Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 42

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 vikunnar og þarf dreifingu þess að vera lokið árla morguns. Misjafnt er frá degi til dags hve mörg hús þarf að dreifa blaðinu í, þar sem það er oft í aldreifingu og fer þá inn á hvert heimili. Og eftir því sem blöðin eru fleiri eru tekj- urnar það sömuleiðis. Við það bæt- ast svo ýmis fríðindi í gegnum aðild að blaðberaklúbbnum. Liðsmönnum hans er reglulega boðið í bíó og í ýmsa leiki þar sem góðir vinningar eru í boði. Þá er starfið líka frábær útivera og hreyfing, en þegar nýtt ár gengur í garð setja margir sér markmið í líkamsræktinni og þá getur blaðburðurinn verið góður kostur – og þar að auki ágætlega launaður. á blaðburði,“ segir Valur Yngvi sem er nemandi í 10. bekk við Haga- skóla. Þá æfir hann körfubolta með jafnöldrum sínum hjá KR, en óvíða í Vesturbænum er körfuboltaáhuginn jafn mikill og þar. Góður aukapeningur „Fyrir blaðburðinn næ ég kannski tuttugu þúsund krónum í laun á mánuði. Ég get alltaf lagt eitthvað fyrir inn á bók og núna er- um við körfuboltastrákarnir að safna fyrir æfinga- og keppnisferð til Svíþjóðar sem er á dagskránni næsta sumar. Blaðburðarpening- arnir gera mér þá ferð mögulega,“ segir blaðberinn í Frostaskjóli. Morgunblaðið kemur út sex daga „Blaðburðurinn skilar ágætum vasapeningi sem er nauðsynlegt að hafa með skólanum. Ég er líka fljót- ur að að dreifa Morgunblaðinu í húsin við Frostaskjól, en þegar mest er og blaðið í aldreifingu eru þetta um það bil áttatíu bréfalúg- ur,“ segir Valur Yngvi Jónsson, 15 ára blaðberi Morgunblaðsins í Vest- urbænum í Reykjavík. Hann byrjaði í febrúar á þessu starfi og hefur staðið sig í starfi með prýði, að sögn starfsfólks í dreifing- ardeild Árvakurs. Valur tekur daginn jafnan snemma og með hressilegum göngutúr kemur hann sér í gírinn fyrir skóladaginn sem er fram- undan. „Það er fínt að byrja daginn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vesturbærinn Valur Ingvi Jónsson tekur daginn jafnan eldsnemma og fer með Morgunblaðið til áskrifenda. Fínt að byrja á blað- burði í Frostaskjólinu  Blaðberinn safnar fyrir körfuboltaferðalagi til Svíþjóðar Með vísan til þess að kjarasamn- ingar grunnskólakennara eru laus- ir vekja kennarar í Fellaskóla í Reykjavík athygli á því í ályktun að kennaraskortur er orðinn viðvar- andi vandi í skólum borgarinnar og hópur leiðbeinenda stækki. „Það kemur óneitanlega niður á gæðum alls skólastarfs og hefur í för með sér aukið álag á þá kennara sem starfa við skólana,“ segja kennarar í Fellaskóla sem benda á að aukin veikindi kennara séu fórnarkostn- aður álags. Það sýnir meðal annars staða sjúkrasjóðs Kennarasam- bands Íslands, þangað sem margir sæki nú eftir stuðningi. Kennarar benda á að samkvæmt kjarasamningi hafi verkefnum ver- ið bætt á kennara svo sem nýju námsmati og innleiðingu á rafrænu skráningarkerfi. Allt sé þetta tíma- frekt og bætist við þann tíma sem kennari hefur til daglegs undirbún- ings. Það þurfi meiri peninga inn í skólastarfið svo uppfylla megi kröf- ur um skóla án aðgreiningar. Kenn- ararnir segjast binda miklar vonir við komandi kjarasamning og geri þar kröfu um sambærileg laun og sérfræðingar með sama mennt- unarstig svo og minna álag í starfi og bætt starfsumhverfi. Jöfn tækifæri „Nú er tími aðgerða. Kenn- araskorturinn er raunveruleiki sem bitnar á skólastarfi framtíðarinnar og við spyrjum: Er það sú framtíð sem við viljum búa komandi kyn- slóðum? Við trúum því að sveit- arfélögin vilji sjá framsækna skóla sem veita öllum nemendum jöfn tækifæri,“ segja kennarar í Fella- skóla. sbs@mbl.is Kennaraskortur er viðvarandi vandi  Fleiri leiðbeinendur og aukið álag Morgunblaðið/Ernir Fellaskóli Menntasetur í Breiðholti. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hættan við Ketubjörg eykst stöð- ugt,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Sem kunnugt er hafa miklar sprungur myndast í björgunum miklu við bæinn Ketu á Skaga, en þeirra varð fyrst vart fyrir um tveimur árum. Þá klauf klettur sig frá 65 metra háu bjarginu, þar sem heitir Fálkabakki, og hefur sprung- an þarna á milli verið smám sam- an að víkka. Þetta gerðist í kjölfar þess að klaki stífl- aði læk á heiðinni ofan við björgin. Leitaði vatn þá í nýja rás og smaug niður í gljúpt móbergið sem hratt af stað atburðarás sem ekki sér fyrir endann á. Þetta er örskammt frá þjóðveginum sem liggur um þessar slóðir og því er staðurinn nokkuð fjöl- farinn. Sprungan í björgunum er nú orðin um tveggja metra breið og nokkuð hefur borið á því að þarna fari ferða- menn út á ystu nöf, sem er hættuspil. Af því segist yfirlögregluþjónninn hafa nokkrar áhyggjur. „Við höfum sett þarna upp viðvörunarskilti og lokunarborða, en fólk lætur sér ekki segjast. Og þar sem staðurinn er fyr- ir utan byggð og 40 kílómetra héðan frá Sauðárkróki er vonlaust fyrir lög- regluna að halda þarna uppi reglu- bundnu eftirliti. Ég óska þess bara að í briminu í vetur losni um klettinn svo þetta vandamál verði úr sögunni. Ef ekki verður að hugsa málið upp á nýtt og bregðast við fyrir næsta sum- ar, áður en umferð ferðamanna um þessar slóðir fer af stað,“ segir Stef- án Vagn. „Gjáin breikkar stöðugt,“ segir Ingólfur Sveinsson, til skamms tíma bóndi á Lágmúla á Skaga sem er skammt frá Ketubjörgum. Hann fylgist vel með framvindunni og segir eftirtektarvert að nú – þegar þús- undir tonna hafa hrunið úr björg- unum – myndi það fyllingu og und- irstöðu klettsins staka. Verji hann fyrir þunga brimsins. Fyrir komi líka að lækir renni ofan í sprunguna í björgunum – sem eru úr gljúpu mó- bergi – og þegar þíða og gaddur komi á víxl fari allt á hreyfingu. Sprunga í Ketubjörgum víkkar  Tveggja metra geil og hættan eykst stöðugt  Viðvörunarskilti og lokunar- borðar stoða lítið  Lögreglan hefur áhyggjur  Óskandi er að brimið brjóti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ketubjörg Hér sést sprungan og kletturinn sem losnaði frá. Hann hallast æ lengra fram til sjávar. Mynd frá sl. ári. Stefán Vagn Stefánsson Ekki er sæmandi íslensku samfélagi að fjöldi fólks þurfi að hafast við á tjaldsvæðum í fimbulkulda, segir í áskorun til stjórnvalda sem Fé- lagsráðgjafafélag Íslands hefur sent frá sér. Þar er vísað til frétta um 20 manns séu með nánast fasta búsetu á tjaldstæðinu í Laugardal. Segja fé- lagsráðgjafar að ljóst megi vera að fólk alls staðar af landinu sækir oft til Reykjavíkur þegar það hefur misst húsnæði sitt í sínu sveitarfé- lagi. Því sé það ekki bara Reykjavík- urborgar heldur allra sveitarfélaga og opinberra stjórnvalda að leysa þennan húsnæðisvanda.“ Reykjavíkurborg gaf út skýrslu nýlega þar sem hagir utangarðsfólks eru kortlagðir og sýna niðurstöður þar að utangarðsfólki hefur fjölgað á undanförnum árum. „Stjórn Fé- lagsráðgjafafélags Íslands skorar á stjórnvöld að koma fólki sem gistir úti í skjól sem fyrst og að byggja upp langtímaúrræði fyrir þennan hóp,“ segir í áskoruninni. sbs@mbl.is Tjaldvist er ekki sæmandi Morgunblaðið/Hari Veturseta Húsbílar á tjaldsvæðinu í Laugardal á köldum vetrardegi. Hinn 1. desem- ber síðastliðinn lét Halldóra Vífilsdóttir af störfum sem forstjóri Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Hún hóf störf hjá Landsbank- anum, í teymi sem vinnur að undirbúningi nýbyggingar bank- ans við Austurhöfn í Reykjavík. Sama dag var Hafsteinn S. Haf- steinsson lögfræðingur settur forstjóri Framkvæmdasýslu rík- isins til bráðabirgða. Hann mun gegna starfinu þar til nýr for- stjóri verður skipaður í starfið en ráðningarferli stendur nú yfir. Alls bárust 27 umsóknir um starf- ið. Hafsteinn útskrifaðist með embættispróf úr lagadeild Há- skóla Íslands og masterspróf í lögfræði frá Queen Mary and Westfield College í London. Haf- steinn hefur lengst af starfað í fjármála- og efnahagsráðuneyt- inu þar sem hann hefur haft með höndum framkvæmda- og eigna- mál ríkisins, auk tengdra verk- efna á sviði eignaumsýslu, fé- lagamála ríkisins og samningamála. Hafsteinn settur forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins tímabundið Hafsteinn S. Hafsteinsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.