Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 www.gilbert.is SJÓN ER SÖGU RÍKARI ! VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í heimildaskáldsögunni Vitavörð- urinn sem nýlega er komin út segir Valgeir Ómar Jónsson frá óvenju- legri atburðarás í lífi afa síns, Þor- bergs Þorbergssonar, á Galtarvita við Súgandafjörð. Sagan er í stuttu máli sú að Þorbergi var gefið að sök, réttilega, af breska hernum að hafa hulið og hýst til sjö mánaða árið 1940 Þjóðverjann August Lehrmann. Þetta gerði Þorbergur fyrir orð vinar síns Friðberts Guðmundssonar, út- gerðarmanns á Suðureyri, sem hann mat mikils. Greiðvikni þessi átti eftir að draga dilk á eftir sér, því þegar Bretar komust á snoðir um þetta – raunar eftir að Lehrmann var farinn – voru útsendarar heimsveldisins sendir vestur í vitann, hvar þeir tóku Þorberg höndum að næturlagi og í framhaldinu var hann fluttur í fanga- vist til Bretlands. Það var sumarið 1941. „Það var aldrei talað um þetta mál í mínu ungdæmi þó allir vissu auðvit- að að afi hefði lent í fangelsi á Bret- landi. Ég fann litla grein um þetta í Öldinni okkar þegar ég var strákur og fannst merkilegt. Það var svo 2002, að ég gaf út ættartal frá þeim afa og ömmu, Þorbergi Þorbergssyni og Rannveigu Jónu Jónsdóttur, og þá vaknaði sú hugmynd með mér að kanna söguna og skrá hana,“ segir Ómar í samtali við Morgunblaðið um bókina, efni hennar og tilurð. Bretar sýndu enga lindkind Málavextir eru þeir að Friðbert bað Þorberg um að setja sig í sam- band við Jóhann Jónsson Eyfirðing á Ísafirði, en þá var Lehrmann til hans kominn. Jóhann var tengdafaðir þýsks heildsala í Reykjavík sem flóttamaðurinn vann hjá og það skýr- ir tengslin vestur á firði. Mál þróuð- ust svo að Þorbergur skaut skjólshúsi yfir Lehrmann sem var hjá þeim Rannveigu og þeirra stóra barnahópi frá síðsumri 1940 til vors 1941. Þá yf- irgaf hann staðinn með þeim orðum að upplýstist hvar hann hefði haldið sig myndi hann engum segja frá vit- orðsmönnum og hjálparhellum. „Annað kom á daginn, strax við fyrstu yfirheyrslu var breski herinn kominn með lista yfir alla þá er höfðu aðstoðað hann og fleiri til, má þar nefna Tryggva Jóakimsson, ræð- ismann Breta á Ísafirði, sem ekkert vissi þó um flóttamanninn. Breski herinn vildi gera Íslendingum það ljóst að þeir myndu ekki sýna neina linkind í þessu máli og sendu því skip vestur til að handtaka þá er höfðu verið flóttamanninum innan handar,“ segir Ómar. Fangar í sex vikur Þorbergur var sendur ásamt Tryggva ræðismanni og Jóhanni Ey- firðingi sem handtekinn maður til Bretlands og voru þeir leiddir inn í Brixton-fangelsið í Lundúnum þann 13. júní. Fjórar konur sem tengdust fyrrgreindum mönnum og einnig voru handteknar fóru í Halloway- fangelsið. Samtímis voru þar fyrir Reynir Kratch, ungur Íslendingur af þýskum ættum, Einar Olgeirsson al- þingismaður og Þjóðviljamennirnir Sigurður Guðmundsson og Sigfús Sigurhjartarson vegna andófs sem þeir höfðu haft uppi í blaði sínu og víðar við veru breska hersins. Fangavist Vestfirðinganna varði í um sex vikur en af frásögn Ómars má ráða að hún hafi öll verið erind- isleysa, enda hefðu mál Íslendinga aldrei verið rannsökuð eða afgreidd þannig að lag væri á. Því fór svo að 18. júlí var ákveðið að sleppa fólkinu. Munaði þar mjög um atbeina Péturs Benediktssonar sendiherra. Skráðar heimildir leyndust víða Ómar Jónsson var í áraraðir til sjós sem vélstjóri á togurum en hefur allt- af haft áhuga á grúski og fróðleik. Með honum bjó líka alltaf löngun til þess að skrifa þessa sögu fjölskyldu sinnar sem aftur leiddi til þess að hann las sagnfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands. Núna er hann í námi til meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun. „Ég byrjaði að vinna þessa bók fyrir um tíu árum og á svo langri leið gerist margt. Fjögur barna afa og ömmu, þau Þórey, Salbjörg, Elías og Ragnar, voru á lífi þegar ég var að kynna mér þetta efni og þau reynd- ust vita æði margt. Skráðar heimildir leyndust víða og raunar hafa ýmsir höfundar sýnt þessu máli áhuga í gegnum tíðina. Þar má til dæmis nefna Jónas Árnason, rithöfund og alþingismann, sem byggði á þessari sögu í leikritinu Skjaldhamrar,“ segir Ómar. Greiðviknin dró dilk á eftir sér  Vitavörðurinn varð óvænt í vanda staddur  Þjóðverjinn August Lehrmann flúði vestur  Fangavist í Bretlandi  Sagan sem aldrei var sögð í fjölskyldunni  Valgeir Ómar skrifar örlagasögu afa síns Ljósmynd/Úr einkasafni Fjölskyldan Þorbergur Þorbergsson og Rannveig Jóna Jónsdóttir á Galta- vita með barnahópinn um það leyti sem til tíðinda dró í lífi fjölskyldunnar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfundur Valgeir Ómar Jónsson með bókina Vitavörðurinn. Sagan lá í þagnargildi í fjölskyldu hans, en vakti þegar til kom áhuga ungs manns. Ljósm/Úr einkasafni Þjóðverjinn Agust Lehrmann Ljósmynd/Úr einkasafni Galtarviti Fyrir opnu úthafi og einn afskekktasti staður landsins. „Mér fannst ég lengi aldrei ná því flugi í frásögninni sem ég vildi. Svo breytti ég forminu, færði mig yfir í heimildaskáldsögu, sem gaf mér meira svigrúm, og þá small líka allt saman þó ég styðjist við heimildir að mestu,“ segir Valgeir Ómar Jónsson. Þar nefnir hann dagbækur fólks í Gilsbrekku við Súgandafjörð sem kom að þessu máli, lögregluskýrslur, skjöl frá utanríkisþjónustunni, viðtal við vitavörðinn er tók við af Þor- bergi og margt fannst í skjölum breska hersins í skjalasafni í Lundúnum. „Þessa bók, Vitavörðinn, hef ég haft í maganum í lengri tíma og var því gott að fá að koma henni frá sér og snúa sér að þeirri næstu. Þegar vel tekst til með eitt verk kveikir það í manni að halda áfram á sömu braut, hvert sem viðfangsefnið verður,“ segir höfundurinn sem næsta sumar verður með gönguferðir í Galtarvita, frá júlí og fram í miðjan ágúst. Þetta eru tveggja daga ferðir og er allt hjá vitanum sem fólk þarfnast svo göngufólkið þarf bara að bera með sér nesti til fararinnar og vatn. Ferð- irnar verða seldar á vefnum borea.is. Náði flugi í heimildaskáldsögu HEFUR LENGI GENGIÐ MEÐ HUGMYNDINA Í MAGANUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.