koma þessum verkefnum fyrr af stað en ella hefði orðið. Hann segist þó alls ekki sáttur við ýmislegt í regluverki verkefnisins. „Við þessa fjarskiptavæðingu er verið að setja stóran hluta kostnaðar yfir á sveitar- félögin. Mér finnst ekki sjálfgefið að þau eigi að bera kostnað af fjar- skiptavæðingu,“ segir Björn. Hann segir að sveitarfélögin séu sett í þá stöðu að annaðhvort taki þau þennan kostnað á sig eða sitji eftir. Byggð er mjög dreifð á Fljótsdals- héraði og dýrt að leggja ljósleiðara um sum svæðin. Björn segir að stað- an sé þokkaleg þar sem sveitarfélag- ið hafi tekið þátt í að koma upp ör- bylgjuneti. Ljóst sé þó að ljósleiðari sé framtíðarfyrirkomulagið. Sveitar- félagið hafi nýtt sér það þegar aðrir hafa verið í framkvæmdum og fengið að leggja ljósleiðara með. Eins og aðrir sveitarstjórar finnur Björn fyrir kröfu íbúa um bætta fjar- skiptaþjónustu. „Það er ósköp eðli- legt. Þetta er lykillinn að því að fólk geti sinnt störfum heiman frá sér.“ Gunnlaugur bendir á að sveit- arfélögin hafi ýmist selt kerfin sem þau hafa byggt upp til fjarskipta- félaga, til að fá til baka þá fjármuni sem þau leggja í verkefnin, eða reki þau og fái peningana til baka á lengri tíma. Hann segir að ekki hafi annað verið rætt í Borgarbyggð en að sveit- arfélagið muni eiga fjarskiptakerfið og selja aðgang að því. Íbúar gera kröfu um góð fjarskipti  Í lok næsta árs verður ljósleiðari kominn um meginhluta landsins  Nokkur stór sveitarfélög sitja eftir  Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segir ekki sjálfsagt að sveitarfélögin kosti uppbyggingu fjarskipta Ísland ljóstengt Áætluð staða í lok árs 2018 Heimild: Fjarskiptasjóður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Kjósarhreppur Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Garður Vogar Utan verkefnis Lokið Langt komið Skammt komið Ekki hafið Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshr. Snæfellsbær Dalabyggð Bolungarvík Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhr. Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshr. Strandabyggð Sveitarf. Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduósbær Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Seyðisfjarðarkaupst. Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarf. Hornafjörður Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Svalbarðsstrandarhr. Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Grímsnes- og Grafningshr. Skeiða- og Gnúpverjahr. Bláskógabyggð Flóahreppur Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Grafið fyrir heimtaug ljósleiðara á sveitabæ í Rangárþingi ytra á síðasta ári. Þar var heilt sveitar- félag ljósvætt á stuttum tíma með heimtaugagjöldum íbúa og stuðningi sveitarfélags og fjarskiptasjóðs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.